Búist er við stormi um landið austanvert í nótt og á morgun og stórhríð um landið norðaustanvert. Talsverðum kulda er spáð víðast hvar á landinu þessa vikuna, mestum á föstudag, eða 5 til 15 stiga frosti.
Gera má ráð fyrir fremur hægum vindi fram eftir degi. Kalt loft mun streyma til landsins úr norðri með vaxandi vindi og snjókomu og í nótt og á morgun verður norðan- og norðvestan stormur um landið austanvert. Vindur verður hægari vestantil. Kafaldsbylur norðan- og austanlands en úrkomulítið sunnan- og vestanlands.
Dregur smám saman úr vindi og ofankomu eftir hádegi á morgun. Kólnar ört og víða talsvert frost á landinu seint á morgun en kalt verður í veðri fram á sunnudag, að því er segir á vef Veðurstofunnar.
Veðurhorfur næstu daga:
Á miðvikudag:
Norðan 10-18 m/s, en 15-23 austantil. Snjókoma eða él norðan- og austantil, en þurrt og bjart að mestu suðvestantil. Dregur úr vindi og ofankomu þegar líður á daginn og kólnar ört.
Á fimmtudag:
Norðan 8-15 og dálítil él, en hægari sunnan- og vestalands og léttskýjað. Talsvert frost.
Á föstudag:
Fremur hæg breytileg átt og skýjað með köflum og él á stöku stað. Frost yfirleitt 5 til 15 stig, kaldast í innsveitum.
Á laugardag:
Heldur vaxandi sunnanátt og hlánar vestantil á landinu með dálítilli snjókomu eða slyddu um kvöldið. Annars hægari vindur og þurrt og kalt í veðri.
Á sunnudag:
Sunnan og suðaustanátt með súld eða rigningu, en yfirleitt þurrt norðaustantil. Hlýnandi veður, hiti 2 til 8 stig síðdegis.
Búist við stórhríð á morgun
sunna karen sigurþórsdóttir skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
