Peningaleysi lögreglunnar tafði fyrir Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 19. janúar 2017 07:00 Myndavélar lögreglunnar eru um 20 ára gamlar og eru aðeins átta á víð og dreif um miðborgina. vísir/vilhelm „Það er skelfilegt til þess að hugsa að gæði myndavéla skuli gera það að verkum að svona mikilvægur rannsóknarþáttur skuli tefjast. Það er með ólíkindum á þessari tölvuöld,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, en athygli hefur vakið hversu óskýrar myndir lögreglunnar eru af för Birnu Brjánsdóttur nóttina sem hún hvarf. Greint var frá því á blaðamannafundi á mánudag að lögreglan hefði ekki skráningarnúmer Kia Rio-bílsins, sem hún þurfti að finna, vegna lélegra gæða eftirlitsmyndavélanna. Þurfti lögreglan því að notast við útilokunaraðferð til að finna bílinn og sagði Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, að lögreglan hefði skoðað 126 bíla. Hefði lögreglan séð bílnúmerið strax hefði það þrengt leitina og sparað mikinn tíma.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Lögreglan hefur fullan aðgang að átta myndavélum samkvæmt rannsókn Bryndísar Björgvinsdóttir og Valdimars Tr. Hafstein í félagsvísindum við Háskóla Íslands frá 2010. Snorri segist efast um að eftirlitsmyndavélar séu orðnar fleiri eða uppfærðar en eftirlitsmyndavélarnar voru settar upp fyrir um 20 árum. „Ég nánast leyfi mér að fullyrða að það hafi ekki orðið nein breyting án þess að ég viti það fyrir víst. Fjárhagsstaðan hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er slík að það er útilokað að það sé búið að bæta við eða endurnýja þær vélar sem eru uppi. Þetta eru vélar sem voru settar upp í samvinnu við Reykjavíkurborg árið 1997 og þetta voru og eru enn miklir hlunkar,“ segir hann.Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.vísir/ernirAlls eru á þriðja hundrað eftirlitsmyndavélar í miðbæ Reykjavíkur samkvæmt rannsókn þeirra Bryndísar og Valdimars. Samkvæmt upplýsingum frá Securitas beinast þær yfirleitt að bakhúsum og inn í verslanir. Götur miðborgarinnar eru því lítið vaktaðar en Birna hvarf sjónum lögreglu við Laugaveg 31. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra er að setja sig inn í starfið og átti erfitt með að tjá sig um hvort eftirlitsmyndavélar lögreglunnar yrðu endurnýjaðar og betrumbættar. „En ef það eru einhverjar vélar sem eru ekki að virka verður það að sjálfsögðu skoðað. En það eru sjónarmið í þessu, bæði með og á móti, og það gilda strangar reglur um eftirlitsmyndavélar sem beinast út á götu,“ segir hún. Snorri segist skilja persónuverndarsjónarmiðin en þau aftri rannsóknum lögreglunnar. „Búnaðurinn er orðinn þannig að það er varla hægt að nota hann. Þessar myndir sem hafa verið að birtast, það þarf að vera ansi fróður um bíla til að vita að þetta sé þessi ákveðna tegund, bara sem dæmi.“Myndin sýnir ferð Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur fyrir hvarf hennar og staðsetningu þeirra öryggismyndavéla sem birtar hafa verið myndir úr.Vísir/Loftmyndir Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur tekið til gagngerrar endurskoðunar Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur verður tekið til gagngerrar endurskoðunar í kjölfar máls Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 12:14 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
„Það er skelfilegt til þess að hugsa að gæði myndavéla skuli gera það að verkum að svona mikilvægur rannsóknarþáttur skuli tefjast. Það er með ólíkindum á þessari tölvuöld,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, en athygli hefur vakið hversu óskýrar myndir lögreglunnar eru af för Birnu Brjánsdóttur nóttina sem hún hvarf. Greint var frá því á blaðamannafundi á mánudag að lögreglan hefði ekki skráningarnúmer Kia Rio-bílsins, sem hún þurfti að finna, vegna lélegra gæða eftirlitsmyndavélanna. Þurfti lögreglan því að notast við útilokunaraðferð til að finna bílinn og sagði Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, að lögreglan hefði skoðað 126 bíla. Hefði lögreglan séð bílnúmerið strax hefði það þrengt leitina og sparað mikinn tíma.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Lögreglan hefur fullan aðgang að átta myndavélum samkvæmt rannsókn Bryndísar Björgvinsdóttir og Valdimars Tr. Hafstein í félagsvísindum við Háskóla Íslands frá 2010. Snorri segist efast um að eftirlitsmyndavélar séu orðnar fleiri eða uppfærðar en eftirlitsmyndavélarnar voru settar upp fyrir um 20 árum. „Ég nánast leyfi mér að fullyrða að það hafi ekki orðið nein breyting án þess að ég viti það fyrir víst. Fjárhagsstaðan hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er slík að það er útilokað að það sé búið að bæta við eða endurnýja þær vélar sem eru uppi. Þetta eru vélar sem voru settar upp í samvinnu við Reykjavíkurborg árið 1997 og þetta voru og eru enn miklir hlunkar,“ segir hann.Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.vísir/ernirAlls eru á þriðja hundrað eftirlitsmyndavélar í miðbæ Reykjavíkur samkvæmt rannsókn þeirra Bryndísar og Valdimars. Samkvæmt upplýsingum frá Securitas beinast þær yfirleitt að bakhúsum og inn í verslanir. Götur miðborgarinnar eru því lítið vaktaðar en Birna hvarf sjónum lögreglu við Laugaveg 31. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra er að setja sig inn í starfið og átti erfitt með að tjá sig um hvort eftirlitsmyndavélar lögreglunnar yrðu endurnýjaðar og betrumbættar. „En ef það eru einhverjar vélar sem eru ekki að virka verður það að sjálfsögðu skoðað. En það eru sjónarmið í þessu, bæði með og á móti, og það gilda strangar reglur um eftirlitsmyndavélar sem beinast út á götu,“ segir hún. Snorri segist skilja persónuverndarsjónarmiðin en þau aftri rannsóknum lögreglunnar. „Búnaðurinn er orðinn þannig að það er varla hægt að nota hann. Þessar myndir sem hafa verið að birtast, það þarf að vera ansi fróður um bíla til að vita að þetta sé þessi ákveðna tegund, bara sem dæmi.“Myndin sýnir ferð Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur fyrir hvarf hennar og staðsetningu þeirra öryggismyndavéla sem birtar hafa verið myndir úr.Vísir/Loftmyndir
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur tekið til gagngerrar endurskoðunar Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur verður tekið til gagngerrar endurskoðunar í kjölfar máls Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 12:14 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14
Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur tekið til gagngerrar endurskoðunar Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur verður tekið til gagngerrar endurskoðunar í kjölfar máls Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 12:14
Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23
Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12