Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“
Tímaritið Penthouse hefur nú boðið milljón dali fyrir hin meintu myndbönd.
Í samtali við TheWrap segir Kelly Holland, framkvæmdastjóri Penthouse að með þessu vilji tímaritið ná réttu fréttinni. Ekki endilega vera fyrst.
„Að sjá er að trúa,“ sagði Holland. „Okkur finnst eðlilegt að leyfa forsetanum verðandi að njóta vafans, en ef þessi myndbönd eru til, eigum við skilið að vita sannleikann.“