Hvert einasta ljóð gæti orðið að lagi Magnús Guðmundsson skrifar 19. janúar 2017 11:30 Ragnheiður Gröndal, Kristofer Rodriguez Svönuson og Leifur Gunnarsson ætla að djassa við ljóð Snorra Hjartarsonar á morgun og laugardag. Visir/Eyþór Frá því skömmu eftir að Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari sneri heim að loknu námi í Kaupmannahöfn hefur hann haldið utan um tónleikaröðina Jazz í hádeginu í Gerðubergi. Leifur segir að það séu nú að verða um þrjú ár sem þau hafi haldið úti tónleikaröðinni og að almennt sé mæting með ágætum. „Við byrjuðum bara í Gerðubergi hérna í Breiðholtinu en svo átti sér stað ákveðin endurskipulagning hjá borginni sem skapaði tækifæri fyrir okkur til þess að hugsa þetta í aðeins víðara samhengi. Þá byrjuðum við að fara Spöngina í Grafarvogi og núna með okkar nýjasta verkefni verðum við líka í Menningarhúsinu í Grófinni. Við verðum þar í hádeginu á morgun og svo í Gerðubergi á laugardaginn kl. 13.15 en tónleikarnir eru rétt tæp klukkustund að lengd. Tónleikarnir sem Leifur vísar til eru undir yfirskriftinni Hauströkkrið yfir mér, en þar flytja þau Ragnheiður Gröndal, Kristofer Rodriguez Svönuson og Leifur Gunnarsson lög við ljóð Snorra Hjartarsonar. Á efnisskránni eru meðal annars ný lög eftir Leif og eitt til eftir Ragnheiði við ljóð Snorra en einnig eru á efnisskránni lög eftir Tómas R. Einarsson, Ingva Þór Kormáksson og Bubba Morthens við ljóð skáldsins. Leifur segir að upphaf þessa verkefnis megi rekja til þess að Hjörtur Hjartarson hafi verið frumkvöðull að yfirlitssýningu yfir ævistarf Snorra í Þjóðarbókhlöðunni. „Sýningin var opnuð síðar í Grófinni og við það tækifæri þá héldum við fyrstu tónleikana undir yfirskriftinni Jazz í hádeginu með þessu sérstaka þema. Af þessu tilefni skrifaði í ég nokkur lög við ljóð Snorra og við frumfluttum þau á þessum tónleikum.“ Aðspurður hvort það sé eitthvað sérstakt við skáldskap Snorra sem höfðar til hans eða djassistans í honum þá segir Leifur að það sé ekki hægt að neita því. „Ég þekkti þessi ljóð ekkert sérstaklega vel áður en ég fór að garfa í þessu. En ég fékk ágætan aðdraganda og hafði tíma til þess að kynna mér ljóðin hans. Hann er sérstaklega vandvirkur og ljóðin eru oft lýsingar á andrúmslofti, náttúru, hann tekur sér stöðu innan um hluti og talar aldrei um sjálfan sig og þessi ljóð eru einhvern veginn tímalaus fyrirbæri. Og þannig er ágætt að eiga við þetta og vegna þessa tímaleysis er alltaf gott að sækja í þetta og maður hefur alveg endalaust eitthvað til þess að taka á, þó svo eftir hann liggi aðeins fjórar ljóðabækur. En það er einhvern veginn þannig að hvert einasta ljóð gæti orðið að lagi.“ Leifur segir að hann dauðlangi til þess að gera meira með þetta verkefni. „En mér finnst líka svo gott að leyfa hlutunum að fá smá tíma til þess að gerjast og verða til. Mér finnst ég ekki þurfa að vera eitthvað feiminn við að halda tónleika og sýna fólki hvernig þetta er nákvæmlega núna þó svo að lögin muni kannski smám saman mótast og fara í aðrar áttir seinna. En það verður svo bara að koma í ljós hvernig gengur að láta það gerast.“ Leifur þarf ekki að hugsa sig lengi um þegar hann er spurður að því hvort að hann eigi sér uppáhald á meðal ljóða Snorra. „Já, það er reyndar breytilegt, en í augnablikinu þá er það ljóð sem reyndar kom ekki á bók fyrr en í kvæðasafninu en það var síðasta ljóðið sem hann setti frá sér. Þetta ljóð heitir Ferhenda og það er í miklu uppáhaldi hjá mér akkúrat núna. Ég er nýbúinn að skrifa smá lag við þetta ljóð sem ég ætla mér að frumflytja á tónleikunum og kannski er það þess vegna sem ég held svona upp á það þessa dagana. Mér finnst þetta vera rosalega fallegt ljóð og fyrir mér þá hljómar það eins og hinsta kveðja og er í senn einstaklega hvetjandi og fallegt. Manni líður vel að lesa Snorra.“ Leifur minnir á að ástæðan fyrir því að þau verða í Grófinni í hádeginu á föstudaginn er sú að í kjölfar tónleikanna verður opnuð þar myndlistarsýning undir yfirskriftinni Endurfundir. Á henni sýna þátttakendur í listasmiðju Hlutverkaseturs verk sem eru unnin fyrir ólíka miðla og undir áhrifum frá ljóðum Snorra. Einnig er rétt að minna á að aðgangur að tónleikaröðinni Jazz í hádeginu er alltaf ókeypis og allir velkomnir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. janúar. Menning Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Frá því skömmu eftir að Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari sneri heim að loknu námi í Kaupmannahöfn hefur hann haldið utan um tónleikaröðina Jazz í hádeginu í Gerðubergi. Leifur segir að það séu nú að verða um þrjú ár sem þau hafi haldið úti tónleikaröðinni og að almennt sé mæting með ágætum. „Við byrjuðum bara í Gerðubergi hérna í Breiðholtinu en svo átti sér stað ákveðin endurskipulagning hjá borginni sem skapaði tækifæri fyrir okkur til þess að hugsa þetta í aðeins víðara samhengi. Þá byrjuðum við að fara Spöngina í Grafarvogi og núna með okkar nýjasta verkefni verðum við líka í Menningarhúsinu í Grófinni. Við verðum þar í hádeginu á morgun og svo í Gerðubergi á laugardaginn kl. 13.15 en tónleikarnir eru rétt tæp klukkustund að lengd. Tónleikarnir sem Leifur vísar til eru undir yfirskriftinni Hauströkkrið yfir mér, en þar flytja þau Ragnheiður Gröndal, Kristofer Rodriguez Svönuson og Leifur Gunnarsson lög við ljóð Snorra Hjartarsonar. Á efnisskránni eru meðal annars ný lög eftir Leif og eitt til eftir Ragnheiði við ljóð Snorra en einnig eru á efnisskránni lög eftir Tómas R. Einarsson, Ingva Þór Kormáksson og Bubba Morthens við ljóð skáldsins. Leifur segir að upphaf þessa verkefnis megi rekja til þess að Hjörtur Hjartarson hafi verið frumkvöðull að yfirlitssýningu yfir ævistarf Snorra í Þjóðarbókhlöðunni. „Sýningin var opnuð síðar í Grófinni og við það tækifæri þá héldum við fyrstu tónleikana undir yfirskriftinni Jazz í hádeginu með þessu sérstaka þema. Af þessu tilefni skrifaði í ég nokkur lög við ljóð Snorra og við frumfluttum þau á þessum tónleikum.“ Aðspurður hvort það sé eitthvað sérstakt við skáldskap Snorra sem höfðar til hans eða djassistans í honum þá segir Leifur að það sé ekki hægt að neita því. „Ég þekkti þessi ljóð ekkert sérstaklega vel áður en ég fór að garfa í þessu. En ég fékk ágætan aðdraganda og hafði tíma til þess að kynna mér ljóðin hans. Hann er sérstaklega vandvirkur og ljóðin eru oft lýsingar á andrúmslofti, náttúru, hann tekur sér stöðu innan um hluti og talar aldrei um sjálfan sig og þessi ljóð eru einhvern veginn tímalaus fyrirbæri. Og þannig er ágætt að eiga við þetta og vegna þessa tímaleysis er alltaf gott að sækja í þetta og maður hefur alveg endalaust eitthvað til þess að taka á, þó svo eftir hann liggi aðeins fjórar ljóðabækur. En það er einhvern veginn þannig að hvert einasta ljóð gæti orðið að lagi.“ Leifur segir að hann dauðlangi til þess að gera meira með þetta verkefni. „En mér finnst líka svo gott að leyfa hlutunum að fá smá tíma til þess að gerjast og verða til. Mér finnst ég ekki þurfa að vera eitthvað feiminn við að halda tónleika og sýna fólki hvernig þetta er nákvæmlega núna þó svo að lögin muni kannski smám saman mótast og fara í aðrar áttir seinna. En það verður svo bara að koma í ljós hvernig gengur að láta það gerast.“ Leifur þarf ekki að hugsa sig lengi um þegar hann er spurður að því hvort að hann eigi sér uppáhald á meðal ljóða Snorra. „Já, það er reyndar breytilegt, en í augnablikinu þá er það ljóð sem reyndar kom ekki á bók fyrr en í kvæðasafninu en það var síðasta ljóðið sem hann setti frá sér. Þetta ljóð heitir Ferhenda og það er í miklu uppáhaldi hjá mér akkúrat núna. Ég er nýbúinn að skrifa smá lag við þetta ljóð sem ég ætla mér að frumflytja á tónleikunum og kannski er það þess vegna sem ég held svona upp á það þessa dagana. Mér finnst þetta vera rosalega fallegt ljóð og fyrir mér þá hljómar það eins og hinsta kveðja og er í senn einstaklega hvetjandi og fallegt. Manni líður vel að lesa Snorra.“ Leifur minnir á að ástæðan fyrir því að þau verða í Grófinni í hádeginu á föstudaginn er sú að í kjölfar tónleikanna verður opnuð þar myndlistarsýning undir yfirskriftinni Endurfundir. Á henni sýna þátttakendur í listasmiðju Hlutverkaseturs verk sem eru unnin fyrir ólíka miðla og undir áhrifum frá ljóðum Snorra. Einnig er rétt að minna á að aðgangur að tónleikaröðinni Jazz í hádeginu er alltaf ókeypis og allir velkomnir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. janúar.
Menning Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira