Kína og erfiður tími fyrir Bitcoin Lars Christensen skrifar 11. janúar 2017 07:00 Sýndargjaldmiðillinn“ Bitcoin hefur fengið mikla athygli undanfarin ár – aðallega af því að gengi Bitcoin hefur leitað mjög sterkt upp á við en einnig af því að það hefur verið mjög óstöðugt. Síðustu tvær vikur hefur áhuginn á Bitcoin aukist enn meira eftir að gengi Bitcoin náði fyrst methæðum gagnvart bandaríska dollarnum en féll síðan í síðustu viku um meira en 20% á einum degi. Yfirleitt tek ég, og aðrir sem fylgjast með fjármálamörkuðum heimsins, lítið eftir þróun Bitcoin. Hins vegar segir þróunin síðasta árið, og sérstaklega síðasta hálfa mánuðinn, okkur áhugaverða sögu um næststærsta hagkerfi heimsins – Kína.Gilda engar reglur Ef við lítum á þróun hins kínverska renminbi og Bitcoin síðasta árið sjáum við að það hefur verið tiltölulega sterk öfug fylgni á milli „gjaldmiðlanna“ tveggja og þetta samband hefur styrkst eftir að ljóst varð að kínversk yfirvöld hafa hrundið af stað hægfara gengislækkun renminbi. Árið 2014 fóru vangaveltur á mörkuðunum vaxandi um að kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína – myndi leyfa renminbi að veikjast og með tímanum taka upp fljótandi gengisstefnu. Síðan í árslok 2015 hefur orðið ljóst að bankinn hefur í raun tekið upp þá stefnu að láta gengi renminbi síga jafnt og þétt. Fjárfestar hafa smám saman áttað sig á þessu og því hefur verið skynsamlegt að færa sig úr renminbi og yfir í aðra gjaldmiðla. En gjaldmiðlaflæði er ekki alveg frjálst í Kína og þess vegna er erfiðara að taka „skortstöðu“ gagnvart renminbi. En um Bitcoin-markaðinn gilda engar reglur – ekki heldur í Kína. Þess vegna hafa kínverskir fjárfestar reynt að fara í kringum gjaldeyrishöftin með því að kaupa Bitcoin (fyrir renminbi). Afleiðingin er sú að nú hefur Kína næstum 90% „markaðshlutdeild“ í viðskiptum með Bitcoin. Markaðshlutdeild sem hefur margfaldast síðan 2014-15 þegar væntingar um veikara renminbi komu fram fyrir alvöru.Varla tilviljun Þetta þýðir líka að uppsveiflan á verði Bitcoin á síðustu tveimur árum er í raun aðallega vegna ótta við „kínverskt gengissig“, en það þýðir líka að hættan á meiriháttar falli á verði Bitcoin er nátengd þróun renminbis og kínverskri gjaldeyrisstefnu. Þar af leiðir að ef Kínverjar tækju upp algerlega frjálsan gjaldeyrismarkað væri engin þörf á að nota Bitcoin til að fara í kringum gjaldeyrishöftin. Og ef renminbi væri látinn fljóta myndi gjaldmiðillinn fljótt finna „eðlilegt“ verðgildi sitt og þá myndi gjaldeyrisútstreymið hætta um leið og væntingar um gengisfall hyrfu. Og að lokum: Ef Alþýðubanki Kína myndi hætta við þá stefnu að láta gengið síga og festa renminbi við dollarann á trúverðugan hátt – til dæmis ef Kína yrði þvingað til að gera þetta af nýju Trump-stjórninni – þá myndi það sennilega valda nýju falli á verðgildi Bitcoin. Þetta er auðvitað nákvæmlega það sem við sáum í síðustu viku þegar Alþýðubankinn greip sterkt inn í á gjaldeyrismarkaðnum til að styrkja renminbi. Sama dag og þetta gerðist hrapaði gengi Bitcoin. Það er varla tilviljun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar í Bandaríkjunum Lars Christensen Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Sýndargjaldmiðillinn“ Bitcoin hefur fengið mikla athygli undanfarin ár – aðallega af því að gengi Bitcoin hefur leitað mjög sterkt upp á við en einnig af því að það hefur verið mjög óstöðugt. Síðustu tvær vikur hefur áhuginn á Bitcoin aukist enn meira eftir að gengi Bitcoin náði fyrst methæðum gagnvart bandaríska dollarnum en féll síðan í síðustu viku um meira en 20% á einum degi. Yfirleitt tek ég, og aðrir sem fylgjast með fjármálamörkuðum heimsins, lítið eftir þróun Bitcoin. Hins vegar segir þróunin síðasta árið, og sérstaklega síðasta hálfa mánuðinn, okkur áhugaverða sögu um næststærsta hagkerfi heimsins – Kína.Gilda engar reglur Ef við lítum á þróun hins kínverska renminbi og Bitcoin síðasta árið sjáum við að það hefur verið tiltölulega sterk öfug fylgni á milli „gjaldmiðlanna“ tveggja og þetta samband hefur styrkst eftir að ljóst varð að kínversk yfirvöld hafa hrundið af stað hægfara gengislækkun renminbi. Árið 2014 fóru vangaveltur á mörkuðunum vaxandi um að kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína – myndi leyfa renminbi að veikjast og með tímanum taka upp fljótandi gengisstefnu. Síðan í árslok 2015 hefur orðið ljóst að bankinn hefur í raun tekið upp þá stefnu að láta gengi renminbi síga jafnt og þétt. Fjárfestar hafa smám saman áttað sig á þessu og því hefur verið skynsamlegt að færa sig úr renminbi og yfir í aðra gjaldmiðla. En gjaldmiðlaflæði er ekki alveg frjálst í Kína og þess vegna er erfiðara að taka „skortstöðu“ gagnvart renminbi. En um Bitcoin-markaðinn gilda engar reglur – ekki heldur í Kína. Þess vegna hafa kínverskir fjárfestar reynt að fara í kringum gjaldeyrishöftin með því að kaupa Bitcoin (fyrir renminbi). Afleiðingin er sú að nú hefur Kína næstum 90% „markaðshlutdeild“ í viðskiptum með Bitcoin. Markaðshlutdeild sem hefur margfaldast síðan 2014-15 þegar væntingar um veikara renminbi komu fram fyrir alvöru.Varla tilviljun Þetta þýðir líka að uppsveiflan á verði Bitcoin á síðustu tveimur árum er í raun aðallega vegna ótta við „kínverskt gengissig“, en það þýðir líka að hættan á meiriháttar falli á verði Bitcoin er nátengd þróun renminbis og kínverskri gjaldeyrisstefnu. Þar af leiðir að ef Kínverjar tækju upp algerlega frjálsan gjaldeyrismarkað væri engin þörf á að nota Bitcoin til að fara í kringum gjaldeyrishöftin. Og ef renminbi væri látinn fljóta myndi gjaldmiðillinn fljótt finna „eðlilegt“ verðgildi sitt og þá myndi gjaldeyrisútstreymið hætta um leið og væntingar um gengisfall hyrfu. Og að lokum: Ef Alþýðubanki Kína myndi hætta við þá stefnu að láta gengið síga og festa renminbi við dollarann á trúverðugan hátt – til dæmis ef Kína yrði þvingað til að gera þetta af nýju Trump-stjórninni – þá myndi það sennilega valda nýju falli á verðgildi Bitcoin. Þetta er auðvitað nákvæmlega það sem við sáum í síðustu viku þegar Alþýðubankinn greip sterkt inn í á gjaldeyrismarkaðnum til að styrkja renminbi. Sama dag og þetta gerðist hrapaði gengi Bitcoin. Það er varla tilviljun.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar