TF-LÍF komin aftur til Reykjavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. janúar 2017 14:36 TF-LÍF þyrla Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan 14:13 en þyrlan fór frá vellinum um hálftólf í dag með sérsveitarmenn innanborðs. Á vef RÚV er greint frá því að þyrlan hafi verið dregin beint inn í flugskýli um leið og hún lenti og ekki hafi neinn stigið frá borði áður en hún fór inn í skýlið. Því er ekki vitað hvort að sérsveitarmennirnir hafi komið aftur með þyrlunni eða einhverjir aðrir. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, vildi ekkert tjá sig um ferðir þyrlunnar þegar eftir því var leitað. Greint var frá því fyrr í dag að þyrlan hefði farið frá Reykjavíkurflugvelli og sáust sérsveitarmenn fara um borð í hana í myndskeiði RÚV. Síðdegis í gær óskaði lögregla eftir aðstoð danska varðskipsins Triton vegna málsins, en skipið hafði verið á siglingu á Faxaflóa, og herma heimildir fréttastofu að gæsluþyrla hafi flogið með nokkra íslenska sérsveitarmenn um borð í Triton. Danska varðskipið siglir til móts við grænlenska togarann Polar Nanoq sem snúið var við í gær og er nú á leiðinni aftur til Íslands. Lögreglan hefur ekkert viljað segja um aðgerðir sínar í tengslum við Polar Nanoq en í gær var greint frá því að skipverji á skipinu væri grunaður um að hafa haft á leigu rauðan Kia Rio-bíl sem talinn er mögulega tengjast hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Hvort að bætt hafi verið í mannskap sérsveitarinnar í Triton nú eða hvort einhverjir hafi komið til baka með þyrlunni í dag liggur ekki fyrir.Fréttin var uppfærð klukkan 14:51. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Birna tók krók upp Skólavörðustíginn: Engin virkni á Tinder eða Badoo Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segist ekki geta staðfest að bifreið sem lögregla lagði hald á í gær sé sá sami og sést á upptökum úr öryggismyndavélum við Laugaveg aðfaranótt laugardags. 18. janúar 2017 13:15 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan 14:13 en þyrlan fór frá vellinum um hálftólf í dag með sérsveitarmenn innanborðs. Á vef RÚV er greint frá því að þyrlan hafi verið dregin beint inn í flugskýli um leið og hún lenti og ekki hafi neinn stigið frá borði áður en hún fór inn í skýlið. Því er ekki vitað hvort að sérsveitarmennirnir hafi komið aftur með þyrlunni eða einhverjir aðrir. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, vildi ekkert tjá sig um ferðir þyrlunnar þegar eftir því var leitað. Greint var frá því fyrr í dag að þyrlan hefði farið frá Reykjavíkurflugvelli og sáust sérsveitarmenn fara um borð í hana í myndskeiði RÚV. Síðdegis í gær óskaði lögregla eftir aðstoð danska varðskipsins Triton vegna málsins, en skipið hafði verið á siglingu á Faxaflóa, og herma heimildir fréttastofu að gæsluþyrla hafi flogið með nokkra íslenska sérsveitarmenn um borð í Triton. Danska varðskipið siglir til móts við grænlenska togarann Polar Nanoq sem snúið var við í gær og er nú á leiðinni aftur til Íslands. Lögreglan hefur ekkert viljað segja um aðgerðir sínar í tengslum við Polar Nanoq en í gær var greint frá því að skipverji á skipinu væri grunaður um að hafa haft á leigu rauðan Kia Rio-bíl sem talinn er mögulega tengjast hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Hvort að bætt hafi verið í mannskap sérsveitarinnar í Triton nú eða hvort einhverjir hafi komið til baka með þyrlunni í dag liggur ekki fyrir.Fréttin var uppfærð klukkan 14:51.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Birna tók krók upp Skólavörðustíginn: Engin virkni á Tinder eða Badoo Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segist ekki geta staðfest að bifreið sem lögregla lagði hald á í gær sé sá sami og sést á upptökum úr öryggismyndavélum við Laugaveg aðfaranótt laugardags. 18. janúar 2017 13:15 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00
Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36
Birna tók krók upp Skólavörðustíginn: Engin virkni á Tinder eða Badoo Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segist ekki geta staðfest að bifreið sem lögregla lagði hald á í gær sé sá sami og sést á upptökum úr öryggismyndavélum við Laugaveg aðfaranótt laugardags. 18. janúar 2017 13:15