Búast má við sleggjum úr íslensku tónlistarlífi í Söngvakeppninni í ár Birgir Olgeirsson skrifar 13. janúar 2017 13:31 Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri Söngvakeppni Sjónvarpsins. Vísir/Daníel Á meðal keppenda í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár verða nokkrir sem áhorfendur hafa ekki áður séð, og jafnvel einhverjir sem spekingar hefðu seint giskað á að myndu taka þátt. Þetta segir Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri Söngvakeppni Sjónvarpsins, í samtali við Vísi.Í hádeginu birtist á Facebook-síðu keppninnar samsett mynd af öllum keppendum í ár og gætu glöggir náð að sjá út hverjir það verða.Það verður svo formlega tilkynnt í sérstökum þætti í Sjónvarpinu næstkomandi föstudagskvöld hvaða flytjendur og höfundar verða í ár. Rúmlega 200 lög bárust í keppnina í ár en einungis tólf þeirra voru valin til keppni og verður þeim skipt niður á tvö undankvöld sem haldin verða í Háskólabíói 25. febrúar og 4. mars. Þrjú lög komast áfram úr hverju undankvöldi í úrslitakvöld sem fer fram í Laugardalshöll 11. mars næstkomandi. Spurður hvort einhverjar breytingar verða á keppninni í ár svarar Rúnar því játandi og segir þær snerta dómnefndina, en vildi ekki gefa upp of mikið og sagði að það yrði tilkynnt síðar. Í fyrra skipuðu átján dómnefnd Söngvakeppninnar og komu þeir úr öllum kjördæmum landsins. Rúnar Freyr segir áhorfendur geta átt von á því að sjá nokkrar sleggjur úr íslensku tónlistarlífi í keppninni í ár. „Og fólk sem við höfum ekki séð í þessari keppni áður og kannski einhverjir sem sumir hefðu ekki búist við að yrðu í keppninni.“ Í fyrra komu Eurovision-stjörnurnar Sandra Kim og Loreen til Íslands og sungu á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Laugardalshöll en Rúnar Freyr segir keppnina hafa náð ákveðnum standard á 30 ára afmæli sínu í fyrra sem skipuleggjendur vilja halda. „Það var troðfullt á generalprufuna og úrslitakvöldið í Laugardalshöll. Það eru samningaviðræður í gangi við erlenda stórstjörnu um að koma fram einnig í ár.“ Eurovision Tengdar fréttir Söngvakeppnin hitar aðdáendur upp með dularfullri mynd Keppendur verða kynntir til leiks eftir viku. 13. janúar 2017 12:57 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Sjá meira
Á meðal keppenda í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár verða nokkrir sem áhorfendur hafa ekki áður séð, og jafnvel einhverjir sem spekingar hefðu seint giskað á að myndu taka þátt. Þetta segir Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri Söngvakeppni Sjónvarpsins, í samtali við Vísi.Í hádeginu birtist á Facebook-síðu keppninnar samsett mynd af öllum keppendum í ár og gætu glöggir náð að sjá út hverjir það verða.Það verður svo formlega tilkynnt í sérstökum þætti í Sjónvarpinu næstkomandi föstudagskvöld hvaða flytjendur og höfundar verða í ár. Rúmlega 200 lög bárust í keppnina í ár en einungis tólf þeirra voru valin til keppni og verður þeim skipt niður á tvö undankvöld sem haldin verða í Háskólabíói 25. febrúar og 4. mars. Þrjú lög komast áfram úr hverju undankvöldi í úrslitakvöld sem fer fram í Laugardalshöll 11. mars næstkomandi. Spurður hvort einhverjar breytingar verða á keppninni í ár svarar Rúnar því játandi og segir þær snerta dómnefndina, en vildi ekki gefa upp of mikið og sagði að það yrði tilkynnt síðar. Í fyrra skipuðu átján dómnefnd Söngvakeppninnar og komu þeir úr öllum kjördæmum landsins. Rúnar Freyr segir áhorfendur geta átt von á því að sjá nokkrar sleggjur úr íslensku tónlistarlífi í keppninni í ár. „Og fólk sem við höfum ekki séð í þessari keppni áður og kannski einhverjir sem sumir hefðu ekki búist við að yrðu í keppninni.“ Í fyrra komu Eurovision-stjörnurnar Sandra Kim og Loreen til Íslands og sungu á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Laugardalshöll en Rúnar Freyr segir keppnina hafa náð ákveðnum standard á 30 ára afmæli sínu í fyrra sem skipuleggjendur vilja halda. „Það var troðfullt á generalprufuna og úrslitakvöldið í Laugardalshöll. Það eru samningaviðræður í gangi við erlenda stórstjörnu um að koma fram einnig í ár.“
Eurovision Tengdar fréttir Söngvakeppnin hitar aðdáendur upp með dularfullri mynd Keppendur verða kynntir til leiks eftir viku. 13. janúar 2017 12:57 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Sjá meira
Söngvakeppnin hitar aðdáendur upp með dularfullri mynd Keppendur verða kynntir til leiks eftir viku. 13. janúar 2017 12:57