Arnór: Spila fyrir stoltið og fólkið heima Arnar Björnsson skrifar 11. janúar 2017 09:15 Reynsluboltinn Arnór Atlason er klár í leikinn gegn Spánverjum á morgun en hann var að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. „Ég er klár í slaginn og það er gaman að vera kominn til Metz,“ segir Arnór sem hefur verið með á ellefu stórmótum með íslenska handboltalandsliðinu. Arnór segist ánægður með æfingamótið í Danmörku en leikurinn gegn heimamönnum hafi verið erfiður. „Það var brekka frá fyrstu mínútu en Danir eru með eitt besta handboltalið í heimi. Við þurfum að sýna miklu betri leiki en við gerðum gegn þeim. Þetta var ákveðinn skellur en við tökum það ekki alltof mikið inná okkur og gerum okkur klára fyrir Spánverjaleikinn.“ Spánverjar og Slóvenar eru sterkustu liðin í riðli Íslands að flestra mati. Sjá einnig: Aron: Þetta er ógeðslega leiðinlegt „Fyrirfram má búast við því að Spánverjar og Slóvenar séu sterkastir í riðlinum en maður veit ekki hvað kemur frá Makedónunum og Túnisunum. Við ættum að vinna Angóla,“ segir Arnór sem er búinn að vera lengi með landsliðinu og upplifa bæði sigra og ósigra. Hvernig er andrúmsloftið í liðinu núna? „Mér finnst það vera ferskt og við erum búnir að vera léttir. Æfingarnar hafa gengið vel og gott að fá þetta mót í Danmörku. Við erum búnir að æfa vel og mikið og erum eins klárir og við verðum, sama hverjir verða þeir 16 menn sem spila þennan leik.“ Arnór segir það alltaf gaman að æfa og spila með landsliðinu; „Annars væri maður ekki í þessu og þegar maður kemur á staðinn þá kemur fiðringurinn alltaf.“ Hver er munurinn á að spila með sínu félagsliði og landsliðinu? „Maður er alltaf fullur af stolti í hvert einasta sinn sem maður spilar í landsliðstreyjunni, það gefur manni mikið. Hérna spilar maður bara fyrir stoltið og fólkið heima. Við erum tilbúnir að leggja mikið á okkur til að standa okkur vel.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Góð fjárfesting til framtíðar Strákarnir okkar hefja leik á HM eftir tvo daga. Þrír ungir strákar fengu mikilvægar mínútur á æfingamótinu í Danmörku og stóðu sig vel. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, tekur stöðuna fyrir Fréttablaðið. 10. janúar 2017 06:00 Aron: Ég er í kappi við tímann Aron Pálmarsson var svona mátulega brattur eftir æfingu íslenska liðsins í Metz í kvöld. Hann hefur verið stórt spurningamerki fyrir HM og er það enn. 10. janúar 2017 19:17 Þetta er ógeðslega leiðinlegt Aron Pálmarsson kom með íslenska landsliðinu til Metz. Það er ekki enn ljóst hvort hann spilar með landsliðinu á HM. Hann fékk sprautu fyrir um viku sem hann vonast til að hjálpi sér að geta spilað á mótinu. 11. janúar 2017 06:00 Geir: Vignir spilar ekki gegn Spánverjum "90 prósent af 18 manna hópnum er í fínu standi,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir æfingu karlalandsliðsins í Metz í dag. 10. janúar 2017 19:47 Strákarnir okkar með tvo lífverði Strákarnir okkar komu til Metz í Frakklandi í dag og aðstæður eru um margt öðruvísi en þeir eru vanir. 10. janúar 2017 19:08 Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Reynsluboltinn Arnór Atlason er klár í leikinn gegn Spánverjum á morgun en hann var að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. „Ég er klár í slaginn og það er gaman að vera kominn til Metz,“ segir Arnór sem hefur verið með á ellefu stórmótum með íslenska handboltalandsliðinu. Arnór segist ánægður með æfingamótið í Danmörku en leikurinn gegn heimamönnum hafi verið erfiður. „Það var brekka frá fyrstu mínútu en Danir eru með eitt besta handboltalið í heimi. Við þurfum að sýna miklu betri leiki en við gerðum gegn þeim. Þetta var ákveðinn skellur en við tökum það ekki alltof mikið inná okkur og gerum okkur klára fyrir Spánverjaleikinn.“ Spánverjar og Slóvenar eru sterkustu liðin í riðli Íslands að flestra mati. Sjá einnig: Aron: Þetta er ógeðslega leiðinlegt „Fyrirfram má búast við því að Spánverjar og Slóvenar séu sterkastir í riðlinum en maður veit ekki hvað kemur frá Makedónunum og Túnisunum. Við ættum að vinna Angóla,“ segir Arnór sem er búinn að vera lengi með landsliðinu og upplifa bæði sigra og ósigra. Hvernig er andrúmsloftið í liðinu núna? „Mér finnst það vera ferskt og við erum búnir að vera léttir. Æfingarnar hafa gengið vel og gott að fá þetta mót í Danmörku. Við erum búnir að æfa vel og mikið og erum eins klárir og við verðum, sama hverjir verða þeir 16 menn sem spila þennan leik.“ Arnór segir það alltaf gaman að æfa og spila með landsliðinu; „Annars væri maður ekki í þessu og þegar maður kemur á staðinn þá kemur fiðringurinn alltaf.“ Hver er munurinn á að spila með sínu félagsliði og landsliðinu? „Maður er alltaf fullur af stolti í hvert einasta sinn sem maður spilar í landsliðstreyjunni, það gefur manni mikið. Hérna spilar maður bara fyrir stoltið og fólkið heima. Við erum tilbúnir að leggja mikið á okkur til að standa okkur vel.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Góð fjárfesting til framtíðar Strákarnir okkar hefja leik á HM eftir tvo daga. Þrír ungir strákar fengu mikilvægar mínútur á æfingamótinu í Danmörku og stóðu sig vel. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, tekur stöðuna fyrir Fréttablaðið. 10. janúar 2017 06:00 Aron: Ég er í kappi við tímann Aron Pálmarsson var svona mátulega brattur eftir æfingu íslenska liðsins í Metz í kvöld. Hann hefur verið stórt spurningamerki fyrir HM og er það enn. 10. janúar 2017 19:17 Þetta er ógeðslega leiðinlegt Aron Pálmarsson kom með íslenska landsliðinu til Metz. Það er ekki enn ljóst hvort hann spilar með landsliðinu á HM. Hann fékk sprautu fyrir um viku sem hann vonast til að hjálpi sér að geta spilað á mótinu. 11. janúar 2017 06:00 Geir: Vignir spilar ekki gegn Spánverjum "90 prósent af 18 manna hópnum er í fínu standi,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir æfingu karlalandsliðsins í Metz í dag. 10. janúar 2017 19:47 Strákarnir okkar með tvo lífverði Strákarnir okkar komu til Metz í Frakklandi í dag og aðstæður eru um margt öðruvísi en þeir eru vanir. 10. janúar 2017 19:08 Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Góð fjárfesting til framtíðar Strákarnir okkar hefja leik á HM eftir tvo daga. Þrír ungir strákar fengu mikilvægar mínútur á æfingamótinu í Danmörku og stóðu sig vel. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, tekur stöðuna fyrir Fréttablaðið. 10. janúar 2017 06:00
Aron: Ég er í kappi við tímann Aron Pálmarsson var svona mátulega brattur eftir æfingu íslenska liðsins í Metz í kvöld. Hann hefur verið stórt spurningamerki fyrir HM og er það enn. 10. janúar 2017 19:17
Þetta er ógeðslega leiðinlegt Aron Pálmarsson kom með íslenska landsliðinu til Metz. Það er ekki enn ljóst hvort hann spilar með landsliðinu á HM. Hann fékk sprautu fyrir um viku sem hann vonast til að hjálpi sér að geta spilað á mótinu. 11. janúar 2017 06:00
Geir: Vignir spilar ekki gegn Spánverjum "90 prósent af 18 manna hópnum er í fínu standi,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir æfingu karlalandsliðsins í Metz í dag. 10. janúar 2017 19:47
Strákarnir okkar með tvo lífverði Strákarnir okkar komu til Metz í Frakklandi í dag og aðstæður eru um margt öðruvísi en þeir eru vanir. 10. janúar 2017 19:08