Búist er við stormi úti við norðurströndina og suðaustanlands á morgun. Má reikna með vindi hvassari en 20 metrum á sekúndu.
Á vef Veðurstofunnar segir að það gangi í vestan og suðvestan vind í dag, 10 til 20 metrum á sekúndu, þar sem hvassast verður nyrst.
„Skýjað veður og dálítil él á N-verðu landinu. Hlýnandi, hiti 0 til 5 stig síðdegis en kringum frostmark fyrir austan.
Allhvöss eða hvöss vestanátt á morgun. Súld eða rigning, en þurrt A-lands. Hiti 2 til 10 stig.“
Varað við stormi á morgun
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Bensínbrúsar inni í íbúðinni
Innlent




Sást ekki til sólar fyrir mýi
Innlent


Maðurinn kominn í leitirnar
Innlent


