Glittir í framkvæmdir við Landmannalaugar Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 13. janúar 2017 07:00 Þjónustuhúsið verður um 200 fm og inniheldur aðstöðu sem tengist manngerðri laug og þjónar tjaldsvæðinu. Þar verður fatageymsla, sturtur og þurrksvæði og snyrtingum. Myndir/Landmótun og VA arkitektar Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við Landmannalaugar í maí með því að gera bílastæði fyrir sjö rútur og 75 bíla við Námakvísl. Einnig á að gera þjónustuhús fyrir laugargesti og aðstöðu landvarðar og nestisaðstöðu verður umbylt. Fleiri framkvæmdir eru fyrirhugaðar, meðal annars göngustígur að laugarsvæðinu, skýli og aðstaða við laugina verður byggt og gert verður tjaldsvæði og húsbílastæði norðan Námahrauns. Deiliskipulag fyrir Landmannalaugar var kynnt í sveitarstjórn Rangarþings ytra á mánudag. Skipulagið er byggt á vinningstillögu um svæðið sem Landmótun og VA-Arkitektar unnu árið 2014. Svæðið er á rauða lista Umhverfisstofnunar og er hratt að drabbast niður en samkvæmt nýjustu tölum frá 2012 komu um 70 þúsund ferðamenn þangað. Síðan hefur ferðamönnum fjölgað gríðarlega.Mynd/ Landmótun og VA arkitektar„Við erum að vona að þetta sé upphafið að því að það verði þarna breytingar til batnaðar,“ segir Þorgils Torfi Jónsson, oddviti í Rangárþingi ytra. „Það er ekki vanþörf á, því svæðið er á rauða lista Umhverfisstofnunar og við megum ekki vera mikið seinni,“ bætir hann við. Landmannalaugar tilheyra friðlandi að Fjallabaki sem var friðlýst árið 1979 og er það í umsjón Umhverfisstofnunar. Það er einnig þjóðlenda þó að Rangárþing ytra eigi þar ákveðin réttindi. Tilgangur með gerð deiliskipulagsins er að draga úr álagi af völdum ferðamanna en að sama skapi bæta þjónustu við ferðamenn á svæðinu. Markmiðið er að styrkja ímyndina og raska sem minnst náttúru og lífríki svæðisins. Byggingarefni verða sótt í innlenda framleiðslu eins og kostur er.Mynd/Landmótun og VA arkitektar„Það er búið að gera svolítið í göngustígum og öðru á svæðinu og stefnan er að gera meira í sumar til að reyna að endurheimta svæðið af rauða listanum. Til þess að það sé hægt verða að koma inn peningar frá ríkinu. Lítil sveitarfélög ráða ekkert við þetta. Þarna gæti komið einhver gjaldheimta því menn eru að hugsa að svæðið gæti orðið sjálfbært með tíð og tíma,“ segir Þorgils. Aðspurður hvort kostnaðurinn lendi á sveitarfélaginu segir hann ekki svo vera. Ríkið beri kostnaðinn af uppbyggingunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við Landmannalaugar í maí með því að gera bílastæði fyrir sjö rútur og 75 bíla við Námakvísl. Einnig á að gera þjónustuhús fyrir laugargesti og aðstöðu landvarðar og nestisaðstöðu verður umbylt. Fleiri framkvæmdir eru fyrirhugaðar, meðal annars göngustígur að laugarsvæðinu, skýli og aðstaða við laugina verður byggt og gert verður tjaldsvæði og húsbílastæði norðan Námahrauns. Deiliskipulag fyrir Landmannalaugar var kynnt í sveitarstjórn Rangarþings ytra á mánudag. Skipulagið er byggt á vinningstillögu um svæðið sem Landmótun og VA-Arkitektar unnu árið 2014. Svæðið er á rauða lista Umhverfisstofnunar og er hratt að drabbast niður en samkvæmt nýjustu tölum frá 2012 komu um 70 þúsund ferðamenn þangað. Síðan hefur ferðamönnum fjölgað gríðarlega.Mynd/ Landmótun og VA arkitektar„Við erum að vona að þetta sé upphafið að því að það verði þarna breytingar til batnaðar,“ segir Þorgils Torfi Jónsson, oddviti í Rangárþingi ytra. „Það er ekki vanþörf á, því svæðið er á rauða lista Umhverfisstofnunar og við megum ekki vera mikið seinni,“ bætir hann við. Landmannalaugar tilheyra friðlandi að Fjallabaki sem var friðlýst árið 1979 og er það í umsjón Umhverfisstofnunar. Það er einnig þjóðlenda þó að Rangárþing ytra eigi þar ákveðin réttindi. Tilgangur með gerð deiliskipulagsins er að draga úr álagi af völdum ferðamanna en að sama skapi bæta þjónustu við ferðamenn á svæðinu. Markmiðið er að styrkja ímyndina og raska sem minnst náttúru og lífríki svæðisins. Byggingarefni verða sótt í innlenda framleiðslu eins og kostur er.Mynd/Landmótun og VA arkitektar„Það er búið að gera svolítið í göngustígum og öðru á svæðinu og stefnan er að gera meira í sumar til að reyna að endurheimta svæðið af rauða listanum. Til þess að það sé hægt verða að koma inn peningar frá ríkinu. Lítil sveitarfélög ráða ekkert við þetta. Þarna gæti komið einhver gjaldheimta því menn eru að hugsa að svæðið gæti orðið sjálfbært með tíð og tíma,“ segir Þorgils. Aðspurður hvort kostnaðurinn lendi á sveitarfélaginu segir hann ekki svo vera. Ríkið beri kostnaðinn af uppbyggingunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira