Verðandi forseti Alþingis segir þingmenn Suðurkjördæmis þurfa að láta til sín taka á þingi Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2017 12:02 Unnur Brá Konráðsdóttir verðandi forseti Alþingis segir embættið alltaf vera krefjandi. Hún telji að fólk vilji meiri einingu í þinginu og að þingmenn vinni meira saman. Þá segist hún vona að þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði öflugir á þingi þar sem enginn ráðherra komi úr því kjördæmi. Þegar Alþingi kemur saman hinn 24. janúar næst komandi munu stjórnarflokkarnir leggja til að Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði kjörin forseti Alþingis. Leitun er orðin að þingmönnum með lengri reynslu en eitt kjörtímabil en um helmingur þingmanna nú hefur aldrei áður setið á Alþingi. Unnur Brá var fyrst kjörin á þing árið 2009 og hefur síðan þá verið ein af varaforsetum þingsins. Það leggst vel í hana að taka við embætti forseta Alþingis.Heldur þú í ljósi reynslunnar að það verði erfiðara að stjórna þinginu nú en áður þegar svo lítill munur er á fjölda þingmanna í stjórn og stjórnarandstöðu? „Ég held að embætti forseta sé alltaf krefjandi verkefni. Að sjálfsögðu verður spennandi að sjá hvernig okkur tekst til með þessa samsetningu á þinginu að vinna saman,“ segir Unnur Brá. Stjórnarflokkarnir hafa þrjátíu og tvo þingmenn og stjórnarandstaðan þrjátíu og einn. Allt frá hruni í október 2008 hefur reynt á þá sem stjórna þinginu og ríkisstjórnum hefur reynst erfitt að koma umdeildum málum í gegn. Því hafa verið uppi kröfur um breytt vinnubrögð. „Já, ég hef mikla trú á því að menn vilji ná meiri einingu í þinginu og að fólk vilji vinna betur saman. Ég mun reyna að láta gott af mér leiða í þá áttina,“ segir Unnur Brá. Hún geri ráð fyrir að farið verði yfir þingsköpin eins og gert sé á hverju einasta kjörtímabili. „Ég þarf bara að heyra í fólki með það þegar þar að kemur; hvort ástæða sé til að fara í einhverjar meiriháttar breytingar eða lagfæringar á þingsköpunum,“ segir forsetinn verðandi. Fjórir ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar koma úr Suðurvesturkjördæmi, kjördæmi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Aðrir fjórir koma úr Reykjavík, tveir úr Norðausturkjördæmi og einn úr Norðvesturkjördæmi. Suðurkjördæmi er því eina kjördæmið án ráðherra. Páll Magnússon fyrsti þingmaður kjördæmisins þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi í nýliðnum kosningum, hefur lýst mikilli óánægju með þá niðurstöðu. „Við í Suðurkjördæmi höfum auðvitað metnað fyrir því að vera með mann við ríkisstjórnarborðið. Það varð ekki niðurstaða formanns flokksins að þessu sinni. Við verðum þá einfaldlega að einhenda okkur í önnur verkefni og reyna að láta til okkar taka á öðrum sviðum. Það er þá þingið sem þar kemur til og ég vonast til að þingmenn úr Suðurkjördæmi verði öflugir í þinginu,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir. Alþingi Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir verðandi forseti Alþingis segir embættið alltaf vera krefjandi. Hún telji að fólk vilji meiri einingu í þinginu og að þingmenn vinni meira saman. Þá segist hún vona að þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði öflugir á þingi þar sem enginn ráðherra komi úr því kjördæmi. Þegar Alþingi kemur saman hinn 24. janúar næst komandi munu stjórnarflokkarnir leggja til að Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði kjörin forseti Alþingis. Leitun er orðin að þingmönnum með lengri reynslu en eitt kjörtímabil en um helmingur þingmanna nú hefur aldrei áður setið á Alþingi. Unnur Brá var fyrst kjörin á þing árið 2009 og hefur síðan þá verið ein af varaforsetum þingsins. Það leggst vel í hana að taka við embætti forseta Alþingis.Heldur þú í ljósi reynslunnar að það verði erfiðara að stjórna þinginu nú en áður þegar svo lítill munur er á fjölda þingmanna í stjórn og stjórnarandstöðu? „Ég held að embætti forseta sé alltaf krefjandi verkefni. Að sjálfsögðu verður spennandi að sjá hvernig okkur tekst til með þessa samsetningu á þinginu að vinna saman,“ segir Unnur Brá. Stjórnarflokkarnir hafa þrjátíu og tvo þingmenn og stjórnarandstaðan þrjátíu og einn. Allt frá hruni í október 2008 hefur reynt á þá sem stjórna þinginu og ríkisstjórnum hefur reynst erfitt að koma umdeildum málum í gegn. Því hafa verið uppi kröfur um breytt vinnubrögð. „Já, ég hef mikla trú á því að menn vilji ná meiri einingu í þinginu og að fólk vilji vinna betur saman. Ég mun reyna að láta gott af mér leiða í þá áttina,“ segir Unnur Brá. Hún geri ráð fyrir að farið verði yfir þingsköpin eins og gert sé á hverju einasta kjörtímabili. „Ég þarf bara að heyra í fólki með það þegar þar að kemur; hvort ástæða sé til að fara í einhverjar meiriháttar breytingar eða lagfæringar á þingsköpunum,“ segir forsetinn verðandi. Fjórir ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar koma úr Suðurvesturkjördæmi, kjördæmi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Aðrir fjórir koma úr Reykjavík, tveir úr Norðausturkjördæmi og einn úr Norðvesturkjördæmi. Suðurkjördæmi er því eina kjördæmið án ráðherra. Páll Magnússon fyrsti þingmaður kjördæmisins þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi í nýliðnum kosningum, hefur lýst mikilli óánægju með þá niðurstöðu. „Við í Suðurkjördæmi höfum auðvitað metnað fyrir því að vera með mann við ríkisstjórnarborðið. Það varð ekki niðurstaða formanns flokksins að þessu sinni. Við verðum þá einfaldlega að einhenda okkur í önnur verkefni og reyna að láta til okkar taka á öðrum sviðum. Það er þá þingið sem þar kemur til og ég vonast til að þingmenn úr Suðurkjördæmi verði öflugir í þinginu,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir.
Alþingi Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira