Bjarki Már: Maður fellur oft niður á plan mótherjans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. janúar 2017 21:31 Bjarki Már Elísson var frábær í seinni hálfleik. vísir „Það er erfitt að spila við svona lið. Þetta er ekki alveg eins og maður er vanur. Við vildum kannski vinna þetta tveimur til þremur mörkum stærra en við tókum þetta nokkuð vel held ég.“ Þetta sagði Bjarki Már Elísson, hornamaður íslenska landsliðsins, eftir 33-19 sigurinn á Angóla í kvöld sem er sá fyrsti sem íslenka liðið vinnur á HM 2017 í Frakklandi. Strákarnir okkar voru lengi í gang og þegar fimmtán mínútur voru búnar af seinni hálfleik var Angóla búið að skora marki meira en okkar menn og var ekki nema sjö marka munur á liðunum. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki vel. Það var einbeitingarleysi í vörninni. Við vorum oft með þá en leyfðum þeim bara að komast í gegn í staðinn fyrir að stoppa þá. Þeir spiluðu ógeðslega langar sóknir og þegar höndin var komin upp reyndu þeir sirkus og eitthvað svona,“ sagði Bjarki við Vísi eftir leik. „Þar vantar einbeitingu hjá okkur og hver að passa sinn mann. Þetta endar í fjórtán mörkum en hefði kannski getað endað í 16 eða 17. Við getum verið ágætlega sáttir.“ Bjarki viðurkenndi að það getur hreinlega verið erfitt að spila á móti liði eins og Angóla sem spilar furðulegan handbolta og er ekki hátt skrifað. „Það er það. Það er oft þannig að maður fellur niður á planið sem andstæðingurinn er að spila á. Við vissum að hvert mark mun telja en tvö stig eru góð,“ segir Bjarki sem skoraði sex mörk úr sjö skotum í seinni hálfleik. „Ég er brjálaður yfir skotinu sem ég klikkaði á. Markvörðurinn var alltaf í bíói í markinu. Hann kom stundum út en svo beið hann stundum á línunni. Maður á bara að bíða þegar maður mætir svona gaurum en ég er ágætlega sáttur.“ Sigur gegn Makedóníu á fimmtudaginn mun líklega innsigla þriðja sætið: „Nú þurfum við að hvílast vel og svo verður allt skilið eftir á góflinu á fimmtudaginn á móti Makedóníu,“ sagði Bjarki Már Elísson.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðjón Valur tók HM-leikjametið af Ólafi Hornamaðurinn orðinn leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM frá upphafi. 17. janúar 2017 20:33 Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla Strákarnir okkar eiga möguleika á þriðja sætinu í B-riðli HM 2017 eftir stórsigur á Angóla sem var þó ekki alveg nógu sannfærandi. 17. janúar 2017 21:00 Twitter: Þjóðinni ekki skemmt yfir ósannfærandi frammistöðu strákanna gegn Angóla Íslenska landsliðið vann stórsigur á Angóla í kvöld og náði í sinn fyrsta sigur á HM en spilamennskan var ekki nógu góð. 17. janúar 2017 21:17 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
„Það er erfitt að spila við svona lið. Þetta er ekki alveg eins og maður er vanur. Við vildum kannski vinna þetta tveimur til þremur mörkum stærra en við tókum þetta nokkuð vel held ég.“ Þetta sagði Bjarki Már Elísson, hornamaður íslenska landsliðsins, eftir 33-19 sigurinn á Angóla í kvöld sem er sá fyrsti sem íslenka liðið vinnur á HM 2017 í Frakklandi. Strákarnir okkar voru lengi í gang og þegar fimmtán mínútur voru búnar af seinni hálfleik var Angóla búið að skora marki meira en okkar menn og var ekki nema sjö marka munur á liðunum. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki vel. Það var einbeitingarleysi í vörninni. Við vorum oft með þá en leyfðum þeim bara að komast í gegn í staðinn fyrir að stoppa þá. Þeir spiluðu ógeðslega langar sóknir og þegar höndin var komin upp reyndu þeir sirkus og eitthvað svona,“ sagði Bjarki við Vísi eftir leik. „Þar vantar einbeitingu hjá okkur og hver að passa sinn mann. Þetta endar í fjórtán mörkum en hefði kannski getað endað í 16 eða 17. Við getum verið ágætlega sáttir.“ Bjarki viðurkenndi að það getur hreinlega verið erfitt að spila á móti liði eins og Angóla sem spilar furðulegan handbolta og er ekki hátt skrifað. „Það er það. Það er oft þannig að maður fellur niður á planið sem andstæðingurinn er að spila á. Við vissum að hvert mark mun telja en tvö stig eru góð,“ segir Bjarki sem skoraði sex mörk úr sjö skotum í seinni hálfleik. „Ég er brjálaður yfir skotinu sem ég klikkaði á. Markvörðurinn var alltaf í bíói í markinu. Hann kom stundum út en svo beið hann stundum á línunni. Maður á bara að bíða þegar maður mætir svona gaurum en ég er ágætlega sáttur.“ Sigur gegn Makedóníu á fimmtudaginn mun líklega innsigla þriðja sætið: „Nú þurfum við að hvílast vel og svo verður allt skilið eftir á góflinu á fimmtudaginn á móti Makedóníu,“ sagði Bjarki Már Elísson.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðjón Valur tók HM-leikjametið af Ólafi Hornamaðurinn orðinn leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM frá upphafi. 17. janúar 2017 20:33 Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla Strákarnir okkar eiga möguleika á þriðja sætinu í B-riðli HM 2017 eftir stórsigur á Angóla sem var þó ekki alveg nógu sannfærandi. 17. janúar 2017 21:00 Twitter: Þjóðinni ekki skemmt yfir ósannfærandi frammistöðu strákanna gegn Angóla Íslenska landsliðið vann stórsigur á Angóla í kvöld og náði í sinn fyrsta sigur á HM en spilamennskan var ekki nógu góð. 17. janúar 2017 21:17 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Guðjón Valur tók HM-leikjametið af Ólafi Hornamaðurinn orðinn leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM frá upphafi. 17. janúar 2017 20:33
Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla Strákarnir okkar eiga möguleika á þriðja sætinu í B-riðli HM 2017 eftir stórsigur á Angóla sem var þó ekki alveg nógu sannfærandi. 17. janúar 2017 21:00
Twitter: Þjóðinni ekki skemmt yfir ósannfærandi frammistöðu strákanna gegn Angóla Íslenska landsliðið vann stórsigur á Angóla í kvöld og náði í sinn fyrsta sigur á HM en spilamennskan var ekki nógu góð. 17. janúar 2017 21:17