Glittir í framkvæmdir við Landmannalaugar Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 13. janúar 2017 07:00 Þjónustuhúsið verður um 200 fm og inniheldur aðstöðu sem tengist manngerðri laug og þjónar tjaldsvæðinu. Þar verður fatageymsla, sturtur og þurrksvæði og snyrtingum. Myndir/Landmótun og VA arkitektar Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við Landmannalaugar í maí með því að gera bílastæði fyrir sjö rútur og 75 bíla við Námakvísl. Einnig á að gera þjónustuhús fyrir laugargesti og aðstöðu landvarðar og nestisaðstöðu verður umbylt. Fleiri framkvæmdir eru fyrirhugaðar, meðal annars göngustígur að laugarsvæðinu, skýli og aðstaða við laugina verður byggt og gert verður tjaldsvæði og húsbílastæði norðan Námahrauns. Deiliskipulag fyrir Landmannalaugar var kynnt í sveitarstjórn Rangarþings ytra á mánudag. Skipulagið er byggt á vinningstillögu um svæðið sem Landmótun og VA-Arkitektar unnu árið 2014. Svæðið er á rauða lista Umhverfisstofnunar og er hratt að drabbast niður en samkvæmt nýjustu tölum frá 2012 komu um 70 þúsund ferðamenn þangað. Síðan hefur ferðamönnum fjölgað gríðarlega.Mynd/ Landmótun og VA arkitektar„Við erum að vona að þetta sé upphafið að því að það verði þarna breytingar til batnaðar,“ segir Þorgils Torfi Jónsson, oddviti í Rangárþingi ytra. „Það er ekki vanþörf á, því svæðið er á rauða lista Umhverfisstofnunar og við megum ekki vera mikið seinni,“ bætir hann við. Landmannalaugar tilheyra friðlandi að Fjallabaki sem var friðlýst árið 1979 og er það í umsjón Umhverfisstofnunar. Það er einnig þjóðlenda þó að Rangárþing ytra eigi þar ákveðin réttindi. Tilgangur með gerð deiliskipulagsins er að draga úr álagi af völdum ferðamanna en að sama skapi bæta þjónustu við ferðamenn á svæðinu. Markmiðið er að styrkja ímyndina og raska sem minnst náttúru og lífríki svæðisins. Byggingarefni verða sótt í innlenda framleiðslu eins og kostur er.Mynd/Landmótun og VA arkitektar„Það er búið að gera svolítið í göngustígum og öðru á svæðinu og stefnan er að gera meira í sumar til að reyna að endurheimta svæðið af rauða listanum. Til þess að það sé hægt verða að koma inn peningar frá ríkinu. Lítil sveitarfélög ráða ekkert við þetta. Þarna gæti komið einhver gjaldheimta því menn eru að hugsa að svæðið gæti orðið sjálfbært með tíð og tíma,“ segir Þorgils. Aðspurður hvort kostnaðurinn lendi á sveitarfélaginu segir hann ekki svo vera. Ríkið beri kostnaðinn af uppbyggingunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við Landmannalaugar í maí með því að gera bílastæði fyrir sjö rútur og 75 bíla við Námakvísl. Einnig á að gera þjónustuhús fyrir laugargesti og aðstöðu landvarðar og nestisaðstöðu verður umbylt. Fleiri framkvæmdir eru fyrirhugaðar, meðal annars göngustígur að laugarsvæðinu, skýli og aðstaða við laugina verður byggt og gert verður tjaldsvæði og húsbílastæði norðan Námahrauns. Deiliskipulag fyrir Landmannalaugar var kynnt í sveitarstjórn Rangarþings ytra á mánudag. Skipulagið er byggt á vinningstillögu um svæðið sem Landmótun og VA-Arkitektar unnu árið 2014. Svæðið er á rauða lista Umhverfisstofnunar og er hratt að drabbast niður en samkvæmt nýjustu tölum frá 2012 komu um 70 þúsund ferðamenn þangað. Síðan hefur ferðamönnum fjölgað gríðarlega.Mynd/ Landmótun og VA arkitektar„Við erum að vona að þetta sé upphafið að því að það verði þarna breytingar til batnaðar,“ segir Þorgils Torfi Jónsson, oddviti í Rangárþingi ytra. „Það er ekki vanþörf á, því svæðið er á rauða lista Umhverfisstofnunar og við megum ekki vera mikið seinni,“ bætir hann við. Landmannalaugar tilheyra friðlandi að Fjallabaki sem var friðlýst árið 1979 og er það í umsjón Umhverfisstofnunar. Það er einnig þjóðlenda þó að Rangárþing ytra eigi þar ákveðin réttindi. Tilgangur með gerð deiliskipulagsins er að draga úr álagi af völdum ferðamanna en að sama skapi bæta þjónustu við ferðamenn á svæðinu. Markmiðið er að styrkja ímyndina og raska sem minnst náttúru og lífríki svæðisins. Byggingarefni verða sótt í innlenda framleiðslu eins og kostur er.Mynd/Landmótun og VA arkitektar„Það er búið að gera svolítið í göngustígum og öðru á svæðinu og stefnan er að gera meira í sumar til að reyna að endurheimta svæðið af rauða listanum. Til þess að það sé hægt verða að koma inn peningar frá ríkinu. Lítil sveitarfélög ráða ekkert við þetta. Þarna gæti komið einhver gjaldheimta því menn eru að hugsa að svæðið gæti orðið sjálfbært með tíð og tíma,“ segir Þorgils. Aðspurður hvort kostnaðurinn lendi á sveitarfélaginu segir hann ekki svo vera. Ríkið beri kostnaðinn af uppbyggingunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira