Greiða hálfan milljarð vegna verkfalls Sveinn Arnarsson skrifar 10. janúar 2017 07:00 Sjómenn hafa ítrekað hafnað nýjum kjarasamningi. vísir/stefán Alls hafa 36 fyrirtæki í fiskvinnslu sagt upp fleiri en einum starfsmanni vegna vinnslustöðvunar á fiski sökum verkfalls sjómanna sem staðið hefur yfir síðan 14. desember síðastliðinn. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að um hálfum milljarði verði varið úr atvinnuleysistryggingasjóði í janúarmánuði einum vegna verkfalls sjómanna. Sjómannaverkfallið hefur að sögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi haft skaðleg áhrif á markaði erlendis og eru margir hverjir í hættu vegna verkfallsins og útflutningstekjur hafa dregist saman.Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjariUm 1.100 manns hefur verið sagt upp í fiskvinnslum landsins og eru flest störfin á Norðurlandi eystra. Allt að því jafnmörgum starfsmönnum hefur verið sagt upp á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjunum samanlagt og á Norðurlandi eystra. Á Vestfjörðum hafa á annað hundrað misst vinnuna vegna verkfalls sjómanna sem verður að teljast mjög stórt hlutfall starfandi einstaklinga á Vestfjörðum. Sjómenn boðuðu til mótmæla fyrir utan Karphúsið í gær er fundur í deilunni fór fram. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir það fagnaðarefni að menn skuli enn tala saman en þó beri enn mikið í milli. Boðað var til annars fundar í dag og mun því samtalið halda áfram. Einnig verður að taka fram að fiskvinnslur geta haldið fólki enn við störf þó hráefnisskortur sé viðvarandi en kostnaður við laun starfsmanna er greiddur úr atvinnuleysistryggingasjóði á grundvelli laga. Fyrirtæki sækja þá um styrk eftir á fyrir launum starfsmanna sinna. Vitað er að bæði HB Grandi og Síldarvinnslan í Neskaupstað munu fara þá leiðina og því eru tölur um atvinnuleysi í fiskvinnslu frekar van- en ofáætlaðar. Samherji er það fyrirtæki sem sagt hefur upp flestum starfsmönnum, eða um 200 bæði hjá Samherja og ÚA, en Samherji tók yfir þá landvinnslu árið 2011. Athygli vekur að rúmur helmingur þeirra sem sagt hefur verið upp vegna verkfalls sjómanna eru erlendir ríkisborgarar. Þar eru Pólverjar í miklum meirihluta, eða tæplega fjórir af hverjum tíu þeirra sem sagt hefur verið upp.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn segjast upplifa hroka og virðingaleysi og boða til mótmæla Sjómenn funda í kjaradeilunni og mótmæla á sama tíma. 9. janúar 2017 10:48 Skriður kominn á samningaviðræður sjómanna Sjómenn sætta sig ekki við kjararýrnun og vilja fá sjómannaafsláttinn sinn til baka. Þeir mættu fyrir utan Karphúsið í dag til að sýna samninganefnd sinni samstöðu. Skriður virðist vera að komast á samningaviðræður þeirra og útgerðarmanna. 9. janúar 2017 18:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Alls hafa 36 fyrirtæki í fiskvinnslu sagt upp fleiri en einum starfsmanni vegna vinnslustöðvunar á fiski sökum verkfalls sjómanna sem staðið hefur yfir síðan 14. desember síðastliðinn. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að um hálfum milljarði verði varið úr atvinnuleysistryggingasjóði í janúarmánuði einum vegna verkfalls sjómanna. Sjómannaverkfallið hefur að sögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi haft skaðleg áhrif á markaði erlendis og eru margir hverjir í hættu vegna verkfallsins og útflutningstekjur hafa dregist saman.Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjariUm 1.100 manns hefur verið sagt upp í fiskvinnslum landsins og eru flest störfin á Norðurlandi eystra. Allt að því jafnmörgum starfsmönnum hefur verið sagt upp á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjunum samanlagt og á Norðurlandi eystra. Á Vestfjörðum hafa á annað hundrað misst vinnuna vegna verkfalls sjómanna sem verður að teljast mjög stórt hlutfall starfandi einstaklinga á Vestfjörðum. Sjómenn boðuðu til mótmæla fyrir utan Karphúsið í gær er fundur í deilunni fór fram. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir það fagnaðarefni að menn skuli enn tala saman en þó beri enn mikið í milli. Boðað var til annars fundar í dag og mun því samtalið halda áfram. Einnig verður að taka fram að fiskvinnslur geta haldið fólki enn við störf þó hráefnisskortur sé viðvarandi en kostnaður við laun starfsmanna er greiddur úr atvinnuleysistryggingasjóði á grundvelli laga. Fyrirtæki sækja þá um styrk eftir á fyrir launum starfsmanna sinna. Vitað er að bæði HB Grandi og Síldarvinnslan í Neskaupstað munu fara þá leiðina og því eru tölur um atvinnuleysi í fiskvinnslu frekar van- en ofáætlaðar. Samherji er það fyrirtæki sem sagt hefur upp flestum starfsmönnum, eða um 200 bæði hjá Samherja og ÚA, en Samherji tók yfir þá landvinnslu árið 2011. Athygli vekur að rúmur helmingur þeirra sem sagt hefur verið upp vegna verkfalls sjómanna eru erlendir ríkisborgarar. Þar eru Pólverjar í miklum meirihluta, eða tæplega fjórir af hverjum tíu þeirra sem sagt hefur verið upp.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn segjast upplifa hroka og virðingaleysi og boða til mótmæla Sjómenn funda í kjaradeilunni og mótmæla á sama tíma. 9. janúar 2017 10:48 Skriður kominn á samningaviðræður sjómanna Sjómenn sætta sig ekki við kjararýrnun og vilja fá sjómannaafsláttinn sinn til baka. Þeir mættu fyrir utan Karphúsið í dag til að sýna samninganefnd sinni samstöðu. Skriður virðist vera að komast á samningaviðræður þeirra og útgerðarmanna. 9. janúar 2017 18:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Sjómenn segjast upplifa hroka og virðingaleysi og boða til mótmæla Sjómenn funda í kjaradeilunni og mótmæla á sama tíma. 9. janúar 2017 10:48
Skriður kominn á samningaviðræður sjómanna Sjómenn sætta sig ekki við kjararýrnun og vilja fá sjómannaafsláttinn sinn til baka. Þeir mættu fyrir utan Karphúsið í dag til að sýna samninganefnd sinni samstöðu. Skriður virðist vera að komast á samningaviðræður þeirra og útgerðarmanna. 9. janúar 2017 18:00