Framkvæmdasjóður ferðamannastaða digur af fjármagni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. janúar 2017 18:45 Ríflega milljarður króna er í Framkvæmdasjóði ferðamannastaða þrátt fyrir að búið sé að úthluta þessum fjármunum til ýmissa verkefna, meðal annars til þess að tryggja öryggi ferðamanna. Sjóðurinna var settur á laggirnar árið 2012 en úthlutað hefur verið úr sjóðnum tíu sinnum. Þetta kemur fram í Kjarnanum í dag. Samtals hefur rúmlega 2,8 milljörðum króna verið úthlutað, en þar af hefur ríflega 1,7 milljarður verið greiddur út úr sjóðnum. Eftir stendur milljarður sem ekki hefur verið greiddur út af ýmsum ástæðum. Frá upphafi hafa 514 verkefni fengið samþykkta fjármögnun en aðeins tæplega helmingur þessara verkefna er lokið eða 243. 271 verkefni er ólokið. Ferðamálastjóri segir það ekki endilega koma á óvart að ekki sé enn búið að greiða út allar úthlutanir. „Það eru margvíslegar ástæður fyrir því að það gengur kannski erfiðlega en menn ætla. Ég held að við séum svolítið kannski í ferðaþjónustutengdum verkefnum fórnarlömb eigin velgengni ef svo má að orði komast vegna þess að auðvitað erum við bara rúmlega þrjú hundruð þúsund manns á Íslandi og það er að einhverju leyti takmarkað vinnuafl,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. Alþingi samþykkti lög um Framkvæmdasjóðinn árið 2011 og er hlutverk hans meðal annars að veita fjárframlög til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila. Vorið 2016 var úthlutað síðast úr sjóðnum og fengu sextíu og sex verkefni úthlutun. Var sérstaklega horft til öryggismála í 37 þeirra verkefna. „Það eru ýmsar takmarkanir á því hversu hratt er hægt að ljúka verkum eða hvað mikið er hægt að ganga í þau. Þar skiptir veðurfar máli og framboð á vinnuafli. Það eru ýmsar aðrar ástæður sem koma til vegna þess að þetta eru oft flókin verkefni sem krefjast þess að það sé til dæmis deiliskipulag,“ segir Ólöf. Ólöf vonast til þess að það fjármagn sem úthlutað hefur verið en ekki verið greitt út verði nýtt vegna þeirra verkefna sem sótt var um. „Það sem gerist núna er í rauninni að það fer af stað stjórnsýslulegt ferli sem að felur í sér að við könnum hver staðan þessara verkefna er. Í einhverjum tilfellum þá þarf kannski að loka verkefnunum og fella niður styrki,“ segir Ólöf. Slys ferðamanna hafa verið ofarlega í þjóðfélagsumræðunni að undanförnu og spurning er hvort ekki mætti nýta sjóðinn til þess að stofnanir gætu fengið beint fjármagn til þess að ráðast í framkvæmdir til þess að tryggja öryggi ferðamanna á ferðamannastöðum. „Lögin um sjóðinn eru orðin um það bil fimm ára gömul og að sjálfsögðu er alltaf hollt að rýna í mannanna verk og kanna hvort að gera megi betur. Ef við erum að tala um öryggi ferðamanna að þá eru auðvitað margvíslegar framkvæmdir sem þarf að ráðast í víða um land en við megum heldur ekki gleyma því að öryggi ferðamanna verður ekki síður tryggt með upplýsingaflæði meðal annars og viðveru fólks með þekkingu. Slík starfsemi sem að fellur þá undir til dæmis rekstur upplýsingamiðstöðva, landvörslu og aðra þjónustu starfsemi hún kannski er ekki eitthvað sem verður styrkt úr framkvæmdasjóði,“ segir Ólöf Alþingi Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Ríflega milljarður króna er í Framkvæmdasjóði ferðamannastaða þrátt fyrir að búið sé að úthluta þessum fjármunum til ýmissa verkefna, meðal annars til þess að tryggja öryggi ferðamanna. Sjóðurinna var settur á laggirnar árið 2012 en úthlutað hefur verið úr sjóðnum tíu sinnum. Þetta kemur fram í Kjarnanum í dag. Samtals hefur rúmlega 2,8 milljörðum króna verið úthlutað, en þar af hefur ríflega 1,7 milljarður verið greiddur út úr sjóðnum. Eftir stendur milljarður sem ekki hefur verið greiddur út af ýmsum ástæðum. Frá upphafi hafa 514 verkefni fengið samþykkta fjármögnun en aðeins tæplega helmingur þessara verkefna er lokið eða 243. 271 verkefni er ólokið. Ferðamálastjóri segir það ekki endilega koma á óvart að ekki sé enn búið að greiða út allar úthlutanir. „Það eru margvíslegar ástæður fyrir því að það gengur kannski erfiðlega en menn ætla. Ég held að við séum svolítið kannski í ferðaþjónustutengdum verkefnum fórnarlömb eigin velgengni ef svo má að orði komast vegna þess að auðvitað erum við bara rúmlega þrjú hundruð þúsund manns á Íslandi og það er að einhverju leyti takmarkað vinnuafl,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. Alþingi samþykkti lög um Framkvæmdasjóðinn árið 2011 og er hlutverk hans meðal annars að veita fjárframlög til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila. Vorið 2016 var úthlutað síðast úr sjóðnum og fengu sextíu og sex verkefni úthlutun. Var sérstaklega horft til öryggismála í 37 þeirra verkefna. „Það eru ýmsar takmarkanir á því hversu hratt er hægt að ljúka verkum eða hvað mikið er hægt að ganga í þau. Þar skiptir veðurfar máli og framboð á vinnuafli. Það eru ýmsar aðrar ástæður sem koma til vegna þess að þetta eru oft flókin verkefni sem krefjast þess að það sé til dæmis deiliskipulag,“ segir Ólöf. Ólöf vonast til þess að það fjármagn sem úthlutað hefur verið en ekki verið greitt út verði nýtt vegna þeirra verkefna sem sótt var um. „Það sem gerist núna er í rauninni að það fer af stað stjórnsýslulegt ferli sem að felur í sér að við könnum hver staðan þessara verkefna er. Í einhverjum tilfellum þá þarf kannski að loka verkefnunum og fella niður styrki,“ segir Ólöf. Slys ferðamanna hafa verið ofarlega í þjóðfélagsumræðunni að undanförnu og spurning er hvort ekki mætti nýta sjóðinn til þess að stofnanir gætu fengið beint fjármagn til þess að ráðast í framkvæmdir til þess að tryggja öryggi ferðamanna á ferðamannastöðum. „Lögin um sjóðinn eru orðin um það bil fimm ára gömul og að sjálfsögðu er alltaf hollt að rýna í mannanna verk og kanna hvort að gera megi betur. Ef við erum að tala um öryggi ferðamanna að þá eru auðvitað margvíslegar framkvæmdir sem þarf að ráðast í víða um land en við megum heldur ekki gleyma því að öryggi ferðamanna verður ekki síður tryggt með upplýsingaflæði meðal annars og viðveru fólks með þekkingu. Slík starfsemi sem að fellur þá undir til dæmis rekstur upplýsingamiðstöðva, landvörslu og aðra þjónustu starfsemi hún kannski er ekki eitthvað sem verður styrkt úr framkvæmdasjóði,“ segir Ólöf
Alþingi Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira