Geir Sveinsson: „Ég er bara mjög óhress með þessa spurningu þína“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2017 18:44 Geir Sveinsson var pirraður á spurningum blaðamanns en baðst að lokum afsökunar. Vísir Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson var eðlilega afar svekktur eftir eins marks tap okkar manna gegn Slóveníu á heimsmeistaramótinu í handknattleik fyrr í dag. Í viðtali eftir leikinn brást Geir illa við spurningu Guðmundar Hilmarssonar, íþróttafréttamanns á Morgunblaðinu og Mbl.is, hvort að það væri ekki ljóst að það yrði „brekka það sem eftir er í riðlinum þar sem þið eruð án stiga eftir fyrstu tvo leikin?“ Geir sagðist ekki skilja spurninguna. „Það er alveg vitað að við þurfum stig til að komast áfram. Ef við vorum með væntingar um að taka þrjú eða fjögur stig út úr þessum tveimur fyrstu leikjunum þá talar þú um brekku héðan í frá. Ég er bara mjög óhress með þessa spurningu þína,“ sagði Geir og bætti svo heldur betur í röddina; „Þetta er alveg út úr korti. Að sjálfsögðu er þetta brekka. Við erum komnir hingað til að vinna hvern einasta helvítis leik og það er það sem við erum að gera. Við töpuðum með einu marki. Næsta spurning,“ sagði Geir í viðtalinu. Guðmundur segir Geir hafa orðið enn æstari í framhaldinu og að lokum orðið reiður. Svo reiður að hann rauk úr viðtalinu. Stuttu síðar sá Geir að sér, gekk til Guðmundar og bað hann afsökunar. Ísland hefur nú spilað tvo leiki, gegn sterkustu andstæðingunum í riðlinum að margra mati. Í 27-21 tapinu gegn Spáni var fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson verulega pirraður með spurningu Þorkells Gunnars Sigurbjörnssonar, íþróttafréttamanns RÚV, um hinn margfræga „slæma kafla“.Guðjón Valur er eiginlega kominn með leið á orðatiltækinu um slæma kafla #hmrúv 'Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig.“ pic.twitter.com/H0OHxy1y0K— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017 Svör Guðjóns Vals vöktu mikla athygli en þeir Þorkell féllust í faðma daginn eftir og gerðu upp fyrra viðtalið í öðru viðtali þar sem andrúmsloftið var léttara.Guðjón Valur og Þorkell gerðu viðtalið í gærkvöld upp nú rétt áðan. #hmruv #handbolti pic.twitter.com/gadWxXFDtb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017 Athygli vakti að Guðjón Valur var hvíldur í leiknum í dag og nýtti Bjarki Már Elísson tækifærið í fjarveru hans. Bjarki var að margra mati besti leikmaður Íslands í dag. Geir útskýrði ákvörðun sína í viðtali við Arnar Björnsson að leik loknum. Viðtalið má sjá hér að neðan.Ísland mætir Túnis í þriðja leik sínum á HM á morgun. Guðmundur og Gummi Ben grínuðust með uppákomuna á Twitter eftir leikinn eins og sjá má að neðan.@GummiHilmars Nýtt Guðmundar & Geirs mál?— Gummi Ben (@GummiBen) January 14, 2017 HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig Logi Geirsson segir að landsliðsfyrirliðinn verði að þola spurningar eins og hann fékk eftir leikinn gegn Spáni í gær. 13. janúar 2017 07:56 Ég er á góðum stað í lífinu Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segist vera ofsalega glaður að vera með landsliðinu á HM. Tuttugasta stórmótið hjá honum og miðað við formið á fyrirliðanum eiga mótin klárlega eftir að verða fleiri. 14. janúar 2017 06:00 Guðjón Valur: „Ég brást kannski aðeins of harkalega við“ | Myndband Landsliðsfyrirliðinn sér aðeins eftir því að gelta á íþróttafréttamann RÚV eftir leikinn í gær. 13. janúar 2017 14:42 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson var eðlilega afar svekktur eftir eins marks tap okkar manna gegn Slóveníu á heimsmeistaramótinu í handknattleik fyrr í dag. Í viðtali eftir leikinn brást Geir illa við spurningu Guðmundar Hilmarssonar, íþróttafréttamanns á Morgunblaðinu og Mbl.is, hvort að það væri ekki ljóst að það yrði „brekka það sem eftir er í riðlinum þar sem þið eruð án stiga eftir fyrstu tvo leikin?“ Geir sagðist ekki skilja spurninguna. „Það er alveg vitað að við þurfum stig til að komast áfram. Ef við vorum með væntingar um að taka þrjú eða fjögur stig út úr þessum tveimur fyrstu leikjunum þá talar þú um brekku héðan í frá. Ég er bara mjög óhress með þessa spurningu þína,“ sagði Geir og bætti svo heldur betur í röddina; „Þetta er alveg út úr korti. Að sjálfsögðu er þetta brekka. Við erum komnir hingað til að vinna hvern einasta helvítis leik og það er það sem við erum að gera. Við töpuðum með einu marki. Næsta spurning,“ sagði Geir í viðtalinu. Guðmundur segir Geir hafa orðið enn æstari í framhaldinu og að lokum orðið reiður. Svo reiður að hann rauk úr viðtalinu. Stuttu síðar sá Geir að sér, gekk til Guðmundar og bað hann afsökunar. Ísland hefur nú spilað tvo leiki, gegn sterkustu andstæðingunum í riðlinum að margra mati. Í 27-21 tapinu gegn Spáni var fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson verulega pirraður með spurningu Þorkells Gunnars Sigurbjörnssonar, íþróttafréttamanns RÚV, um hinn margfræga „slæma kafla“.Guðjón Valur er eiginlega kominn með leið á orðatiltækinu um slæma kafla #hmrúv 'Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig.“ pic.twitter.com/H0OHxy1y0K— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017 Svör Guðjóns Vals vöktu mikla athygli en þeir Þorkell féllust í faðma daginn eftir og gerðu upp fyrra viðtalið í öðru viðtali þar sem andrúmsloftið var léttara.Guðjón Valur og Þorkell gerðu viðtalið í gærkvöld upp nú rétt áðan. #hmruv #handbolti pic.twitter.com/gadWxXFDtb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017 Athygli vakti að Guðjón Valur var hvíldur í leiknum í dag og nýtti Bjarki Már Elísson tækifærið í fjarveru hans. Bjarki var að margra mati besti leikmaður Íslands í dag. Geir útskýrði ákvörðun sína í viðtali við Arnar Björnsson að leik loknum. Viðtalið má sjá hér að neðan.Ísland mætir Túnis í þriðja leik sínum á HM á morgun. Guðmundur og Gummi Ben grínuðust með uppákomuna á Twitter eftir leikinn eins og sjá má að neðan.@GummiHilmars Nýtt Guðmundar & Geirs mál?— Gummi Ben (@GummiBen) January 14, 2017
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig Logi Geirsson segir að landsliðsfyrirliðinn verði að þola spurningar eins og hann fékk eftir leikinn gegn Spáni í gær. 13. janúar 2017 07:56 Ég er á góðum stað í lífinu Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segist vera ofsalega glaður að vera með landsliðinu á HM. Tuttugasta stórmótið hjá honum og miðað við formið á fyrirliðanum eiga mótin klárlega eftir að verða fleiri. 14. janúar 2017 06:00 Guðjón Valur: „Ég brást kannski aðeins of harkalega við“ | Myndband Landsliðsfyrirliðinn sér aðeins eftir því að gelta á íþróttafréttamann RÚV eftir leikinn í gær. 13. janúar 2017 14:42 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig Logi Geirsson segir að landsliðsfyrirliðinn verði að þola spurningar eins og hann fékk eftir leikinn gegn Spáni í gær. 13. janúar 2017 07:56
Ég er á góðum stað í lífinu Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segist vera ofsalega glaður að vera með landsliðinu á HM. Tuttugasta stórmótið hjá honum og miðað við formið á fyrirliðanum eiga mótin klárlega eftir að verða fleiri. 14. janúar 2017 06:00
Guðjón Valur: „Ég brást kannski aðeins of harkalega við“ | Myndband Landsliðsfyrirliðinn sér aðeins eftir því að gelta á íþróttafréttamann RÚV eftir leikinn í gær. 13. janúar 2017 14:42