Geir: Slóvenar spila nútímahandbolta sem mér líkar Arnar Björnsson skrifar 13. janúar 2017 19:07 Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson á von á mjög erfiðum leik gegn sterku liði Slóvena á morgun en Geir er mjög hrifinn af slóvenska liðinu. „Eins og alltaf förum við í leikinn til að vinna. Slóvenar eru með flott lið og spila gríðarlega skemmtilegan handbolta. Þeir sýndu það í leikjunum gegn Frökkum í undirbúningi fyrir HM að þeir eru til alls líklegir. Ég held að þeir seu á pari við Spánverjana,“ segir Geir og bætir við. „Þeir nýta sína styrkleika gríðarlega vel og spila hraðann nútímahandbolta sem mér líkar. Ég þekki miðjumanninn, Marko Bezjak, ég var að þjálfa hann hjá Magdeburg. Hann er ofboðslega hæfileikaríkur, les vel leikinn og er fljótur að átta sig á hvar veikleikarnir eru. Við þurfum að vera vel vakandi gegn honum. Örvhentu leikmennirnir eru góðir, tvær öflugar skyttur og það er í raun hvar er borið niður, þetta er þétt og flott lið.“ Eftir frábæran fyrri hálfleik í gær á móti Spánverjum þá fyllist maður bjartsýni, er það rangt mat hjá mér? „Nei og eftir að hafa skoðað leikinn betur fannst mér fyrri hálfleikurinn og fyrstu 15 mínúturnar í seinni hálfleik mjög góðar. Við vorum helst að klikka á því að nýta ekki færin sem við fengum. Við áttum fjögur virkilega góð færi í seinni hálfleik. Staðan er 17-15 þegar 15 mínútur eru eftir og erum þá einum manni fleiri. Kannski hefðum við getað minnkað muninn í 17-16 eða jafnað í 17-17 og þá eru 13-14 mínútur eftir og allt opið. Þess í stað missum við þá í 19-15 og þá svona misstum við trúna. 45 mínútur voru mjög flottar. Ég er búinn að sýna þeim þetta, þeir vita þetta og sáu þetta. Þeir vita hvað þeir geta og nú þurfum við að vinna í því að þetta endist út leikinn.“ Hvað er að frétta af Vigni Svavarssyni er hann á leiðinni inn í hópinn? „Því miður veiktist Vignir, fékk slæma flensu en hann er á batavegi. Endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir. Ég er búinn að vera í sambandi við Vigni á hverjum degi og við tökum stöðuna fljótlega hvað gerist. Við höfum haldið lausu einu sæti. „Það eru jú 13 önnur nöfn á listanum og sumir voru valdir til þess að geta komið beint inn í mótið. Reyndir leikmenn sem áður hafa tekið þátt í móti eins og þessu og þurfa lítinn undirbúning til þess að koma inn. Við þurfum að vega og meta þetta. Ástaðan fyrir því að ég tók bara 15 leikmenn er sú að það eru bara leyfðar tvær skiptingar í keppninni. Þetta gefur manni tækifæri á þriðju skiptingunni að bíða aðeins með sextánda manninn. Kannski er þetta einhver áhætta ég veit það ekki en ég ákvað að gera þetta svona. Við tökum ákvörðun fljótlega hvort við tökum sextánda manninn inn eða höfum þetta svona áfram,“ segir Geir en Bjarki Már Gunnarsson fylgdist með úr stúkunni í leiknum gegn Spáni.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Vignir kemur ekki í dag | Létt yfir strákunum á æfingu Íslenska landsliðið tók létta æfingu um miðjan daginn í dag eftir að hafa verið á myndbandsfundum hjá þjálfarateyminu í morgun. 13. janúar 2017 14:59 Janus: Gerðist mjög hratt með Álaborg Þau tíðindi bárust í dag að Janus Daði Smárason myndi ekki spila áfram með Haukum heldur fara beint til Álaborgar eftir HM en hann samdi við félagið á dögunum. 13. janúar 2017 15:37 Arnór: Skrokkurinn er frábær Arnór Atlason er ekki týpan sem kvartar mikið og sagðist vera fínn í skrokknum eftir leikinn gegn Spánverjum. 13. janúar 2017 15:30 Ólafur: Það verður meiri harka gegn Slóvenum "Nóttin var allt í lagi en við sofnuðum svolítið seint enda var leikurinn búinn seint. Vorum smá ryðgaðir í morgun,“ sagði skyttan Ólafur Andrés Guðmundsson nokkuð léttur fyrir æfingu landsliðsins í dag. 13. janúar 2017 16:00 Guðjón Valur: „Ég brást kannski aðeins of harkalega við“ | Myndband Landsliðsfyrirliðinn sér aðeins eftir því að gelta á íþróttafréttamann RÚV eftir leikinn í gær. 13. janúar 2017 14:42 Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Í beinni: Ísland - Grænhöfðaeyjar | Strákarnir okkar hefja leik Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum „Vil að menn spili eins og hver leikur sé sá síðasti á ferlinum“ Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Aron ekki skráður inn á HM HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum „Líður eins og ég sé tvítugur“ „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Bað um nýtt herbergi í Zagreb Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson á von á mjög erfiðum leik gegn sterku liði Slóvena á morgun en Geir er mjög hrifinn af slóvenska liðinu. „Eins og alltaf förum við í leikinn til að vinna. Slóvenar eru með flott lið og spila gríðarlega skemmtilegan handbolta. Þeir sýndu það í leikjunum gegn Frökkum í undirbúningi fyrir HM að þeir eru til alls líklegir. Ég held að þeir seu á pari við Spánverjana,“ segir Geir og bætir við. „Þeir nýta sína styrkleika gríðarlega vel og spila hraðann nútímahandbolta sem mér líkar. Ég þekki miðjumanninn, Marko Bezjak, ég var að þjálfa hann hjá Magdeburg. Hann er ofboðslega hæfileikaríkur, les vel leikinn og er fljótur að átta sig á hvar veikleikarnir eru. Við þurfum að vera vel vakandi gegn honum. Örvhentu leikmennirnir eru góðir, tvær öflugar skyttur og það er í raun hvar er borið niður, þetta er þétt og flott lið.“ Eftir frábæran fyrri hálfleik í gær á móti Spánverjum þá fyllist maður bjartsýni, er það rangt mat hjá mér? „Nei og eftir að hafa skoðað leikinn betur fannst mér fyrri hálfleikurinn og fyrstu 15 mínúturnar í seinni hálfleik mjög góðar. Við vorum helst að klikka á því að nýta ekki færin sem við fengum. Við áttum fjögur virkilega góð færi í seinni hálfleik. Staðan er 17-15 þegar 15 mínútur eru eftir og erum þá einum manni fleiri. Kannski hefðum við getað minnkað muninn í 17-16 eða jafnað í 17-17 og þá eru 13-14 mínútur eftir og allt opið. Þess í stað missum við þá í 19-15 og þá svona misstum við trúna. 45 mínútur voru mjög flottar. Ég er búinn að sýna þeim þetta, þeir vita þetta og sáu þetta. Þeir vita hvað þeir geta og nú þurfum við að vinna í því að þetta endist út leikinn.“ Hvað er að frétta af Vigni Svavarssyni er hann á leiðinni inn í hópinn? „Því miður veiktist Vignir, fékk slæma flensu en hann er á batavegi. Endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir. Ég er búinn að vera í sambandi við Vigni á hverjum degi og við tökum stöðuna fljótlega hvað gerist. Við höfum haldið lausu einu sæti. „Það eru jú 13 önnur nöfn á listanum og sumir voru valdir til þess að geta komið beint inn í mótið. Reyndir leikmenn sem áður hafa tekið þátt í móti eins og þessu og þurfa lítinn undirbúning til þess að koma inn. Við þurfum að vega og meta þetta. Ástaðan fyrir því að ég tók bara 15 leikmenn er sú að það eru bara leyfðar tvær skiptingar í keppninni. Þetta gefur manni tækifæri á þriðju skiptingunni að bíða aðeins með sextánda manninn. Kannski er þetta einhver áhætta ég veit það ekki en ég ákvað að gera þetta svona. Við tökum ákvörðun fljótlega hvort við tökum sextánda manninn inn eða höfum þetta svona áfram,“ segir Geir en Bjarki Már Gunnarsson fylgdist með úr stúkunni í leiknum gegn Spáni.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Vignir kemur ekki í dag | Létt yfir strákunum á æfingu Íslenska landsliðið tók létta æfingu um miðjan daginn í dag eftir að hafa verið á myndbandsfundum hjá þjálfarateyminu í morgun. 13. janúar 2017 14:59 Janus: Gerðist mjög hratt með Álaborg Þau tíðindi bárust í dag að Janus Daði Smárason myndi ekki spila áfram með Haukum heldur fara beint til Álaborgar eftir HM en hann samdi við félagið á dögunum. 13. janúar 2017 15:37 Arnór: Skrokkurinn er frábær Arnór Atlason er ekki týpan sem kvartar mikið og sagðist vera fínn í skrokknum eftir leikinn gegn Spánverjum. 13. janúar 2017 15:30 Ólafur: Það verður meiri harka gegn Slóvenum "Nóttin var allt í lagi en við sofnuðum svolítið seint enda var leikurinn búinn seint. Vorum smá ryðgaðir í morgun,“ sagði skyttan Ólafur Andrés Guðmundsson nokkuð léttur fyrir æfingu landsliðsins í dag. 13. janúar 2017 16:00 Guðjón Valur: „Ég brást kannski aðeins of harkalega við“ | Myndband Landsliðsfyrirliðinn sér aðeins eftir því að gelta á íþróttafréttamann RÚV eftir leikinn í gær. 13. janúar 2017 14:42 Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Í beinni: Ísland - Grænhöfðaeyjar | Strákarnir okkar hefja leik Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum „Vil að menn spili eins og hver leikur sé sá síðasti á ferlinum“ Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Aron ekki skráður inn á HM HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum „Líður eins og ég sé tvítugur“ „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Bað um nýtt herbergi í Zagreb Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Sjá meira
Vignir kemur ekki í dag | Létt yfir strákunum á æfingu Íslenska landsliðið tók létta æfingu um miðjan daginn í dag eftir að hafa verið á myndbandsfundum hjá þjálfarateyminu í morgun. 13. janúar 2017 14:59
Janus: Gerðist mjög hratt með Álaborg Þau tíðindi bárust í dag að Janus Daði Smárason myndi ekki spila áfram með Haukum heldur fara beint til Álaborgar eftir HM en hann samdi við félagið á dögunum. 13. janúar 2017 15:37
Arnór: Skrokkurinn er frábær Arnór Atlason er ekki týpan sem kvartar mikið og sagðist vera fínn í skrokknum eftir leikinn gegn Spánverjum. 13. janúar 2017 15:30
Ólafur: Það verður meiri harka gegn Slóvenum "Nóttin var allt í lagi en við sofnuðum svolítið seint enda var leikurinn búinn seint. Vorum smá ryðgaðir í morgun,“ sagði skyttan Ólafur Andrés Guðmundsson nokkuð léttur fyrir æfingu landsliðsins í dag. 13. janúar 2017 16:00
Guðjón Valur: „Ég brást kannski aðeins of harkalega við“ | Myndband Landsliðsfyrirliðinn sér aðeins eftir því að gelta á íþróttafréttamann RÚV eftir leikinn í gær. 13. janúar 2017 14:42