Forseti Kína: „Enginn mun vinna viðskiptastríð“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2017 11:46 Xi Jinping, forseti Kína, í Davos í Sviss. Vísir/EPA Xi Jinping, forseti Kína, hefur komið hnattvæðingu til varnar og segir ótækt að kenna henni um vandræði heimsins. Hnattvæðing hafi framfleytt þróun mannkynsins og bætt líf milljóna. Hann sagði svarið við mörgum vandamálum heimsins ekki liggja í einangrunarstefnu. „Hvort sem ykkur líkar það eða ekki, er alþjóðahagkerfið stórt haf sem þið getið ekki sloppið frá,“ sagði Jinping á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World economic forum) í Davos í Sviss í dag.Jinping er fyrsti forseti Kína, annars stærsta efnahags heims, sem flytur erindi á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos. Hann sagði hnattvæðingu ekki hafa valdið vanda flóttafólks né efnahagshruninu árið 2008. Þá sagði forsetinn ljóst að enginn myndi „vinna viðskiptastríð“. Samkvæmt AFP fréttaveitunni var Jinping að beina orðum sínum að Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur ítrekað saka Kína um að halda úti efnahagsstefnu sem hafi laðað þúsundir starfa frá Bandaríkjunum og hótað að hækka tolla á kínverskum vörum upp í allt að 45 prósent.CNN segir ræðuna til marks um að stjórnvöld í Peking vilji staðsetja sig sem hnattræna leiðtoga í ljósi þess að vestræn ríki, og þá sérstaklega Bandaríkin, stefni að því að bakka frá heimssviðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Xi Jinping, forseti Kína, hefur komið hnattvæðingu til varnar og segir ótækt að kenna henni um vandræði heimsins. Hnattvæðing hafi framfleytt þróun mannkynsins og bætt líf milljóna. Hann sagði svarið við mörgum vandamálum heimsins ekki liggja í einangrunarstefnu. „Hvort sem ykkur líkar það eða ekki, er alþjóðahagkerfið stórt haf sem þið getið ekki sloppið frá,“ sagði Jinping á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World economic forum) í Davos í Sviss í dag.Jinping er fyrsti forseti Kína, annars stærsta efnahags heims, sem flytur erindi á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos. Hann sagði hnattvæðingu ekki hafa valdið vanda flóttafólks né efnahagshruninu árið 2008. Þá sagði forsetinn ljóst að enginn myndi „vinna viðskiptastríð“. Samkvæmt AFP fréttaveitunni var Jinping að beina orðum sínum að Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur ítrekað saka Kína um að halda úti efnahagsstefnu sem hafi laðað þúsundir starfa frá Bandaríkjunum og hótað að hækka tolla á kínverskum vörum upp í allt að 45 prósent.CNN segir ræðuna til marks um að stjórnvöld í Peking vilji staðsetja sig sem hnattræna leiðtoga í ljósi þess að vestræn ríki, og þá sérstaklega Bandaríkin, stefni að því að bakka frá heimssviðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira