Geir veit hver vandamál Íslands eru: „Nú þurfum við að vinna í þeim“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. janúar 2017 19:00 Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu eiga tvo mikilvæga leiki fyrir höndum á þriðjudag og fimmtudag á móti Angóla og Makedóníu en þar ræðst hvar liðið endar í sínum riðli. Ísland hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár og ekki byrjað verr á heimsmeistaramóti síðan árið 1978 eins og kom fram í frétt Vísi í dag. Strákarnir eru komnir með bakið upp við vegg fyrir síðustu leikina. Sóknarleikurinn hefur ekki verið nægilega góður á mótinu og Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, er fullmeðvitaður um það. Hann og þjálfarateymið er búið að greina vandamálin en hann fór yfir það helsta í viðtali við íþróttadeild í dag. „Til að byrja með vorum við einfaldlega ekki að ná að nýta nægilega vel fram á við þá varnarvinnu sem við vorum að skila. Sóknin byrjar þegar þú vinnur boltann - hröðu sóknirnar og annað. Þetta sáum við sérstaklega á móti Spáni, þetta lagaðist á móti Slóveníu og var mun betra á móti Túnis,“ segir Geir. „Við skorum í kringum 40 prósent marka okkar á móti Túnis úr hröðum sóknum og nú hafa um 29 prósent marka okkar komið úr hröðum sóknum sem er í heildina nokkuð gott. Þetta hefur okkur tekist að vinna með.“ Uppstilltur sóknarleikur Íslands á hálfum velli hefur ekki gengið nógu vel en mörkin í fyrri hálfleik voru færri á móti Slóveníu og Túnis en þau voru í fyrsta leik á móti Spáni. „Þeim kannski fækkar aðeins mörkunum í ljósi þess að við stöndum ansi lengi í vörninni. Við stöndum vel þar og því erum við lengur í vörn og því fækkar sóknum okkar. Það er samt alveg klárt mál að við getum gert örlítið betur,“ segir Geir. „Sóknarnýting okkar er í kringum 50 prósent. Ég vil hafa hana hærri. Það liggur svolítið mikið í tæknifeilunum. Við erum með 30 tæknifeila sem eru tíu að meðaltali í leik og það er of hátt. Ég vil vera í kringum sex til átta. Ef við fækkum þeim fáum við tækifæri á að skora fleiri mörk. Skotnýtingin er í kringum 60 prósentum sem er nokkuð gott. Við vitum hvar vandamálin liggja en nú þurfum við bara að vinna í þeim,“ segir Geir Sveinsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. 16. janúar 2017 13:42 Guðni hitti umdeildan forseta IHF Egyptinn Hassan Moustafa er ekki allra en hann fundaði með forseta Íslands á dögunum. 16. janúar 2017 16:30 Ásgeir Örn: Ég þarf að rífa mig upp "Það eru blendnar tilfinningar eftir helgina,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson en íslenska liðið fékk eitt stig út úr tveimur hörkuleikjum gegn Slóveníu og Túnis. 16. janúar 2017 15:00 „Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Það hefur verið smá pirringur í þjálfara íslenska landsliðsins og leikmönnum á HM vegna úrslitanna til þessa og Gaupi er ánægður með það. 16. janúar 2017 17:00 Ísland hefur ekki byrjað verr á HM í handbolta síðan 1978 Íslenska handboltalandsliðið hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en liðið er enn án sigurs á HM í handbolta í Frakklandi eftir þrjá leiki. 16. janúar 2017 11:30 Kári: Ég verð að grípa boltann Kári Kristján Kristjánsson hefur ekki fundið fjölina sína á HM og er ekki enn kominn á blað. Hann er eðlilega ekki nógu sáttur við það. 16. janúar 2017 15:30 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira
Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu eiga tvo mikilvæga leiki fyrir höndum á þriðjudag og fimmtudag á móti Angóla og Makedóníu en þar ræðst hvar liðið endar í sínum riðli. Ísland hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár og ekki byrjað verr á heimsmeistaramóti síðan árið 1978 eins og kom fram í frétt Vísi í dag. Strákarnir eru komnir með bakið upp við vegg fyrir síðustu leikina. Sóknarleikurinn hefur ekki verið nægilega góður á mótinu og Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, er fullmeðvitaður um það. Hann og þjálfarateymið er búið að greina vandamálin en hann fór yfir það helsta í viðtali við íþróttadeild í dag. „Til að byrja með vorum við einfaldlega ekki að ná að nýta nægilega vel fram á við þá varnarvinnu sem við vorum að skila. Sóknin byrjar þegar þú vinnur boltann - hröðu sóknirnar og annað. Þetta sáum við sérstaklega á móti Spáni, þetta lagaðist á móti Slóveníu og var mun betra á móti Túnis,“ segir Geir. „Við skorum í kringum 40 prósent marka okkar á móti Túnis úr hröðum sóknum og nú hafa um 29 prósent marka okkar komið úr hröðum sóknum sem er í heildina nokkuð gott. Þetta hefur okkur tekist að vinna með.“ Uppstilltur sóknarleikur Íslands á hálfum velli hefur ekki gengið nógu vel en mörkin í fyrri hálfleik voru færri á móti Slóveníu og Túnis en þau voru í fyrsta leik á móti Spáni. „Þeim kannski fækkar aðeins mörkunum í ljósi þess að við stöndum ansi lengi í vörninni. Við stöndum vel þar og því erum við lengur í vörn og því fækkar sóknum okkar. Það er samt alveg klárt mál að við getum gert örlítið betur,“ segir Geir. „Sóknarnýting okkar er í kringum 50 prósent. Ég vil hafa hana hærri. Það liggur svolítið mikið í tæknifeilunum. Við erum með 30 tæknifeila sem eru tíu að meðaltali í leik og það er of hátt. Ég vil vera í kringum sex til átta. Ef við fækkum þeim fáum við tækifæri á að skora fleiri mörk. Skotnýtingin er í kringum 60 prósentum sem er nokkuð gott. Við vitum hvar vandamálin liggja en nú þurfum við bara að vinna í þeim,“ segir Geir Sveinsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. 16. janúar 2017 13:42 Guðni hitti umdeildan forseta IHF Egyptinn Hassan Moustafa er ekki allra en hann fundaði með forseta Íslands á dögunum. 16. janúar 2017 16:30 Ásgeir Örn: Ég þarf að rífa mig upp "Það eru blendnar tilfinningar eftir helgina,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson en íslenska liðið fékk eitt stig út úr tveimur hörkuleikjum gegn Slóveníu og Túnis. 16. janúar 2017 15:00 „Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Það hefur verið smá pirringur í þjálfara íslenska landsliðsins og leikmönnum á HM vegna úrslitanna til þessa og Gaupi er ánægður með það. 16. janúar 2017 17:00 Ísland hefur ekki byrjað verr á HM í handbolta síðan 1978 Íslenska handboltalandsliðið hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en liðið er enn án sigurs á HM í handbolta í Frakklandi eftir þrjá leiki. 16. janúar 2017 11:30 Kári: Ég verð að grípa boltann Kári Kristján Kristjánsson hefur ekki fundið fjölina sína á HM og er ekki enn kominn á blað. Hann er eðlilega ekki nógu sáttur við það. 16. janúar 2017 15:30 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira
Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. 16. janúar 2017 13:42
Guðni hitti umdeildan forseta IHF Egyptinn Hassan Moustafa er ekki allra en hann fundaði með forseta Íslands á dögunum. 16. janúar 2017 16:30
Ásgeir Örn: Ég þarf að rífa mig upp "Það eru blendnar tilfinningar eftir helgina,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson en íslenska liðið fékk eitt stig út úr tveimur hörkuleikjum gegn Slóveníu og Túnis. 16. janúar 2017 15:00
„Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Það hefur verið smá pirringur í þjálfara íslenska landsliðsins og leikmönnum á HM vegna úrslitanna til þessa og Gaupi er ánægður með það. 16. janúar 2017 17:00
Ísland hefur ekki byrjað verr á HM í handbolta síðan 1978 Íslenska handboltalandsliðið hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en liðið er enn án sigurs á HM í handbolta í Frakklandi eftir þrjá leiki. 16. janúar 2017 11:30
Kári: Ég verð að grípa boltann Kári Kristján Kristjánsson hefur ekki fundið fjölina sína á HM og er ekki enn kominn á blað. Hann er eðlilega ekki nógu sáttur við það. 16. janúar 2017 15:30