Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 21:00 Ólafur Guðmundsson reynir skot að marki Spánar. vísir/afp Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og hefði að ósekju mátt leiða með meira en tveimur mörkum í hálfleik, 10-12. Björgvin Páll Gústavsson var hreint magnaður í íslenska markinu og varði 13 skot í fyrri hálfleik, eða 57% þeirra skota sem hann fékk á sig. Sóknarleikur Íslands var ágætur í fyrri hálfleik en slakur í þeim seinni. Íslensku strákarnir hættu að horfa á markið, höfðu engar lausnir og Spánverjar gengu á lagið. Spænska liðið breytti stöðunni úr 13-15 í 19-15 og eftir það var róðurinn þungur fyrir Íslendinga. Á endanum munaði sex mörkum á liðunum, 27-21.Frábær fyrri hálfleikur Frammistaðan í fyrri hálfleik var sú besta sem íslenska liðið hefur sýnt í lengri tíma. Íslendingar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins og voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Íslenska vörnin var gríðarlega öflug og réði við flest sem Spánverjarnir buðu upp á. Það var helst línumaðurinn tröllvaxni Julen Aguinagalde sem olli íslensku vörninni vandræðum en hann var erfiður viðureignar að vanda. Maður fyrri hálfleiksins var hins vegar Björgvin Páll sem tók 13 bolta, þar af þrjú víti. Þá skoraði Björgvin Páll eitt mark með skoti yfir endilangan völlinn. Rúnar Kárason kom Íslandi í 7-11 þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Spánn skoraði hins vegar þrjú af síðustu fjórum mörkum fyrri hálfleiks og því var staðan 10-12 í hálfleik.Ekkert mark í níu mínútur Íslendingar byrjuðu seinni hálfleikinn af fínum krafti og Arnór Þór Gunnarsson kom íslenska liðinu tveimur mörkum yfir, 13-15, þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. En þá fór allt til fjandans, brottvísanir fóru illa með íslenska liðið og Spánverjar þéttu vörnina til muna. Spænska liðið gekk á lagið og raðaði inn mörkum án þess að Íslendingar fengju rönd við reist. Áræðnin hvarf úr sóknarleik Íslands og menn urðu ragir. Ísland skoraði ekki í níu mínútur og loksins þegar liðið rankaði aðeins við sér var munurinn orðinn of mikill. Spánverjar tóku sér drjúgan tíma í allar sínar aðgerðir undir lokin og sigldu sigrinum í örugga höfn. Lokatölur 27-21, Íslandi í vil. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk. Arnar Freyr Arnarsson spilaði skínandi vel og skoraði fjögur mörk af línunni í sínum fyrsta leik á stórmóti. Björgvin Páll varði 19 skot í leiknum (41%). Næsti leikur Íslands er gegn Slóveníu á laugardaginn. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og hefði að ósekju mátt leiða með meira en tveimur mörkum í hálfleik, 10-12. Björgvin Páll Gústavsson var hreint magnaður í íslenska markinu og varði 13 skot í fyrri hálfleik, eða 57% þeirra skota sem hann fékk á sig. Sóknarleikur Íslands var ágætur í fyrri hálfleik en slakur í þeim seinni. Íslensku strákarnir hættu að horfa á markið, höfðu engar lausnir og Spánverjar gengu á lagið. Spænska liðið breytti stöðunni úr 13-15 í 19-15 og eftir það var róðurinn þungur fyrir Íslendinga. Á endanum munaði sex mörkum á liðunum, 27-21.Frábær fyrri hálfleikur Frammistaðan í fyrri hálfleik var sú besta sem íslenska liðið hefur sýnt í lengri tíma. Íslendingar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins og voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Íslenska vörnin var gríðarlega öflug og réði við flest sem Spánverjarnir buðu upp á. Það var helst línumaðurinn tröllvaxni Julen Aguinagalde sem olli íslensku vörninni vandræðum en hann var erfiður viðureignar að vanda. Maður fyrri hálfleiksins var hins vegar Björgvin Páll sem tók 13 bolta, þar af þrjú víti. Þá skoraði Björgvin Páll eitt mark með skoti yfir endilangan völlinn. Rúnar Kárason kom Íslandi í 7-11 þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Spánn skoraði hins vegar þrjú af síðustu fjórum mörkum fyrri hálfleiks og því var staðan 10-12 í hálfleik.Ekkert mark í níu mínútur Íslendingar byrjuðu seinni hálfleikinn af fínum krafti og Arnór Þór Gunnarsson kom íslenska liðinu tveimur mörkum yfir, 13-15, þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. En þá fór allt til fjandans, brottvísanir fóru illa með íslenska liðið og Spánverjar þéttu vörnina til muna. Spænska liðið gekk á lagið og raðaði inn mörkum án þess að Íslendingar fengju rönd við reist. Áræðnin hvarf úr sóknarleik Íslands og menn urðu ragir. Ísland skoraði ekki í níu mínútur og loksins þegar liðið rankaði aðeins við sér var munurinn orðinn of mikill. Spánverjar tóku sér drjúgan tíma í allar sínar aðgerðir undir lokin og sigldu sigrinum í örugga höfn. Lokatölur 27-21, Íslandi í vil. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk. Arnar Freyr Arnarsson spilaði skínandi vel og skoraði fjögur mörk af línunni í sínum fyrsta leik á stórmóti. Björgvin Páll varði 19 skot í leiknum (41%). Næsti leikur Íslands er gegn Slóveníu á laugardaginn.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira