Geir Sveinsson hefur tilkynnt hvaða leikmenn munu hefja leik á HM í Frakklandi en fyrsti leikur Íslands er á morgun gegn Spáni.
Geir valdi 15 leikmenn sem munu hefja leik en eitt sæti verður opið og er hægt að bæta inn sextánda leikmanni hvenær sem er á meðan mótinu stendur.
Bjarki Már Gunnarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson eru ekki í hópnum og mun Stefán halda til síns heima á morgun en Bjarki verður áfram í Frakklandi með íslenska hópnum.
Sem kunnugt er verður Aron Pálmarsson ekki með íslenska liðinu á HM og þá er Vignir Svavarsson veikur. Ekki er þó útséð með það að hann taki þátt í mótinu.
Leikmannahópur Íslands:
Markverðir:
Aron Rafn Eðvarðsson, SG BBM Bietigheim
Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club
Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV
Vinstri hornamenn:
Bjarki Már Elísson, Füchse Berlin
Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen
Hægri hornamenn:
Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club
Vinstri skytttur:
Guðmundur Hólmar Helgason, Cesson Rennes
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad
Leikstjórnendur:
Arnór Atlason, Aalborg Håndbold
Gunnar Steinn Jónsson, IFK Kristianstad
Janus Daði Smárason, Haukar
Hægri skyttur:
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes
Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbold
Rúnar Kárason, TSV Hannover/Burgdorf
