Norðmenn fara vel af stað á HM í Frakklandi en í kvöld unnu þeir tveggja marka sigur, 20-22, á Pólverjum.
Noregur er því með tvö stig í A-riðli, líkt og Frakkland og Rússland.
Eins og tölurnar gefa til kynna var varnarleikurinn í fyrirrúmi í leiknum í kvöld.
Þrátt fyrir að skora aðeins 20 mörk voru Pólverjar með 61% skotnýtingu. Sautján tapaðir boltar reyndust þeim hins vegar dýrir.
Staðan var jöfn í hálfleik, 10-10, og þegar 10 mínútur voru eftir var enn jafnt, 20-20. Norðmenn skelltu svo í lás í vörninni á lokakaflanum og Kristian Björnsen kláraði leikinn með því að skora tvö síðustu mörkin. Lokatölur 20-22, Noregi í vil.
Espen Lie Hansen skoraði sex mörk í norska liðinu og Björnsen fimm. Michal Daszek skoraði sjö mörk fyrir Pólland.
Norðmenn héldu hreinu síðustu 10 mínúturnar og lönduðu dýrmætum sigri
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn



Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti

Juventus-parið hætt saman
Fótbolti

Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn


„Þetta var hið fullkomna kvöld“
Fótbolti
