Telur eðlilegt að endurskoða sérgreiðslur til þingmanna Höskuldur Kári Schram skrifar 16. janúar 2017 18:36 Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis. Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis telur eðlilegt að endurskoða reglur um aukagreiðslur til þingmanna til að mæta gagnrýni vegna mikillar launahækkunar á síðasta ári. Forsætisnefnd Alþingis fundaði um málið í dag. Kjararáð tók þá ákvörðun seint á síðasta ári að hækka laun þingmanna um 45 prósent eða upp í 1,1 milljón. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd og margir bent á að hún sé ekki í samræmi við þær hækkanir sem samið hefur verið um á hinum almenna vinnumarkaði. Forseti íslands hefur meðal annars kallað eftir því að Alþingi bregðist við þessu en sjálfur hefur hann ákveðið að láta hækkunina renna til góðra málefna. Fundað var um málið í forsætisnefnd Alþingis í dag en þar er meðal annars verið að skoða ýmsar sérgreiðslur þingmanna og hvort hægt sé að breyta þeim eða fella niður. Um er ræða ferðagreiðslur, ýmsar álagsgreiðslur og greiðslur til landsbyggðarþingmanna. Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis segir að á fundinum hafi menn meðal annars verið að skoða rökin fyrir aukagreiðslum til þingmann. „Þær eru eðlisólíkar og geta verið í báðar áttir. Menn velta fyrir sér hvort það séu sömu rök fyrir álagi á þingfararkaupi hjá þeim sem þess njóta í ljósi þess hvert það er komið núna. Svo eru aðrir hlutir þar sem menn kannski telja að það halli á menn t.d. það er alveg ljóst að landsbyggðarþingmenn sem þurfa að kaupa eða leigja sér hér húsnæði og halda tvöfalt heimili þeir ríða nú ekki feitum hesti frá því. Ekki eins og leiguverð og fasteignamarkaður hefur þróast í hér a.m.k í nágrenni við þingið með þá greiðslu upp í það sem þeir fá. Það getur verið þörf fyrir það að endurskoða sumar af þessum greiðslum bara í ljósi breyttra aðstæðna,“ segir Steingrímur. Hann segir að það komi í hlut nýrrar forsætisnefndar að taka ákvörðun um framhald málsins. „Ég teldi skynsamlegt að endurskoða a.m.k þessar aðrar greiðslu það kunni að vera ástæða til að gera þar tilteknar breytingar en það er ekki komin niðurstaða í málið þannig að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig um málið. Ég hefur verið þeirrar skoðunar að það væri málefnalegt að bregðast með tilteknum hætti við,“ segir Steingrímur. Alþingi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis telur eðlilegt að endurskoða reglur um aukagreiðslur til þingmanna til að mæta gagnrýni vegna mikillar launahækkunar á síðasta ári. Forsætisnefnd Alþingis fundaði um málið í dag. Kjararáð tók þá ákvörðun seint á síðasta ári að hækka laun þingmanna um 45 prósent eða upp í 1,1 milljón. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd og margir bent á að hún sé ekki í samræmi við þær hækkanir sem samið hefur verið um á hinum almenna vinnumarkaði. Forseti íslands hefur meðal annars kallað eftir því að Alþingi bregðist við þessu en sjálfur hefur hann ákveðið að láta hækkunina renna til góðra málefna. Fundað var um málið í forsætisnefnd Alþingis í dag en þar er meðal annars verið að skoða ýmsar sérgreiðslur þingmanna og hvort hægt sé að breyta þeim eða fella niður. Um er ræða ferðagreiðslur, ýmsar álagsgreiðslur og greiðslur til landsbyggðarþingmanna. Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis segir að á fundinum hafi menn meðal annars verið að skoða rökin fyrir aukagreiðslum til þingmann. „Þær eru eðlisólíkar og geta verið í báðar áttir. Menn velta fyrir sér hvort það séu sömu rök fyrir álagi á þingfararkaupi hjá þeim sem þess njóta í ljósi þess hvert það er komið núna. Svo eru aðrir hlutir þar sem menn kannski telja að það halli á menn t.d. það er alveg ljóst að landsbyggðarþingmenn sem þurfa að kaupa eða leigja sér hér húsnæði og halda tvöfalt heimili þeir ríða nú ekki feitum hesti frá því. Ekki eins og leiguverð og fasteignamarkaður hefur þróast í hér a.m.k í nágrenni við þingið með þá greiðslu upp í það sem þeir fá. Það getur verið þörf fyrir það að endurskoða sumar af þessum greiðslum bara í ljósi breyttra aðstæðna,“ segir Steingrímur. Hann segir að það komi í hlut nýrrar forsætisnefndar að taka ákvörðun um framhald málsins. „Ég teldi skynsamlegt að endurskoða a.m.k þessar aðrar greiðslu það kunni að vera ástæða til að gera þar tilteknar breytingar en það er ekki komin niðurstaða í málið þannig að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig um málið. Ég hefur verið þeirrar skoðunar að það væri málefnalegt að bregðast með tilteknum hætti við,“ segir Steingrímur.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira