Amma var mikið í að hræða mig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. janúar 2017 09:30 Þó margir þekki sögurnar þá gef ég mér pínu skáldaleyfi þegar ég tengi þær saman segir Geir Konráð. Mynd/Thedór Kristinn Þórðarson Ég er alinn upp við að segja sögur og láta segja mér sögur. Amma var mikið í því að hræða mig, tók út úr sér tennurnar og kallaði sig ömmu skessu. Ég tek ekki út úr mér tennur en vil koma áhrifunum sem ég upplifði til skila,“ segir Geir Konráð Theódórsson sem hefur búið til sýningu upp úr íslenskum þjóðsögum og frumsýnir hana í Landnámssetrinu í Borgarnesi í kvöld. Hann kveðst hafa æft sig með því að hræða skáta. „Sem sögumaður held ég að ég hafi mest lært á að vera skátaforingi og segja krökkum sögur í útilegum. En ég hef líka verið í áhugaleikhúsum, bæði í MA og Leikfélagi Borgarfjarðar sem varð 100 ára á síðasta ári, fjölskylda mín hefur verið þátttakandi þar allan tímann.“ Sýningin hans Geirs er líka fjölskylduframleiðsla því faðir hans er leikstjóri og litli bróðir sýningarstjóri. Geir segir það bæði blessun og bölvun. „Það er ofboðslega gott að hafa þá þarna en pínulítið þreytandi að hafa fjölskyldugrínið á móti sér. Kostirnir eru þó fleiri en gallarnir.“ Sögurnar sem Geir segir eru af Sæmundi fróða, Galdra-Lofti og Hellismannasögur úr Surtshelli. „Ég valdi þessar sögur af því að mér fannst þær smella ágætlega saman, þær bera allar galdraþema í sér. Flestir kannast við fyrstu tvær og mér fannst tilvalið að enda á Hellismannasögum því þá endar sýningin á klettunum þar sem Landnámssetrið er. Ólíkt mörgum þjóðsögum Evrópu sem Disney er búið að breyta, þá enda þessar frekar illa. Það er ekki búið að gera þær krúttlegar. Sögurnar sem mér voru sagðar voru heldur ekki til þess fallnar að koma litlum dreng í svefn.“ Við búningagerðina naut Geir aðstoðar víkingafélagsins Hringhorna á Akranesi. „Ég bjóst við að þegar maður gengi í víkingafélag fælist það í að drekka mjöð og slást með sverði en ég eyddi fyrstu þremur vikunum í saumaskap og með hjálp frá félögunum gerði ég búninginn frá grunni, en beltið er úr hrosshársreipi eftir langafa minn í Borgarnesi.“ Hér er Geir sögumaður í gerfi sem hann útbjó sjálfur í samvinnu við aðra víkinga. Mynd/Marléne Nilsén LavenlayHann kveðst reyna að bregða sér í líki persónanna. Áður en hann fer með faðirvorið upp á djöfulinn að hætti Galdra-Lofts fannst honum þó vissara að vera búinn að tala við prestinn. „Þó margir þekki sögurnar þá gef ég mér pínu skáldaleyfi þegar ég tengi þær saman en má passa mig því þá lendi ég í íslensku besservisserunum. Sögurnar eru mjög karllægar en mig langaði að fá góðar kvenpersónur. Ég hafði íhugað að láta Sæmund fróða verða konu upp á jafnréttið en átta mig á að það er bara takmarkað sem má breyta í einu.“ Geir er búinn að flytja þetta verk á ensku í Landnámssetrinu í tæpt ár. „Nú er ég í raun kominn heilan hring því ég þýddi sögurnar upprunalega til að skemmta áhorfendum á ensku en svo var það Ragnar Kjartansson sem bað mig að skemmta nú líka Íslendingum.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. janúar Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ég er alinn upp við að segja sögur og láta segja mér sögur. Amma var mikið í því að hræða mig, tók út úr sér tennurnar og kallaði sig ömmu skessu. Ég tek ekki út úr mér tennur en vil koma áhrifunum sem ég upplifði til skila,“ segir Geir Konráð Theódórsson sem hefur búið til sýningu upp úr íslenskum þjóðsögum og frumsýnir hana í Landnámssetrinu í Borgarnesi í kvöld. Hann kveðst hafa æft sig með því að hræða skáta. „Sem sögumaður held ég að ég hafi mest lært á að vera skátaforingi og segja krökkum sögur í útilegum. En ég hef líka verið í áhugaleikhúsum, bæði í MA og Leikfélagi Borgarfjarðar sem varð 100 ára á síðasta ári, fjölskylda mín hefur verið þátttakandi þar allan tímann.“ Sýningin hans Geirs er líka fjölskylduframleiðsla því faðir hans er leikstjóri og litli bróðir sýningarstjóri. Geir segir það bæði blessun og bölvun. „Það er ofboðslega gott að hafa þá þarna en pínulítið þreytandi að hafa fjölskyldugrínið á móti sér. Kostirnir eru þó fleiri en gallarnir.“ Sögurnar sem Geir segir eru af Sæmundi fróða, Galdra-Lofti og Hellismannasögur úr Surtshelli. „Ég valdi þessar sögur af því að mér fannst þær smella ágætlega saman, þær bera allar galdraþema í sér. Flestir kannast við fyrstu tvær og mér fannst tilvalið að enda á Hellismannasögum því þá endar sýningin á klettunum þar sem Landnámssetrið er. Ólíkt mörgum þjóðsögum Evrópu sem Disney er búið að breyta, þá enda þessar frekar illa. Það er ekki búið að gera þær krúttlegar. Sögurnar sem mér voru sagðar voru heldur ekki til þess fallnar að koma litlum dreng í svefn.“ Við búningagerðina naut Geir aðstoðar víkingafélagsins Hringhorna á Akranesi. „Ég bjóst við að þegar maður gengi í víkingafélag fælist það í að drekka mjöð og slást með sverði en ég eyddi fyrstu þremur vikunum í saumaskap og með hjálp frá félögunum gerði ég búninginn frá grunni, en beltið er úr hrosshársreipi eftir langafa minn í Borgarnesi.“ Hér er Geir sögumaður í gerfi sem hann útbjó sjálfur í samvinnu við aðra víkinga. Mynd/Marléne Nilsén LavenlayHann kveðst reyna að bregða sér í líki persónanna. Áður en hann fer með faðirvorið upp á djöfulinn að hætti Galdra-Lofts fannst honum þó vissara að vera búinn að tala við prestinn. „Þó margir þekki sögurnar þá gef ég mér pínu skáldaleyfi þegar ég tengi þær saman en má passa mig því þá lendi ég í íslensku besservisserunum. Sögurnar eru mjög karllægar en mig langaði að fá góðar kvenpersónur. Ég hafði íhugað að láta Sæmund fróða verða konu upp á jafnréttið en átta mig á að það er bara takmarkað sem má breyta í einu.“ Geir er búinn að flytja þetta verk á ensku í Landnámssetrinu í tæpt ár. „Nú er ég í raun kominn heilan hring því ég þýddi sögurnar upprunalega til að skemmta áhorfendum á ensku en svo var það Ragnar Kjartansson sem bað mig að skemmta nú líka Íslendingum.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. janúar
Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira