Þjóðmenningarmálin fara frá forsætisráðuneyti til menntamálaráðuneytis Heimir Már Pétursson skrifar 11. janúar 2017 20:54 Nýr forsætisráðherra segir að þjóðmenningarmálin verði færð á ný frá forsætisráðuneytinu til menntamálaráðuneytisins. Hann segir að naumur meirihluti ríkisstjórnarinnar geti kallað á málamiðlanir um sum mál í nefndum Alþingis og það sé ekkert við það að athuga. Ráðherrar fyrrverandi ríkisstjórnar komu til fundar við forseta Íslands klukkan tólf á hádegi þar sem gengið var frá afsögn þeirra úr embættum. Fyrstur mætti Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherrann sem sat í embætti í tæpa níu mánuði eða eina meðgöngu.Finnst þér súrt að Framsóknarflokkurinn komst ekki í stjórn að þessu sinni? „Ef maður er í stjórnmálum vill maður auðvitað sitja í ríkisstjórn. Þannig að það er að því leytinu súrt. En ég hins vegar viðurkenni það alveg að það er ánægjulegt að sjá að sú stefna sem við fylgdum; berjast gegn Icesave, leiðrétta skuldir heimila, taka á kröfuhöfunum með þessum hætti hefur skilað þessum frábæra árangri.“Gunnar Bragi hefur ekki trú á að nýja ríkisstjórnin afreki mikið Aðeins tveir af þeim ráðherrum sem sátu í ríksstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar gegna embættum í þeirri stjórn sem tók við í morgun, það er að segja Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Kristján Þór Júlíusson nýr menntamálaráðherra. Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra var í góðu skapi fyrir síðast ríkisráðsfund fyrrverandi stjórnar. „Ég er þakklátur fyrir þennan tíma sem ég hef fengið að vera í ríkisstjórn. Ég óska að sjálfsögðu nýrri ríkisstjórn velfarnaðar en ég hef svo sem ekkert mikla trú á að þeir afreki mikið.“Verður þú grimmur í stjórnarandstöðunni? „Brjálaður,“ sagði Gunnar Bragi og hló.Nýtt ráðuneyti leggst vel í Kristján Þór Það lá líka vel á Kristjáni Þór Júlíussyni sem lét af embætti heilbrigðisráðherra og settist í stól menntamálaráðherra. Hann spurði fréttamann hvort hann væri með ísfirska spurningu sem fréttamaðurinn játti.Leggst vel í þig að skipta um ráðuneyti? „Ég hef alltaf verið hrifinn að nýjum áskorunum í lífinu já.“Eru menntamálin þér kær? „Já þau eru það. Íslensk menning er fjársjóður okkar Íslendinga og það ber að gæta hans vel og standa ríkan vörð um hann.,“ sagði Kristján Þór. Já, það var líka slegið á létta strengi í góða veðrinu á Bessastöðum í dag, en eftir að forseti Íslands hafði veitt gömlu ríkisstjórninni lausn blasti hvunnudagurinn við fyrrverandi ráðherrum. Sigurður Ingi sagði að loknum ríkisráðsfundi að hann ætlaði að nota tækifærið til að fara á hestbak. Enda hefði hann ekki komist á bak í marga mánuði.Heilbrigðisráðherra byrjaður að pota í fjármálaráðherra Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar sagðist ekki kvíða því að taka við heilbrigðisráðuneytinu. „Ég er ekkert hræddur við að taka við erfiðu ráðuneyti. Þvert á móti ég er bara mjög spenntur að taka á mjög mikilvægum málaflokki og hlakka til að beita öllum kröftum mínum í það.Ertu strax farinn að biðja Benedikt um meiri pening í heilbrigðismálin? „Já ég var aðeins að byrja að potast í honum í morgun. Við vorum saman í viðtölum og svona á milli upptakna var maður aðeins að minna hann á það,“ sagði Óttarr. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar tekur við fjármálaráðuneytinu.Heldur þú að þetta verði dugleg ríkisstjórn og vinsæl? „Ég vona að hún verði dugleg og þá verður hún vonandi vinsæl líka.“Hvað verður fyrsta verkefnið þegar þú kemur í fjármálaráðuneytið, verður gustur af þér þar? „Maður reynir að standa sig. En ég verð nú að játa það að maður þarf að læra af fólkinu sem er þar líka og maður þarf að heyra hverjir eru siðirnir þar,“ sagði Benedikt.Yngsta konan til að verða ráðherra og fyrsta konan í sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytið Nýja ríkisstjórnin er skipuð sjö körlum og fjórum konum, þeirra á meðal hinni 29 ára Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur sem er yngst kvenna á Íslandi til að taka við ráðherraembætti.Kom þér á óvart að formaðurinn skyldi biðja þig að taka við ráðherraembætti? „Já ég get ekki sagt að ég hafi beint búist við því eða gert tilkall til þess. En ég lét alveg skýrt í ljós að ég væri reiðubúin að axla þá ábyrgð ef hann væri tilbúinn að fela mér hana. Þannig að þetta kom skemmtilega á óvart já,“ sagði Þórdís Kolbrún á leið á ríkisráðsfund. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrsta konan til að gegna embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hún segir mikilvægst að ná sátt um þær mikilvægu atvinnugreinar sem heyra undir ráðuneytið, með samtali við fulltrúa greinarinnar og almenning. „Fyrsta verkefnið verður líklega það sem ég hef sagt að endurskoða nefnd um búvörusamnnginn. Við ætlum okkur að vera búin að endurskoða hann fyrir 2019. Þá er bara best að byrja strax,“ sagði Þorgerður Katrín.Traust ríkisstjórn þrátt fyrir tæpan meirihluta Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur trú á að nú sé traust ríkisstjórn mætt til leiks þrátt fyrir tæpan meirihluta á Alþingi. „Það er allt til staðar fyrir okkur í ytra umhverfinu til að láta til okkar taka og ná góðum árangri. En ég veit það líka að sagan geymir ekki dæmi um að þriggja flokka stjórnir hafi lifað heilt kjörtímabil. Þess vegna vitum við þegar við leggjum af stað að við þurfum mikið að leggja á okkur. Og já kannski munum við í nefndunum þurfa að gera viðbótarmálamiðlanir og það er bara allt í lagi,“ sagði Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson færði þjóðmenningarmál frá menntamálaráðuneyti til forsætisráðuneytis á sínum tíma en því verður breytt aftur. „Já þessi þjóðmenningarmál verða í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.“ Þannig að þau fara frá þér? „Já þau fara úr forsætisráðuneytinu þangað,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Tengdar fréttir Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Jón Gunnarsson segir nauðsynlegt að sátt náist í málefnum Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. 11. janúar 2017 09:55 Nýr utanríkisráðherra sér tækifæri í útgöngu Breta úr ESB Hann segir að eitt af stóru málunum verði að gæta hagsmuna Íslands í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu 11. janúar 2017 11:29 Ný ríkisstjórn tekin við: Málefni Seðlabankans færast til forsætisráðuneytisins Á ríkisráðsfundi í dag þar sem forseti Íslands féllst á tillögu Bjarna Benediktssonar um skipun fyrsta ráðuneytis hans voru gerðar nokkrar breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnmálaefna milli ráðuneyta. 11. janúar 2017 14:45 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Fleiri fréttir Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Nýr forsætisráðherra segir að þjóðmenningarmálin verði færð á ný frá forsætisráðuneytinu til menntamálaráðuneytisins. Hann segir að naumur meirihluti ríkisstjórnarinnar geti kallað á málamiðlanir um sum mál í nefndum Alþingis og það sé ekkert við það að athuga. Ráðherrar fyrrverandi ríkisstjórnar komu til fundar við forseta Íslands klukkan tólf á hádegi þar sem gengið var frá afsögn þeirra úr embættum. Fyrstur mætti Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherrann sem sat í embætti í tæpa níu mánuði eða eina meðgöngu.Finnst þér súrt að Framsóknarflokkurinn komst ekki í stjórn að þessu sinni? „Ef maður er í stjórnmálum vill maður auðvitað sitja í ríkisstjórn. Þannig að það er að því leytinu súrt. En ég hins vegar viðurkenni það alveg að það er ánægjulegt að sjá að sú stefna sem við fylgdum; berjast gegn Icesave, leiðrétta skuldir heimila, taka á kröfuhöfunum með þessum hætti hefur skilað þessum frábæra árangri.“Gunnar Bragi hefur ekki trú á að nýja ríkisstjórnin afreki mikið Aðeins tveir af þeim ráðherrum sem sátu í ríksstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar gegna embættum í þeirri stjórn sem tók við í morgun, það er að segja Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Kristján Þór Júlíusson nýr menntamálaráðherra. Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra var í góðu skapi fyrir síðast ríkisráðsfund fyrrverandi stjórnar. „Ég er þakklátur fyrir þennan tíma sem ég hef fengið að vera í ríkisstjórn. Ég óska að sjálfsögðu nýrri ríkisstjórn velfarnaðar en ég hef svo sem ekkert mikla trú á að þeir afreki mikið.“Verður þú grimmur í stjórnarandstöðunni? „Brjálaður,“ sagði Gunnar Bragi og hló.Nýtt ráðuneyti leggst vel í Kristján Þór Það lá líka vel á Kristjáni Þór Júlíussyni sem lét af embætti heilbrigðisráðherra og settist í stól menntamálaráðherra. Hann spurði fréttamann hvort hann væri með ísfirska spurningu sem fréttamaðurinn játti.Leggst vel í þig að skipta um ráðuneyti? „Ég hef alltaf verið hrifinn að nýjum áskorunum í lífinu já.“Eru menntamálin þér kær? „Já þau eru það. Íslensk menning er fjársjóður okkar Íslendinga og það ber að gæta hans vel og standa ríkan vörð um hann.,“ sagði Kristján Þór. Já, það var líka slegið á létta strengi í góða veðrinu á Bessastöðum í dag, en eftir að forseti Íslands hafði veitt gömlu ríkisstjórninni lausn blasti hvunnudagurinn við fyrrverandi ráðherrum. Sigurður Ingi sagði að loknum ríkisráðsfundi að hann ætlaði að nota tækifærið til að fara á hestbak. Enda hefði hann ekki komist á bak í marga mánuði.Heilbrigðisráðherra byrjaður að pota í fjármálaráðherra Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar sagðist ekki kvíða því að taka við heilbrigðisráðuneytinu. „Ég er ekkert hræddur við að taka við erfiðu ráðuneyti. Þvert á móti ég er bara mjög spenntur að taka á mjög mikilvægum málaflokki og hlakka til að beita öllum kröftum mínum í það.Ertu strax farinn að biðja Benedikt um meiri pening í heilbrigðismálin? „Já ég var aðeins að byrja að potast í honum í morgun. Við vorum saman í viðtölum og svona á milli upptakna var maður aðeins að minna hann á það,“ sagði Óttarr. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar tekur við fjármálaráðuneytinu.Heldur þú að þetta verði dugleg ríkisstjórn og vinsæl? „Ég vona að hún verði dugleg og þá verður hún vonandi vinsæl líka.“Hvað verður fyrsta verkefnið þegar þú kemur í fjármálaráðuneytið, verður gustur af þér þar? „Maður reynir að standa sig. En ég verð nú að játa það að maður þarf að læra af fólkinu sem er þar líka og maður þarf að heyra hverjir eru siðirnir þar,“ sagði Benedikt.Yngsta konan til að verða ráðherra og fyrsta konan í sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytið Nýja ríkisstjórnin er skipuð sjö körlum og fjórum konum, þeirra á meðal hinni 29 ára Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur sem er yngst kvenna á Íslandi til að taka við ráðherraembætti.Kom þér á óvart að formaðurinn skyldi biðja þig að taka við ráðherraembætti? „Já ég get ekki sagt að ég hafi beint búist við því eða gert tilkall til þess. En ég lét alveg skýrt í ljós að ég væri reiðubúin að axla þá ábyrgð ef hann væri tilbúinn að fela mér hana. Þannig að þetta kom skemmtilega á óvart já,“ sagði Þórdís Kolbrún á leið á ríkisráðsfund. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrsta konan til að gegna embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hún segir mikilvægst að ná sátt um þær mikilvægu atvinnugreinar sem heyra undir ráðuneytið, með samtali við fulltrúa greinarinnar og almenning. „Fyrsta verkefnið verður líklega það sem ég hef sagt að endurskoða nefnd um búvörusamnnginn. Við ætlum okkur að vera búin að endurskoða hann fyrir 2019. Þá er bara best að byrja strax,“ sagði Þorgerður Katrín.Traust ríkisstjórn þrátt fyrir tæpan meirihluta Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur trú á að nú sé traust ríkisstjórn mætt til leiks þrátt fyrir tæpan meirihluta á Alþingi. „Það er allt til staðar fyrir okkur í ytra umhverfinu til að láta til okkar taka og ná góðum árangri. En ég veit það líka að sagan geymir ekki dæmi um að þriggja flokka stjórnir hafi lifað heilt kjörtímabil. Þess vegna vitum við þegar við leggjum af stað að við þurfum mikið að leggja á okkur. Og já kannski munum við í nefndunum þurfa að gera viðbótarmálamiðlanir og það er bara allt í lagi,“ sagði Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson færði þjóðmenningarmál frá menntamálaráðuneyti til forsætisráðuneytis á sínum tíma en því verður breytt aftur. „Já þessi þjóðmenningarmál verða í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.“ Þannig að þau fara frá þér? „Já þau fara úr forsætisráðuneytinu þangað,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Tengdar fréttir Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Jón Gunnarsson segir nauðsynlegt að sátt náist í málefnum Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. 11. janúar 2017 09:55 Nýr utanríkisráðherra sér tækifæri í útgöngu Breta úr ESB Hann segir að eitt af stóru málunum verði að gæta hagsmuna Íslands í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu 11. janúar 2017 11:29 Ný ríkisstjórn tekin við: Málefni Seðlabankans færast til forsætisráðuneytisins Á ríkisráðsfundi í dag þar sem forseti Íslands féllst á tillögu Bjarna Benediktssonar um skipun fyrsta ráðuneytis hans voru gerðar nokkrar breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnmálaefna milli ráðuneyta. 11. janúar 2017 14:45 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Fleiri fréttir Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Jón Gunnarsson segir nauðsynlegt að sátt náist í málefnum Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. 11. janúar 2017 09:55
Nýr utanríkisráðherra sér tækifæri í útgöngu Breta úr ESB Hann segir að eitt af stóru málunum verði að gæta hagsmuna Íslands í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu 11. janúar 2017 11:29
Ný ríkisstjórn tekin við: Málefni Seðlabankans færast til forsætisráðuneytisins Á ríkisráðsfundi í dag þar sem forseti Íslands féllst á tillögu Bjarna Benediktssonar um skipun fyrsta ráðuneytis hans voru gerðar nokkrar breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnmálaefna milli ráðuneyta. 11. janúar 2017 14:45