Þýskaland rústaði Síle, 14-35, og er með fjögur stig í C-riðli.
Sílemenn unnu óvæntan sigur á Hvít-Rússum í 1. umferðinni en þeir áttu ekki möguleika gegn Evrópumeisturunum í dag.
Þjóðverjar leiddu með 11 mörkum í hálfleik, 6-17, og á endanum munaði 21 marki á liðunum, 14-35.
Jannik Kohlbacher skoraði átta mörk fyrir Þýskaland og Rune Dahmke sjö.
Kristján Andrésson er enn með 100% árangur sem þjálfari sænska landsliðsins sem rúllaði yfir Argentínu í dag, 17-35.
Svíar eru með fullt hús stiga í D-riðli og mæta Dönum í stórleik á morgun.
Mattias Zachirisson var markahæstur í liði Svíþjóðar með átta mörk. Jim Gottfridsson og Jerry Tollbring skoruðu fimm mörk hvor.
