Peningaleysi lögreglunnar tafði fyrir Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 19. janúar 2017 07:00 Myndavélar lögreglunnar eru um 20 ára gamlar og eru aðeins átta á víð og dreif um miðborgina. vísir/vilhelm „Það er skelfilegt til þess að hugsa að gæði myndavéla skuli gera það að verkum að svona mikilvægur rannsóknarþáttur skuli tefjast. Það er með ólíkindum á þessari tölvuöld,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, en athygli hefur vakið hversu óskýrar myndir lögreglunnar eru af för Birnu Brjánsdóttur nóttina sem hún hvarf. Greint var frá því á blaðamannafundi á mánudag að lögreglan hefði ekki skráningarnúmer Kia Rio-bílsins, sem hún þurfti að finna, vegna lélegra gæða eftirlitsmyndavélanna. Þurfti lögreglan því að notast við útilokunaraðferð til að finna bílinn og sagði Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, að lögreglan hefði skoðað 126 bíla. Hefði lögreglan séð bílnúmerið strax hefði það þrengt leitina og sparað mikinn tíma.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Lögreglan hefur fullan aðgang að átta myndavélum samkvæmt rannsókn Bryndísar Björgvinsdóttir og Valdimars Tr. Hafstein í félagsvísindum við Háskóla Íslands frá 2010. Snorri segist efast um að eftirlitsmyndavélar séu orðnar fleiri eða uppfærðar en eftirlitsmyndavélarnar voru settar upp fyrir um 20 árum. „Ég nánast leyfi mér að fullyrða að það hafi ekki orðið nein breyting án þess að ég viti það fyrir víst. Fjárhagsstaðan hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er slík að það er útilokað að það sé búið að bæta við eða endurnýja þær vélar sem eru uppi. Þetta eru vélar sem voru settar upp í samvinnu við Reykjavíkurborg árið 1997 og þetta voru og eru enn miklir hlunkar,“ segir hann.Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.vísir/ernirAlls eru á þriðja hundrað eftirlitsmyndavélar í miðbæ Reykjavíkur samkvæmt rannsókn þeirra Bryndísar og Valdimars. Samkvæmt upplýsingum frá Securitas beinast þær yfirleitt að bakhúsum og inn í verslanir. Götur miðborgarinnar eru því lítið vaktaðar en Birna hvarf sjónum lögreglu við Laugaveg 31. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra er að setja sig inn í starfið og átti erfitt með að tjá sig um hvort eftirlitsmyndavélar lögreglunnar yrðu endurnýjaðar og betrumbættar. „En ef það eru einhverjar vélar sem eru ekki að virka verður það að sjálfsögðu skoðað. En það eru sjónarmið í þessu, bæði með og á móti, og það gilda strangar reglur um eftirlitsmyndavélar sem beinast út á götu,“ segir hún. Snorri segist skilja persónuverndarsjónarmiðin en þau aftri rannsóknum lögreglunnar. „Búnaðurinn er orðinn þannig að það er varla hægt að nota hann. Þessar myndir sem hafa verið að birtast, það þarf að vera ansi fróður um bíla til að vita að þetta sé þessi ákveðna tegund, bara sem dæmi.“Myndin sýnir ferð Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur fyrir hvarf hennar og staðsetningu þeirra öryggismyndavéla sem birtar hafa verið myndir úr.Vísir/Loftmyndir Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur tekið til gagngerrar endurskoðunar Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur verður tekið til gagngerrar endurskoðunar í kjölfar máls Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 12:14 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
„Það er skelfilegt til þess að hugsa að gæði myndavéla skuli gera það að verkum að svona mikilvægur rannsóknarþáttur skuli tefjast. Það er með ólíkindum á þessari tölvuöld,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, en athygli hefur vakið hversu óskýrar myndir lögreglunnar eru af för Birnu Brjánsdóttur nóttina sem hún hvarf. Greint var frá því á blaðamannafundi á mánudag að lögreglan hefði ekki skráningarnúmer Kia Rio-bílsins, sem hún þurfti að finna, vegna lélegra gæða eftirlitsmyndavélanna. Þurfti lögreglan því að notast við útilokunaraðferð til að finna bílinn og sagði Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, að lögreglan hefði skoðað 126 bíla. Hefði lögreglan séð bílnúmerið strax hefði það þrengt leitina og sparað mikinn tíma.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Lögreglan hefur fullan aðgang að átta myndavélum samkvæmt rannsókn Bryndísar Björgvinsdóttir og Valdimars Tr. Hafstein í félagsvísindum við Háskóla Íslands frá 2010. Snorri segist efast um að eftirlitsmyndavélar séu orðnar fleiri eða uppfærðar en eftirlitsmyndavélarnar voru settar upp fyrir um 20 árum. „Ég nánast leyfi mér að fullyrða að það hafi ekki orðið nein breyting án þess að ég viti það fyrir víst. Fjárhagsstaðan hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er slík að það er útilokað að það sé búið að bæta við eða endurnýja þær vélar sem eru uppi. Þetta eru vélar sem voru settar upp í samvinnu við Reykjavíkurborg árið 1997 og þetta voru og eru enn miklir hlunkar,“ segir hann.Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.vísir/ernirAlls eru á þriðja hundrað eftirlitsmyndavélar í miðbæ Reykjavíkur samkvæmt rannsókn þeirra Bryndísar og Valdimars. Samkvæmt upplýsingum frá Securitas beinast þær yfirleitt að bakhúsum og inn í verslanir. Götur miðborgarinnar eru því lítið vaktaðar en Birna hvarf sjónum lögreglu við Laugaveg 31. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra er að setja sig inn í starfið og átti erfitt með að tjá sig um hvort eftirlitsmyndavélar lögreglunnar yrðu endurnýjaðar og betrumbættar. „En ef það eru einhverjar vélar sem eru ekki að virka verður það að sjálfsögðu skoðað. En það eru sjónarmið í þessu, bæði með og á móti, og það gilda strangar reglur um eftirlitsmyndavélar sem beinast út á götu,“ segir hún. Snorri segist skilja persónuverndarsjónarmiðin en þau aftri rannsóknum lögreglunnar. „Búnaðurinn er orðinn þannig að það er varla hægt að nota hann. Þessar myndir sem hafa verið að birtast, það þarf að vera ansi fróður um bíla til að vita að þetta sé þessi ákveðna tegund, bara sem dæmi.“Myndin sýnir ferð Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur fyrir hvarf hennar og staðsetningu þeirra öryggismyndavéla sem birtar hafa verið myndir úr.Vísir/Loftmyndir
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur tekið til gagngerrar endurskoðunar Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur verður tekið til gagngerrar endurskoðunar í kjölfar máls Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 12:14 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14
Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur tekið til gagngerrar endurskoðunar Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur verður tekið til gagngerrar endurskoðunar í kjölfar máls Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 12:14
Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23
Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12