Ég gef frá mér orku á vellinum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 06:30 Janus Daði kveður Hauka eftir tímabilið og gengur í raðir Álaborgar þar sem hann mun leika undir stjórn Arons Kristjánssonar. vísir/anton Hinn 22 ára gamli Haukamaður Janus Daði Smárason verður væntanlega í stærra hlutverki á HM en margir bjuggust við. Hann nýtti tækifæri sín mjög vel í undirbúningsleikjunum og þar sem Aron Pálmarsson spilar ekki mun mínútum Janusar klárlega fjölga. „Maður þekkir þessa landsliðsrútínu nokkurn veginn eftir að hafa verið í yngri landsliðunum. Hótel og æfingar en þetta er auðvitað af allt öðru kaliberi hérna og það er frábært að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Janus Daði yfirvegaður er blaðamaður settist niður með honum í gær. Það er ekki að sjá á honum neitt stress. Hann kemur vel fyrir og virðist alls ekki vera á leið á sitt fyrsta stórmót með A-landsliðinu. „Mér var hent inn á eftir tíu mínútur í fyrsta leik í Danmörku og hef spilað mikið síðan þá. Maður er bara í núinu og mér líður ekkert öðruvísi en áður. Ég hélt ég færi á meira flug en er frekar rólegur. Ég er að vonast eftir því að fara í spennufall eftir mót og ég nái að njóta mín hérna. Mér líður rosalega vel. Þetta er eitthvað sem maður hefur stefnt að og verið að undirbúa sig fyrir. Nú er bara að sýna að maður eigi heima hérna. Annars er enginn tilgangur með því að standa í þessu.“ Frammistaða Janusar Daða í Danmörku kom mörgum þægilega á óvart. Hann virtist vera meira tilbúinn en búist var við og sérstakt að sjá leikmann í Olís-deildinni vera bestan í landsleik. „Ég held að ég gefi frá mér orku á vellinum. Það hefur oft verið mín sterka hlið. Það þýðir ekkert að koma inn í svona verkefni með einhverju hálfkáki. Sérstaklega þar sem margir hafa líkamlega yfirburði gegn mér. Þá verð ég að koma með eitthvað annað. Ég get komið með ferskleika. Er liðugur og passlega snöggur. Ég hef þráð þetta lengi og því reyni ég að sjálfsögðu að nýta tækifærið í botn,“ segir Janus Daði en hann er klár í að taka meiri ábyrgð þar sem Aron er farinn heim. „Það er hrikalega vont að missa Aron en þá tökum við á því og neglum þetta. Ég og fleiri fáum örlítið stærra hlutverk og við verðum að þjappa okkur saman. Oft þegar besti maðurinn fær rautt spjald þá þjappa hinir sér saman og kemur aukaorka í liðið. Mér finnst ég vera tilbúinn og svo verður að koma í ljós hvort ég höndla þetta. Á mínum stutta ferli hef ég venjulega verið í stóru hlutverki í mínum liðum og axlað mikla ábyrgð. Ég virðist nærast vel í slíku umhverfi og ég vil líka vera í þannig umhverfi.“ Eftir tímabilið heldur Janus Daði utan en hann hefur samið við topplið dönsku úrvalsdeildarinnar, Álaborg. Janus Daði þekkir vel til þar í landi eftir að hafa alist þar upp í fimm ár frá þriggja ára aldri. Hann fór svo til Árósa og spilaði með unglingaliði félagsins áður en hann kom í Hauka. „Mér líst hrikalega vel á þetta og ég vildi fara til Danmerkur. Þetta er frábær lending fyrir mig. Ég kann tungumálið og svo eru þrír Íslendingar þarna fyrir. Þetta er lið í toppnum í Danmörku og ætlar sér stóra hluti. Ég held ég geti haldið áfram að taka framförum þarna. Það gengur vel hjá mér þessa dagana og ég verð að nýta meðbyrinn,“ segir þessi klóki leikmaður en hann samdi til þriggja ára við Álaborg. „Vonandi verð ég þá orðinn nógu góður í eitthvað enn stærra. Það er alltaf hægt að láta sig dreyma og auðvitað langar mig einn daginn að spila í Meistaradeildinni og svona. Núna er ég á HM og það er leikur fram undan sem á alla mína athygli. Við höfum engu að tapa og ætlum að mæta beittir og grimmir. Við höfum bullandi trú á okkur og gætum allt eins komið á óvart.“ HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
Hinn 22 ára gamli Haukamaður Janus Daði Smárason verður væntanlega í stærra hlutverki á HM en margir bjuggust við. Hann nýtti tækifæri sín mjög vel í undirbúningsleikjunum og þar sem Aron Pálmarsson spilar ekki mun mínútum Janusar klárlega fjölga. „Maður þekkir þessa landsliðsrútínu nokkurn veginn eftir að hafa verið í yngri landsliðunum. Hótel og æfingar en þetta er auðvitað af allt öðru kaliberi hérna og það er frábært að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Janus Daði yfirvegaður er blaðamaður settist niður með honum í gær. Það er ekki að sjá á honum neitt stress. Hann kemur vel fyrir og virðist alls ekki vera á leið á sitt fyrsta stórmót með A-landsliðinu. „Mér var hent inn á eftir tíu mínútur í fyrsta leik í Danmörku og hef spilað mikið síðan þá. Maður er bara í núinu og mér líður ekkert öðruvísi en áður. Ég hélt ég færi á meira flug en er frekar rólegur. Ég er að vonast eftir því að fara í spennufall eftir mót og ég nái að njóta mín hérna. Mér líður rosalega vel. Þetta er eitthvað sem maður hefur stefnt að og verið að undirbúa sig fyrir. Nú er bara að sýna að maður eigi heima hérna. Annars er enginn tilgangur með því að standa í þessu.“ Frammistaða Janusar Daða í Danmörku kom mörgum þægilega á óvart. Hann virtist vera meira tilbúinn en búist var við og sérstakt að sjá leikmann í Olís-deildinni vera bestan í landsleik. „Ég held að ég gefi frá mér orku á vellinum. Það hefur oft verið mín sterka hlið. Það þýðir ekkert að koma inn í svona verkefni með einhverju hálfkáki. Sérstaklega þar sem margir hafa líkamlega yfirburði gegn mér. Þá verð ég að koma með eitthvað annað. Ég get komið með ferskleika. Er liðugur og passlega snöggur. Ég hef þráð þetta lengi og því reyni ég að sjálfsögðu að nýta tækifærið í botn,“ segir Janus Daði en hann er klár í að taka meiri ábyrgð þar sem Aron er farinn heim. „Það er hrikalega vont að missa Aron en þá tökum við á því og neglum þetta. Ég og fleiri fáum örlítið stærra hlutverk og við verðum að þjappa okkur saman. Oft þegar besti maðurinn fær rautt spjald þá þjappa hinir sér saman og kemur aukaorka í liðið. Mér finnst ég vera tilbúinn og svo verður að koma í ljós hvort ég höndla þetta. Á mínum stutta ferli hef ég venjulega verið í stóru hlutverki í mínum liðum og axlað mikla ábyrgð. Ég virðist nærast vel í slíku umhverfi og ég vil líka vera í þannig umhverfi.“ Eftir tímabilið heldur Janus Daði utan en hann hefur samið við topplið dönsku úrvalsdeildarinnar, Álaborg. Janus Daði þekkir vel til þar í landi eftir að hafa alist þar upp í fimm ár frá þriggja ára aldri. Hann fór svo til Árósa og spilaði með unglingaliði félagsins áður en hann kom í Hauka. „Mér líst hrikalega vel á þetta og ég vildi fara til Danmerkur. Þetta er frábær lending fyrir mig. Ég kann tungumálið og svo eru þrír Íslendingar þarna fyrir. Þetta er lið í toppnum í Danmörku og ætlar sér stóra hluti. Ég held ég geti haldið áfram að taka framförum þarna. Það gengur vel hjá mér þessa dagana og ég verð að nýta meðbyrinn,“ segir þessi klóki leikmaður en hann samdi til þriggja ára við Álaborg. „Vonandi verð ég þá orðinn nógu góður í eitthvað enn stærra. Það er alltaf hægt að láta sig dreyma og auðvitað langar mig einn daginn að spila í Meistaradeildinni og svona. Núna er ég á HM og það er leikur fram undan sem á alla mína athygli. Við höfum engu að tapa og ætlum að mæta beittir og grimmir. Við höfum bullandi trú á okkur og gætum allt eins komið á óvart.“
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira