Glittir í framkvæmdir við Landmannalaugar Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 13. janúar 2017 07:00 Þjónustuhúsið verður um 200 fm og inniheldur aðstöðu sem tengist manngerðri laug og þjónar tjaldsvæðinu. Þar verður fatageymsla, sturtur og þurrksvæði og snyrtingum. Myndir/Landmótun og VA arkitektar Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við Landmannalaugar í maí með því að gera bílastæði fyrir sjö rútur og 75 bíla við Námakvísl. Einnig á að gera þjónustuhús fyrir laugargesti og aðstöðu landvarðar og nestisaðstöðu verður umbylt. Fleiri framkvæmdir eru fyrirhugaðar, meðal annars göngustígur að laugarsvæðinu, skýli og aðstaða við laugina verður byggt og gert verður tjaldsvæði og húsbílastæði norðan Námahrauns. Deiliskipulag fyrir Landmannalaugar var kynnt í sveitarstjórn Rangarþings ytra á mánudag. Skipulagið er byggt á vinningstillögu um svæðið sem Landmótun og VA-Arkitektar unnu árið 2014. Svæðið er á rauða lista Umhverfisstofnunar og er hratt að drabbast niður en samkvæmt nýjustu tölum frá 2012 komu um 70 þúsund ferðamenn þangað. Síðan hefur ferðamönnum fjölgað gríðarlega.Mynd/ Landmótun og VA arkitektar„Við erum að vona að þetta sé upphafið að því að það verði þarna breytingar til batnaðar,“ segir Þorgils Torfi Jónsson, oddviti í Rangárþingi ytra. „Það er ekki vanþörf á, því svæðið er á rauða lista Umhverfisstofnunar og við megum ekki vera mikið seinni,“ bætir hann við. Landmannalaugar tilheyra friðlandi að Fjallabaki sem var friðlýst árið 1979 og er það í umsjón Umhverfisstofnunar. Það er einnig þjóðlenda þó að Rangárþing ytra eigi þar ákveðin réttindi. Tilgangur með gerð deiliskipulagsins er að draga úr álagi af völdum ferðamanna en að sama skapi bæta þjónustu við ferðamenn á svæðinu. Markmiðið er að styrkja ímyndina og raska sem minnst náttúru og lífríki svæðisins. Byggingarefni verða sótt í innlenda framleiðslu eins og kostur er.Mynd/Landmótun og VA arkitektar„Það er búið að gera svolítið í göngustígum og öðru á svæðinu og stefnan er að gera meira í sumar til að reyna að endurheimta svæðið af rauða listanum. Til þess að það sé hægt verða að koma inn peningar frá ríkinu. Lítil sveitarfélög ráða ekkert við þetta. Þarna gæti komið einhver gjaldheimta því menn eru að hugsa að svæðið gæti orðið sjálfbært með tíð og tíma,“ segir Þorgils. Aðspurður hvort kostnaðurinn lendi á sveitarfélaginu segir hann ekki svo vera. Ríkið beri kostnaðinn af uppbyggingunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við Landmannalaugar í maí með því að gera bílastæði fyrir sjö rútur og 75 bíla við Námakvísl. Einnig á að gera þjónustuhús fyrir laugargesti og aðstöðu landvarðar og nestisaðstöðu verður umbylt. Fleiri framkvæmdir eru fyrirhugaðar, meðal annars göngustígur að laugarsvæðinu, skýli og aðstaða við laugina verður byggt og gert verður tjaldsvæði og húsbílastæði norðan Námahrauns. Deiliskipulag fyrir Landmannalaugar var kynnt í sveitarstjórn Rangarþings ytra á mánudag. Skipulagið er byggt á vinningstillögu um svæðið sem Landmótun og VA-Arkitektar unnu árið 2014. Svæðið er á rauða lista Umhverfisstofnunar og er hratt að drabbast niður en samkvæmt nýjustu tölum frá 2012 komu um 70 þúsund ferðamenn þangað. Síðan hefur ferðamönnum fjölgað gríðarlega.Mynd/ Landmótun og VA arkitektar„Við erum að vona að þetta sé upphafið að því að það verði þarna breytingar til batnaðar,“ segir Þorgils Torfi Jónsson, oddviti í Rangárþingi ytra. „Það er ekki vanþörf á, því svæðið er á rauða lista Umhverfisstofnunar og við megum ekki vera mikið seinni,“ bætir hann við. Landmannalaugar tilheyra friðlandi að Fjallabaki sem var friðlýst árið 1979 og er það í umsjón Umhverfisstofnunar. Það er einnig þjóðlenda þó að Rangárþing ytra eigi þar ákveðin réttindi. Tilgangur með gerð deiliskipulagsins er að draga úr álagi af völdum ferðamanna en að sama skapi bæta þjónustu við ferðamenn á svæðinu. Markmiðið er að styrkja ímyndina og raska sem minnst náttúru og lífríki svæðisins. Byggingarefni verða sótt í innlenda framleiðslu eins og kostur er.Mynd/Landmótun og VA arkitektar„Það er búið að gera svolítið í göngustígum og öðru á svæðinu og stefnan er að gera meira í sumar til að reyna að endurheimta svæðið af rauða listanum. Til þess að það sé hægt verða að koma inn peningar frá ríkinu. Lítil sveitarfélög ráða ekkert við þetta. Þarna gæti komið einhver gjaldheimta því menn eru að hugsa að svæðið gæti orðið sjálfbært með tíð og tíma,“ segir Þorgils. Aðspurður hvort kostnaðurinn lendi á sveitarfélaginu segir hann ekki svo vera. Ríkið beri kostnaðinn af uppbyggingunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira