Þeir átta ríkustu eiga jafnmikið og fátækari helmingur mannkyns Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2017 11:17 Bill Gates er einn af ríkustu mönnum heims. vísir/epa Átta ríkustu einstaklingar jarðar eiga nú jafn mikinn auð og fátækari helmingur alls mannkyns. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bresku hjálparsamtökunum Oxfam. Í skýrslunni er vísað í gögn sem eru sögð sýna að bilið á milli ríkra og fátækra sé enn meira en talið var. Skýrsla Oxfam kemur út um leið og hinn árlegi World Economic Forum-fundur fer fram í Davos í Sviss en þar hittast auðmenn og forstjórar stærstu fyrirtækja heims ásamt stjórnmálamönnum og ræða málin. Oxfam segir að fátækari helmingur mannskyns eigi jafnmikið og átta ríkustu menn í heimi en auður þeirra telur 426 billjónir dala. Þessi hópur manna telur þá Bill Gates, stofnanda Microsoft, Amancio Ortega, stofnanda verslunarkeðjunnar Zara, fjárfestinn Warren Buffet, Carlos Slim Helú, eiganda eins stærsta fjarskiptafyrirtækis Mexíkó, Jeff Bezos, stofnanda Amazo, Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, Larry Ellison, forstjóra bandaríska tæknifyrirtækisins Oracle og Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra í New York og stofnanda Bloomberg-fréttaveitunnar. Hjálparsamtökin kalla í skýrslunni eftir nýju efnahagsmódeli til að snúa við þeirri þróun að ójöfnuður aukist ár frá ári en að mati Oxfam má leita skýringa á Brexit og sigri Donald Trump í auknum ójöfnuði. Ýmsir hafa þó gagnrýnt áherslur Oxfam og segja að hjálparsamtökin ættu frekar að beina athyglinni að því að þrátt fyrir að bilið hafi aukist þá vegni hinum fátæku mun betur en áður. Brexit Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sextíu og tveir ríkustu einstaklingar heims eiga jafnmikið og helmingur mannkyns Ný rannsókn sem gerð var af góðgerðarsamtökunum Oxfam sýnir að bilið milli ríkra og fátækra í heiminum heldur áfram að aukast. 17. janúar 2016 23:25 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Átta ríkustu einstaklingar jarðar eiga nú jafn mikinn auð og fátækari helmingur alls mannkyns. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bresku hjálparsamtökunum Oxfam. Í skýrslunni er vísað í gögn sem eru sögð sýna að bilið á milli ríkra og fátækra sé enn meira en talið var. Skýrsla Oxfam kemur út um leið og hinn árlegi World Economic Forum-fundur fer fram í Davos í Sviss en þar hittast auðmenn og forstjórar stærstu fyrirtækja heims ásamt stjórnmálamönnum og ræða málin. Oxfam segir að fátækari helmingur mannskyns eigi jafnmikið og átta ríkustu menn í heimi en auður þeirra telur 426 billjónir dala. Þessi hópur manna telur þá Bill Gates, stofnanda Microsoft, Amancio Ortega, stofnanda verslunarkeðjunnar Zara, fjárfestinn Warren Buffet, Carlos Slim Helú, eiganda eins stærsta fjarskiptafyrirtækis Mexíkó, Jeff Bezos, stofnanda Amazo, Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, Larry Ellison, forstjóra bandaríska tæknifyrirtækisins Oracle og Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra í New York og stofnanda Bloomberg-fréttaveitunnar. Hjálparsamtökin kalla í skýrslunni eftir nýju efnahagsmódeli til að snúa við þeirri þróun að ójöfnuður aukist ár frá ári en að mati Oxfam má leita skýringa á Brexit og sigri Donald Trump í auknum ójöfnuði. Ýmsir hafa þó gagnrýnt áherslur Oxfam og segja að hjálparsamtökin ættu frekar að beina athyglinni að því að þrátt fyrir að bilið hafi aukist þá vegni hinum fátæku mun betur en áður.
Brexit Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sextíu og tveir ríkustu einstaklingar heims eiga jafnmikið og helmingur mannkyns Ný rannsókn sem gerð var af góðgerðarsamtökunum Oxfam sýnir að bilið milli ríkra og fátækra í heiminum heldur áfram að aukast. 17. janúar 2016 23:25 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Sextíu og tveir ríkustu einstaklingar heims eiga jafnmikið og helmingur mannkyns Ný rannsókn sem gerð var af góðgerðarsamtökunum Oxfam sýnir að bilið milli ríkra og fátækra í heiminum heldur áfram að aukast. 17. janúar 2016 23:25