TF-LÍF komin aftur til Reykjavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. janúar 2017 14:36 TF-LÍF þyrla Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan 14:13 en þyrlan fór frá vellinum um hálftólf í dag með sérsveitarmenn innanborðs. Á vef RÚV er greint frá því að þyrlan hafi verið dregin beint inn í flugskýli um leið og hún lenti og ekki hafi neinn stigið frá borði áður en hún fór inn í skýlið. Því er ekki vitað hvort að sérsveitarmennirnir hafi komið aftur með þyrlunni eða einhverjir aðrir. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, vildi ekkert tjá sig um ferðir þyrlunnar þegar eftir því var leitað. Greint var frá því fyrr í dag að þyrlan hefði farið frá Reykjavíkurflugvelli og sáust sérsveitarmenn fara um borð í hana í myndskeiði RÚV. Síðdegis í gær óskaði lögregla eftir aðstoð danska varðskipsins Triton vegna málsins, en skipið hafði verið á siglingu á Faxaflóa, og herma heimildir fréttastofu að gæsluþyrla hafi flogið með nokkra íslenska sérsveitarmenn um borð í Triton. Danska varðskipið siglir til móts við grænlenska togarann Polar Nanoq sem snúið var við í gær og er nú á leiðinni aftur til Íslands. Lögreglan hefur ekkert viljað segja um aðgerðir sínar í tengslum við Polar Nanoq en í gær var greint frá því að skipverji á skipinu væri grunaður um að hafa haft á leigu rauðan Kia Rio-bíl sem talinn er mögulega tengjast hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Hvort að bætt hafi verið í mannskap sérsveitarinnar í Triton nú eða hvort einhverjir hafi komið til baka með þyrlunni í dag liggur ekki fyrir.Fréttin var uppfærð klukkan 14:51. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Birna tók krók upp Skólavörðustíginn: Engin virkni á Tinder eða Badoo Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segist ekki geta staðfest að bifreið sem lögregla lagði hald á í gær sé sá sami og sést á upptökum úr öryggismyndavélum við Laugaveg aðfaranótt laugardags. 18. janúar 2017 13:15 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan 14:13 en þyrlan fór frá vellinum um hálftólf í dag með sérsveitarmenn innanborðs. Á vef RÚV er greint frá því að þyrlan hafi verið dregin beint inn í flugskýli um leið og hún lenti og ekki hafi neinn stigið frá borði áður en hún fór inn í skýlið. Því er ekki vitað hvort að sérsveitarmennirnir hafi komið aftur með þyrlunni eða einhverjir aðrir. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, vildi ekkert tjá sig um ferðir þyrlunnar þegar eftir því var leitað. Greint var frá því fyrr í dag að þyrlan hefði farið frá Reykjavíkurflugvelli og sáust sérsveitarmenn fara um borð í hana í myndskeiði RÚV. Síðdegis í gær óskaði lögregla eftir aðstoð danska varðskipsins Triton vegna málsins, en skipið hafði verið á siglingu á Faxaflóa, og herma heimildir fréttastofu að gæsluþyrla hafi flogið með nokkra íslenska sérsveitarmenn um borð í Triton. Danska varðskipið siglir til móts við grænlenska togarann Polar Nanoq sem snúið var við í gær og er nú á leiðinni aftur til Íslands. Lögreglan hefur ekkert viljað segja um aðgerðir sínar í tengslum við Polar Nanoq en í gær var greint frá því að skipverji á skipinu væri grunaður um að hafa haft á leigu rauðan Kia Rio-bíl sem talinn er mögulega tengjast hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Hvort að bætt hafi verið í mannskap sérsveitarinnar í Triton nú eða hvort einhverjir hafi komið til baka með þyrlunni í dag liggur ekki fyrir.Fréttin var uppfærð klukkan 14:51.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Birna tók krók upp Skólavörðustíginn: Engin virkni á Tinder eða Badoo Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segist ekki geta staðfest að bifreið sem lögregla lagði hald á í gær sé sá sami og sést á upptökum úr öryggismyndavélum við Laugaveg aðfaranótt laugardags. 18. janúar 2017 13:15 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00
Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36
Birna tók krók upp Skólavörðustíginn: Engin virkni á Tinder eða Badoo Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segist ekki geta staðfest að bifreið sem lögregla lagði hald á í gær sé sá sami og sést á upptökum úr öryggismyndavélum við Laugaveg aðfaranótt laugardags. 18. janúar 2017 13:15