Guðjón Valur: „Ég brást kannski aðeins of harkalega við“ | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. janúar 2017 14:42 Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í gær en svolítið pirraður eftir leik. vísir/getty Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður RÚV, grafa stríðsöxina í viðtali sem birt var á Twitter-síðu íþróttadeildar RÚV nú fyrir skömmu. Guðjóni leiddist mjög spurning Þorkels eftir leik í gærkvöldi um hinn víðfræga „slæma kafla“ íslenska liðsins sem var svo sannarlega til staðar í seinni hálfleik. Spánverjar skoruðu mest sex mörk í röð og unnu leikinn, 27-21, eftir að Ísland var 12-10 yfir í hálfleik.Sjá einnig:Guðjón Valur: „Geta ekki skipað mér að fara úr skónum í miðjum leik“ „Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig. Þetta er dautt, ef ekki á þessari öld þá [...],“ sagði fyrirliðinn þá. Jú, jú, við getum byrjað á þessu aftur. Allt í lagi, frábært. Slæmi kaflinn, hann drap okkur,“ sagði Guðjón Valur eftir tapið í gærkvöldi.Guðjón Valur er eiginlega kominn með leið á orðatiltækinu um slæma kafla #hmrúv 'Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig.“ pic.twitter.com/H0OHxy1y0K— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017 Þorkell Gunnar lét þetta ekkert slá sig út af laginu og ræddi aftur við landsliðsfyrirliðann í dag á hittingi landsliðsmanna og fréttamanna þar sem Guðjón Valur sá svolítið eftir því hvernig hann brást við. „Nú er slæmi kaflinn búinn. Ég brást kannski aðeins of harkalega við en það fer aðeins í taugarnar á mér þegar við Íslendingar persónugerum þennan slæma kafla,“ segir Guðjón Valur brosandi.Sjá einnig:Sorg á Twitter í seinni hálfleik: „Slæmi kaflinn, góða kvöldið“ „Ég vill forða ungu strákunum frá því að þurfa að takast á við þetta í framtíðinni. Slæmi kaflinn var hjá Spánverjum í fyrri hálfleik og hjá okkur í þeim síðari. Við erum góðir held ég áfram.“ Þorkell spurði Guðjón hvort hann ætti ekki bara að spyrja betri spurninga. „Alls ekki. Þú ert í þinni vinnu og ég í minni vinnu. Það er ágætt að nuddast stundum en svo klárum við þetta bara eins og menn eftir á,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. Myndband af þessum sættum má sjá hér að neðan.Guðjón Valur og Þorkell gerðu viðtalið í gærkvöld upp nú rétt áðan. #hmruv #handbolti pic.twitter.com/gadWxXFDtb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017 HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig Logi Geirsson segir að landsliðsfyrirliðinn verði að þola spurningar eins og hann fékk eftir leikinn gegn Spáni í gær. 13. janúar 2017 07:56 Frábær frumraun Arnars Freys: Nýr Rússajeppi sem verður á línunni næstu fimmtán árin Sérfræðingur íþróttadeildar 365 segir að það verði erfitt að finna betri frumraun á heimsmeistaramóti en fyrsta leik íslenska línumannsins. 13. janúar 2017 11:30 „Geta ekki skipað mér að fara úr skónum í miðjum leik“ Guðjón Valur Sigurðsson styður réttindabaráttu LGBTI+ fólks með því að skarta regnbogafánanum á skónum sínum. 13. janúar 2017 12:00 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður RÚV, grafa stríðsöxina í viðtali sem birt var á Twitter-síðu íþróttadeildar RÚV nú fyrir skömmu. Guðjóni leiddist mjög spurning Þorkels eftir leik í gærkvöldi um hinn víðfræga „slæma kafla“ íslenska liðsins sem var svo sannarlega til staðar í seinni hálfleik. Spánverjar skoruðu mest sex mörk í röð og unnu leikinn, 27-21, eftir að Ísland var 12-10 yfir í hálfleik.Sjá einnig:Guðjón Valur: „Geta ekki skipað mér að fara úr skónum í miðjum leik“ „Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig. Þetta er dautt, ef ekki á þessari öld þá [...],“ sagði fyrirliðinn þá. Jú, jú, við getum byrjað á þessu aftur. Allt í lagi, frábært. Slæmi kaflinn, hann drap okkur,“ sagði Guðjón Valur eftir tapið í gærkvöldi.Guðjón Valur er eiginlega kominn með leið á orðatiltækinu um slæma kafla #hmrúv 'Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig.“ pic.twitter.com/H0OHxy1y0K— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017 Þorkell Gunnar lét þetta ekkert slá sig út af laginu og ræddi aftur við landsliðsfyrirliðann í dag á hittingi landsliðsmanna og fréttamanna þar sem Guðjón Valur sá svolítið eftir því hvernig hann brást við. „Nú er slæmi kaflinn búinn. Ég brást kannski aðeins of harkalega við en það fer aðeins í taugarnar á mér þegar við Íslendingar persónugerum þennan slæma kafla,“ segir Guðjón Valur brosandi.Sjá einnig:Sorg á Twitter í seinni hálfleik: „Slæmi kaflinn, góða kvöldið“ „Ég vill forða ungu strákunum frá því að þurfa að takast á við þetta í framtíðinni. Slæmi kaflinn var hjá Spánverjum í fyrri hálfleik og hjá okkur í þeim síðari. Við erum góðir held ég áfram.“ Þorkell spurði Guðjón hvort hann ætti ekki bara að spyrja betri spurninga. „Alls ekki. Þú ert í þinni vinnu og ég í minni vinnu. Það er ágætt að nuddast stundum en svo klárum við þetta bara eins og menn eftir á,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. Myndband af þessum sættum má sjá hér að neðan.Guðjón Valur og Þorkell gerðu viðtalið í gærkvöld upp nú rétt áðan. #hmruv #handbolti pic.twitter.com/gadWxXFDtb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig Logi Geirsson segir að landsliðsfyrirliðinn verði að þola spurningar eins og hann fékk eftir leikinn gegn Spáni í gær. 13. janúar 2017 07:56 Frábær frumraun Arnars Freys: Nýr Rússajeppi sem verður á línunni næstu fimmtán árin Sérfræðingur íþróttadeildar 365 segir að það verði erfitt að finna betri frumraun á heimsmeistaramóti en fyrsta leik íslenska línumannsins. 13. janúar 2017 11:30 „Geta ekki skipað mér að fara úr skónum í miðjum leik“ Guðjón Valur Sigurðsson styður réttindabaráttu LGBTI+ fólks með því að skarta regnbogafánanum á skónum sínum. 13. janúar 2017 12:00 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig Logi Geirsson segir að landsliðsfyrirliðinn verði að þola spurningar eins og hann fékk eftir leikinn gegn Spáni í gær. 13. janúar 2017 07:56
Frábær frumraun Arnars Freys: Nýr Rússajeppi sem verður á línunni næstu fimmtán árin Sérfræðingur íþróttadeildar 365 segir að það verði erfitt að finna betri frumraun á heimsmeistaramóti en fyrsta leik íslenska línumannsins. 13. janúar 2017 11:30
„Geta ekki skipað mér að fara úr skónum í miðjum leik“ Guðjón Valur Sigurðsson styður réttindabaráttu LGBTI+ fólks með því að skarta regnbogafánanum á skónum sínum. 13. janúar 2017 12:00