Síðasti blaðamannafundur Obama: „Ég held að þetta verði allt í lagi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. janúar 2017 11:02 Barack Obama hélt sinn síðasta blaðamannafund sem forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Barack Obama hélt í gær sinn síðasta blaðamannafund sem forseti Bandaríkjanna. Donald Trump tekur við embætti á morgun en núverandi forseti varaði eftirmann sinn við að hann myndi ekki sitja þegjandi hjá ef grunngildum Bandaríkjanna yrði ógnað undir stjórn Trump. „Ég held að þetta verði allt í lagi,“ svaraði Obama spurður um væntanlega forsetatíð Trump. „Við þurfum samt að halda áfram að berjast og taka engu sem gefnu.“ Hefð er fyrir því að fyrrverandi forsetar tjái sig sem minnst um störf eftirmanna sinna og sagði Obama að hann myndi halda sig við það að mestu leyti, nema hann yrði vitni að því að „grunngildum“ Bandaríkjanna yrði ógnað. „Ef ég sé kerfisbundna mismunun verða lögleidda á einhvern hátt, til að mynda ef komið verður í veg fyrir að fólk geti kosið,“ sagði Obama aðspurður um hvað gæti orðið til þess að hann myndi tjá sig um störf Donald Trump sem forseti. Ljóst er að Trump og Obama eru ekki sammála í fjölmörgum málaflokkum og má þar nefna heilbrigðismál og umhverfismál. Reikna má með að stefna Bandaríkjanna í veigamiklum málaflokkum muni taka stakkaskiptum ef marka má orð Trump. Obama vonast þó til þess að starf forseta muni milda afstöð Trump. „Þegar hann tekur við embætti mun hann sjá hversu flókið það er í raun og veru að veita öllum heilbrigðisþjónustu eða skapa störf og það gæti fengið hann til þess að komast að sömu niðurstöðum og ég,“ sagði Obama. Trump mun taka við embætti á morgun við formlega athöfn í Washington. Obama var spurður hvað væri besta ráðið sem hann gæti veitt Trump. Svarið var einfalt, að hlusta á fólkið í kringum sig.“If we work hard and we're true to those things in us that…feel right, the world gets a little better each time.” https://t.co/A0xwumsNNI— The White House (@WhiteHouse) January 18, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hundur Obama beit gest í Hvíta húsinu Hundurinn Sunny beit stúlku í kinnina með þeim afleiðingum að hún hlaut skurð. 15. janúar 2017 16:47 Donald Trump: „Brexit er frábært fyrir Bretland“ Trump lét ýmislegt falla í fyrsta viðtali sínu við breskan fjölmiðil. 15. janúar 2017 22:47 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Barack Obama hélt í gær sinn síðasta blaðamannafund sem forseti Bandaríkjanna. Donald Trump tekur við embætti á morgun en núverandi forseti varaði eftirmann sinn við að hann myndi ekki sitja þegjandi hjá ef grunngildum Bandaríkjanna yrði ógnað undir stjórn Trump. „Ég held að þetta verði allt í lagi,“ svaraði Obama spurður um væntanlega forsetatíð Trump. „Við þurfum samt að halda áfram að berjast og taka engu sem gefnu.“ Hefð er fyrir því að fyrrverandi forsetar tjái sig sem minnst um störf eftirmanna sinna og sagði Obama að hann myndi halda sig við það að mestu leyti, nema hann yrði vitni að því að „grunngildum“ Bandaríkjanna yrði ógnað. „Ef ég sé kerfisbundna mismunun verða lögleidda á einhvern hátt, til að mynda ef komið verður í veg fyrir að fólk geti kosið,“ sagði Obama aðspurður um hvað gæti orðið til þess að hann myndi tjá sig um störf Donald Trump sem forseti. Ljóst er að Trump og Obama eru ekki sammála í fjölmörgum málaflokkum og má þar nefna heilbrigðismál og umhverfismál. Reikna má með að stefna Bandaríkjanna í veigamiklum málaflokkum muni taka stakkaskiptum ef marka má orð Trump. Obama vonast þó til þess að starf forseta muni milda afstöð Trump. „Þegar hann tekur við embætti mun hann sjá hversu flókið það er í raun og veru að veita öllum heilbrigðisþjónustu eða skapa störf og það gæti fengið hann til þess að komast að sömu niðurstöðum og ég,“ sagði Obama. Trump mun taka við embætti á morgun við formlega athöfn í Washington. Obama var spurður hvað væri besta ráðið sem hann gæti veitt Trump. Svarið var einfalt, að hlusta á fólkið í kringum sig.“If we work hard and we're true to those things in us that…feel right, the world gets a little better each time.” https://t.co/A0xwumsNNI— The White House (@WhiteHouse) January 18, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hundur Obama beit gest í Hvíta húsinu Hundurinn Sunny beit stúlku í kinnina með þeim afleiðingum að hún hlaut skurð. 15. janúar 2017 16:47 Donald Trump: „Brexit er frábært fyrir Bretland“ Trump lét ýmislegt falla í fyrsta viðtali sínu við breskan fjölmiðil. 15. janúar 2017 22:47 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Hundur Obama beit gest í Hvíta húsinu Hundurinn Sunny beit stúlku í kinnina með þeim afleiðingum að hún hlaut skurð. 15. janúar 2017 16:47
Donald Trump: „Brexit er frábært fyrir Bretland“ Trump lét ýmislegt falla í fyrsta viðtali sínu við breskan fjölmiðil. 15. janúar 2017 22:47