HM-pistill: Hvaða lag mun drengjakór Geirs syngja? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 07:00 Kristianstad-þrenningin, Arnar Freyr Arnarsson, Ólafur Guðmundsson og Gunnar Steinn Jónsson, verða í stóru hlutverki á HM. vísir/hanna Það er ótrúlega áhugavert heimsmeistaramót fram undan hjá strákunum okkar. Það er svo mikið af ungum mönnum í Metz núna að þetta eru eiginlega bara drengir. Því er vel við hæfi að tala um drengjakór Geirs eins og Gaupi byrjaði á svo skemmtilega. Að Aron Pálmarsson spili ekki með liðinu gjörbreytir auðvitað stöðunni. Hvaða landslið sem er myndi sakna slíks heimsklassaleikmanns. Aron hefur verið maðurinn sem dregur vagninn. Gefur sendingarnar sem þarf og skýtur á markið þegar allt er undir. Nú þurfa aðrir menn að axla þá ábyrgð og ég er hrikalega spenntur að sjá hvernig drengjakórnum mun farnast í því verkefni. Ólafur Andrés Guðmundsson og Rúnar Kárason verða á meðal þeirra sem þurfa að axla mikla ábyrgð og taka skotin þegar allt er undir eða þegar liðið vantar sárlega kraft. Þeir eru engir nýgræðingar þó að þeir séu í fyrsta skipti í alvöru ábyrgðarhlutverki. Nú er sviðið þeirra og tækifæri til að sýna að þeir geti þetta og hafi átt fleiri tækifæri skilin á undanförnum árum. Svo eru það yngstu guttarnir sem hafa mikla hæfileika. Janus Daði er enn í Olís-deildinni en virðist ekki óttast neitt. Ómar Ingi er stútfullur af hæfileikum og Arnar Freyr er framtíð landsliðsins á línunni og í vörninni. Þegar komið er að tímamótum eins og landsliðið stendur á er ég á því að það eigi að leyfa framtíðinni að spila. Hlaupa af sér hornin og næla sér í ómetanlega reynslu sem er fjárfesting í framtíð landsliðsins. Það gladdi mig mikið að heyra Geir Sveinsson segja í gær að hann ætli sér að gera það. Hann mun nýta þetta mót til þess að leggja inn á framtíðarreikning strákanna okkar. Margir segja að það sé engin pressa á liðinu núna og það er að einhverju leyti rétt. Fólk almennt býst ekki við miklum árangri en það eru strákarnir sem setja pressu á sjálfa sig. Að standa sig vel. Þeir vilja sýna sig og sanna og gætu hæglega komið einhverjum á óvart í sumum leikja mótsins. Það er mjög erfitt að spá í hversu langt liðið fer. Það verður á brattann að sækja og ekki síst í kvöld er liðið mætir firnasterku liði Spánverja. Þó að liðið tapi þeim leik þá vill maður sjá jákvæða hluti. Hluti sem hægt verður að vinna með í komandi leikjum. Geir hefur verið með stífar söngæfingar fyrir drengjakórinn sinn síðustu daga en það er ekki fyrr en á hólminn er komið sem við komumst að því hvort lagið sé rammfalskt eða gullfallega sungið. Ég í það minnsta bíð mjög spenntur að sjá hvernig þessi tónleikaferð drengjakórsins endar. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
Það er ótrúlega áhugavert heimsmeistaramót fram undan hjá strákunum okkar. Það er svo mikið af ungum mönnum í Metz núna að þetta eru eiginlega bara drengir. Því er vel við hæfi að tala um drengjakór Geirs eins og Gaupi byrjaði á svo skemmtilega. Að Aron Pálmarsson spili ekki með liðinu gjörbreytir auðvitað stöðunni. Hvaða landslið sem er myndi sakna slíks heimsklassaleikmanns. Aron hefur verið maðurinn sem dregur vagninn. Gefur sendingarnar sem þarf og skýtur á markið þegar allt er undir. Nú þurfa aðrir menn að axla þá ábyrgð og ég er hrikalega spenntur að sjá hvernig drengjakórnum mun farnast í því verkefni. Ólafur Andrés Guðmundsson og Rúnar Kárason verða á meðal þeirra sem þurfa að axla mikla ábyrgð og taka skotin þegar allt er undir eða þegar liðið vantar sárlega kraft. Þeir eru engir nýgræðingar þó að þeir séu í fyrsta skipti í alvöru ábyrgðarhlutverki. Nú er sviðið þeirra og tækifæri til að sýna að þeir geti þetta og hafi átt fleiri tækifæri skilin á undanförnum árum. Svo eru það yngstu guttarnir sem hafa mikla hæfileika. Janus Daði er enn í Olís-deildinni en virðist ekki óttast neitt. Ómar Ingi er stútfullur af hæfileikum og Arnar Freyr er framtíð landsliðsins á línunni og í vörninni. Þegar komið er að tímamótum eins og landsliðið stendur á er ég á því að það eigi að leyfa framtíðinni að spila. Hlaupa af sér hornin og næla sér í ómetanlega reynslu sem er fjárfesting í framtíð landsliðsins. Það gladdi mig mikið að heyra Geir Sveinsson segja í gær að hann ætli sér að gera það. Hann mun nýta þetta mót til þess að leggja inn á framtíðarreikning strákanna okkar. Margir segja að það sé engin pressa á liðinu núna og það er að einhverju leyti rétt. Fólk almennt býst ekki við miklum árangri en það eru strákarnir sem setja pressu á sjálfa sig. Að standa sig vel. Þeir vilja sýna sig og sanna og gætu hæglega komið einhverjum á óvart í sumum leikja mótsins. Það er mjög erfitt að spá í hversu langt liðið fer. Það verður á brattann að sækja og ekki síst í kvöld er liðið mætir firnasterku liði Spánverja. Þó að liðið tapi þeim leik þá vill maður sjá jákvæða hluti. Hluti sem hægt verður að vinna með í komandi leikjum. Geir hefur verið með stífar söngæfingar fyrir drengjakórinn sinn síðustu daga en það er ekki fyrr en á hólminn er komið sem við komumst að því hvort lagið sé rammfalskt eða gullfallega sungið. Ég í það minnsta bíð mjög spenntur að sjá hvernig þessi tónleikaferð drengjakórsins endar.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira