Strákarnir okkar án Arons: „Þetta hefur stór áhrif á restina af liðinu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. janúar 2017 12:46 Nokkrir leikmenn þurfa að stíga upp þar sem Aron er ekki með. vísir/getty/hanna „Þetta kemur mér ekki á óvart. Ég tel að það hefði ekki verið skynsamlegt fyrir Aron að taka þátt í þessu móti og þeirri ákefð sem fylgir HM eftir að spila ekki handbolta í tvo og hálfan mánuð. Það hefði ekki verið gott fyrir hann.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur íþróttadeildar 365 um HM í Frakklandi, um þær fréttir að Aron Pálmarsson, hans gamli lærisveinn, verður ekki með Íslandi á HM.Sjá einnig:Strákarnir án Arons: „Ólafur fær mikla ábyrgð sem hann stendur vonandi undir“ Aron er búinn að glíma við meiðsli síðan í nóvember og fyrr í dag tók læknalið Íslands þá ákvörðun að hann getur ekki spilað. Einar Andri er sammála Gunnari Magnússyni um að nú er Ólafur Guðmundsson orðinn leikmaður númer eitt vinstra megin á vellinum. „Ég myndi telja að Ólafur fái tækifæri til að vera aðalkallinn vinstra megin á þessu móti og vonandi nýtir hann þann séns. Þetta breytir samt ansi miklu fyrir liðið þó að við erum búnir að vera að spila án Arons. Það vonuðust allir eftir því að hann gæti verið að minnsta kosti eitthvað með á HM,“ segir Einar Andri.Haukamaðurinn Janus Daði Smárason fær stærra hlutverk eins og fleiri.Vísir/Vilhelm„Ólafur þarf að taka að sér enn stærra hlutverk en áður og það þurfa Janus Daði og Gunnar Steinn Jónsson einnig að gera. Svo er spurning hvað Arnór Atlason getur gert fyrir okkur. Allir þessi leikmenn þurfa að bera meiri ábyrgð en áður.“ Aron Pálmarsson er langbesti leikmaður íslenska liðsins. Um það verður ekki deilt. Þegar hann er ekki með fer ansi mikið úr liðinu og þarf fleiri en einn til að fylla í hans skarð.Sjá einnig:Þetta er ógeðslega leiðinlegt „Aron í fullu formi á þessu móti er að spila 50-60 mínútur í leik. Þær mínútur koma til með að deilast niður á þessa leikmenn sem ég taldi upp. Aron hefði vanalega verið að taka kannski fimmtán skot og tíu úrslitaákvarðanir í sendingum þannig þetta mun hafa margföldunaráhrif fyrir aðra leikmenn liðsins,“ segir Einar Andri, en hverjar eru þá væntingarnar núna? „Þetta breytir allri heildarmyndinni. Maður vonaðist eftir því að Aron myndi koma inn eftir Spánarleikinn og gefa okkur meiri möguleika á móti Slóvenum í leik tvö. Það er alveg ljóst að leikirnir við þrjú sterkustu liðin; Spán, Slóveníu og Makedóníu, verða enn þá erfiðari án Arons. Þetta breytir stóru myndinni og lækkar væntingarstuðulinn talsvert,“ segir Einar Andri Einarsson. Í spilaranum neðst í fréttinni má sjá Einar Andra fara yfir frammistöðu ungu leikmannanna eftir æfingamótið í Danmörku.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
„Þetta kemur mér ekki á óvart. Ég tel að það hefði ekki verið skynsamlegt fyrir Aron að taka þátt í þessu móti og þeirri ákefð sem fylgir HM eftir að spila ekki handbolta í tvo og hálfan mánuð. Það hefði ekki verið gott fyrir hann.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur íþróttadeildar 365 um HM í Frakklandi, um þær fréttir að Aron Pálmarsson, hans gamli lærisveinn, verður ekki með Íslandi á HM.Sjá einnig:Strákarnir án Arons: „Ólafur fær mikla ábyrgð sem hann stendur vonandi undir“ Aron er búinn að glíma við meiðsli síðan í nóvember og fyrr í dag tók læknalið Íslands þá ákvörðun að hann getur ekki spilað. Einar Andri er sammála Gunnari Magnússyni um að nú er Ólafur Guðmundsson orðinn leikmaður númer eitt vinstra megin á vellinum. „Ég myndi telja að Ólafur fái tækifæri til að vera aðalkallinn vinstra megin á þessu móti og vonandi nýtir hann þann séns. Þetta breytir samt ansi miklu fyrir liðið þó að við erum búnir að vera að spila án Arons. Það vonuðust allir eftir því að hann gæti verið að minnsta kosti eitthvað með á HM,“ segir Einar Andri.Haukamaðurinn Janus Daði Smárason fær stærra hlutverk eins og fleiri.Vísir/Vilhelm„Ólafur þarf að taka að sér enn stærra hlutverk en áður og það þurfa Janus Daði og Gunnar Steinn Jónsson einnig að gera. Svo er spurning hvað Arnór Atlason getur gert fyrir okkur. Allir þessi leikmenn þurfa að bera meiri ábyrgð en áður.“ Aron Pálmarsson er langbesti leikmaður íslenska liðsins. Um það verður ekki deilt. Þegar hann er ekki með fer ansi mikið úr liðinu og þarf fleiri en einn til að fylla í hans skarð.Sjá einnig:Þetta er ógeðslega leiðinlegt „Aron í fullu formi á þessu móti er að spila 50-60 mínútur í leik. Þær mínútur koma til með að deilast niður á þessa leikmenn sem ég taldi upp. Aron hefði vanalega verið að taka kannski fimmtán skot og tíu úrslitaákvarðanir í sendingum þannig þetta mun hafa margföldunaráhrif fyrir aðra leikmenn liðsins,“ segir Einar Andri, en hverjar eru þá væntingarnar núna? „Þetta breytir allri heildarmyndinni. Maður vonaðist eftir því að Aron myndi koma inn eftir Spánarleikinn og gefa okkur meiri möguleika á móti Slóvenum í leik tvö. Það er alveg ljóst að leikirnir við þrjú sterkustu liðin; Spán, Slóveníu og Makedóníu, verða enn þá erfiðari án Arons. Þetta breytir stóru myndinni og lækkar væntingarstuðulinn talsvert,“ segir Einar Andri Einarsson. Í spilaranum neðst í fréttinni má sjá Einar Andra fara yfir frammistöðu ungu leikmannanna eftir æfingamótið í Danmörku.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira