Vil að fólk tali saman framan við verkin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. febrúar 2017 10:30 Steingrímur við hluta verksins Vörpun 2001. Á myndunum klæðist hann nærfötum sem fundust í gömlum skáp. Vísir/Stefán Ég vil að þessi sýning skapi umræður því í henni eru mörg álitamál tekin fyrir. Sum listaverk eru bara litir og form og þá verður umræðan bara um hvort verkið sé fallegt eða ljótt – snýst um smekk og nær ekkert lengra. Það er ekki í boði hjá mér. Ég vil að fólk tali saman fyrir framan verkin og hafi skoðanir á innihaldi þeirra.“ Þetta segir Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður um sýninguna Kvenhetjur sem hann er með í aðalsal Hafnarborgar í Hafnarfirði.Hluti verksins Grýla/Venus eftir Steingrím Eyfjörð.Verk Steingríms eru frá síðustu 25 árum og skiptast í sjö seríur. Hver um sig hefur eigin titil og inniheldur mismargar myndir, málverk, textaverk og ljósmyndir. Einni seríunni fylgir myndband, annarri munir og öðrum skúlptúrar. Inntakið er af ólíkum toga. Kvenhetjan er nýjasta serían – Steingrímur fékk Lindu Björgu Árnadóttur hönnuð til að safna úrklippum af kvenhetjum og bætti sjálfur við tilvitnunum í heimspekinga og fræðimenn. Þar er spurt spurninga um mörkin milli eigin persónuleika og gervis sem krafist er í umhverfinu. Steingrími verður að ósk sinni um umræðu því innihald sýningar hans verður rætt á sérstöku málþingi í Hafnarborg laugardaginn 25. febrúar. Auk hans sjálfs verða frummælendur þar þær Birta Guðjónsdóttir sýningarstjóri, Kristín Ómarsdóttir rithöfundur og Marta Sigríður Pétursdóttir og Nanna Hlín Halldórsdóttir, menningar- og kynjafræðingar.Sigga Björg Sigurðardóttir fjallar um persónuna Rósu í verkum sínum í Sverrissal á jarðhæð Hafnarborgar. Fréttablaðið/StefánRósa byrjaði sem frakki Í Sverrissal, á jarðhæð Hafnarborgar, er Sigga Björg Sigurðardóttir með innsetningu á veggjum og gólfi. Hún fjallar um persónuna Rósu, uppruna hennar og sögu. Rósa er þar sýnileg sjálf sem skúlptúr á gólfinu, haldandi á hörpu – byrjaði reyndar sem frakki sem Sigga Björg fann og mótaði Rósu inn í, að eigin sögn. Svo urðu til margir fleiri skúlptúrar sem koma við sögu í tíu mínútna vídeóverki þar sem fylgst er með Rósu gegnum lífið, allt frá getnaði.Margt ber fyrir augu á sýningu Siggu Bjargar.Veggirnir tákna hver sína árstíð í verki Siggu Bjargar. Stórar myndir styðja við ævintýrið um Rósu, sumar eru málaðar á staðnum, beint á vegginn, en nokkrar eru nýkomnar af sýningu í Teikningasafninu í Laholm í Svíþjóð þar sem Sigga Björg sýndi í haust. Þær falla vel að efninu. „Fólk sem gengur hér um á að geta fengið tilfinningu fyrir aðalpersónunni,“ segir Sigga Björg. „Ég er að segja sögu en þó ekki alla söguna.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. febrúar 2017 Menning Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ég vil að þessi sýning skapi umræður því í henni eru mörg álitamál tekin fyrir. Sum listaverk eru bara litir og form og þá verður umræðan bara um hvort verkið sé fallegt eða ljótt – snýst um smekk og nær ekkert lengra. Það er ekki í boði hjá mér. Ég vil að fólk tali saman fyrir framan verkin og hafi skoðanir á innihaldi þeirra.“ Þetta segir Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður um sýninguna Kvenhetjur sem hann er með í aðalsal Hafnarborgar í Hafnarfirði.Hluti verksins Grýla/Venus eftir Steingrím Eyfjörð.Verk Steingríms eru frá síðustu 25 árum og skiptast í sjö seríur. Hver um sig hefur eigin titil og inniheldur mismargar myndir, málverk, textaverk og ljósmyndir. Einni seríunni fylgir myndband, annarri munir og öðrum skúlptúrar. Inntakið er af ólíkum toga. Kvenhetjan er nýjasta serían – Steingrímur fékk Lindu Björgu Árnadóttur hönnuð til að safna úrklippum af kvenhetjum og bætti sjálfur við tilvitnunum í heimspekinga og fræðimenn. Þar er spurt spurninga um mörkin milli eigin persónuleika og gervis sem krafist er í umhverfinu. Steingrími verður að ósk sinni um umræðu því innihald sýningar hans verður rætt á sérstöku málþingi í Hafnarborg laugardaginn 25. febrúar. Auk hans sjálfs verða frummælendur þar þær Birta Guðjónsdóttir sýningarstjóri, Kristín Ómarsdóttir rithöfundur og Marta Sigríður Pétursdóttir og Nanna Hlín Halldórsdóttir, menningar- og kynjafræðingar.Sigga Björg Sigurðardóttir fjallar um persónuna Rósu í verkum sínum í Sverrissal á jarðhæð Hafnarborgar. Fréttablaðið/StefánRósa byrjaði sem frakki Í Sverrissal, á jarðhæð Hafnarborgar, er Sigga Björg Sigurðardóttir með innsetningu á veggjum og gólfi. Hún fjallar um persónuna Rósu, uppruna hennar og sögu. Rósa er þar sýnileg sjálf sem skúlptúr á gólfinu, haldandi á hörpu – byrjaði reyndar sem frakki sem Sigga Björg fann og mótaði Rósu inn í, að eigin sögn. Svo urðu til margir fleiri skúlptúrar sem koma við sögu í tíu mínútna vídeóverki þar sem fylgst er með Rósu gegnum lífið, allt frá getnaði.Margt ber fyrir augu á sýningu Siggu Bjargar.Veggirnir tákna hver sína árstíð í verki Siggu Bjargar. Stórar myndir styðja við ævintýrið um Rósu, sumar eru málaðar á staðnum, beint á vegginn, en nokkrar eru nýkomnar af sýningu í Teikningasafninu í Laholm í Svíþjóð þar sem Sigga Björg sýndi í haust. Þær falla vel að efninu. „Fólk sem gengur hér um á að geta fengið tilfinningu fyrir aðalpersónunni,“ segir Sigga Björg. „Ég er að segja sögu en þó ekki alla söguna.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. febrúar 2017
Menning Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira