Handbolti

Alexander: Langar stundum að vera með

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Járnmaðurinn Alexander Petersson er í borgaralegum klæðum í Metz og hann var að fá sér pylsu með fjölskyldunni er Vísir rakst á hann fyrir leik.

Alexander lagði landsliðsskóna á hilluna á síðasta ári en lætur samt ekki sitt eftir liggja því hann kemur og styður við bakið á strákunum.

„Það er pínu skrítið að vera hérna og vera ekki að spila. Það er samt gaman að sjá strákana spila. Mig langar stundum að vera með og stundum ekki. Það eru plúsar og mínusar að vera í þessari stöðu,“ segir Alexander en hvernig er hann eiginlega sem stuðningsmaður strákanna okkar í stúkunni?

„Ég var orðinn sveittur í gær. Varð að fara heim í sturtu og skipta um föt eftir leikinn. Þetta var svekkjandi í gær en ég held að við vinnum í dag.“

Fyrir algera tilviljun þá bókaði Alexander sama hótel og landsliðið gistir á. Hann er því að mæta strákunum á ganginum en þarf ekki að fara  á myndbandsfundina með þeim.

„Það er ekki gaman að sjá þá núna svekkta á leið á fund. Er ég sé þá kemur þessi tilfinning aftur að langa að vera með og svo ekki. Ég hef ekki beðið um að koma á neinn fund. Ég er bara áhorfandi.“

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).




Tengdar fréttir

Geir: Túnis er með öflugt lið

"Það er afríkanskt yfirbragð af einhverju leyti á liði Túnis,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en drengirnir hans mæta sterku liði Túnis klukkan 13.45 í dag.

Faðir Arnars Freys: Strákurinn er búinn að massa sig upp

„Maður er náttúrulega alveg gríðarlega stoltur af stráknum, hann kom mjög sterkur inn í fyrsta leik,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi og faðir línumannsins Arnars Freys sem sló í gegn í fyrsta leik Íslands á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×