Trump um tölvuárásir Rússa: Ég veit hluti sem annað fólk veit ekki Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. janúar 2017 16:41 Donald Trump veit margt sem við vitum ekki. Nordicphotos/AFP Donald Trump hefur haldið áfram að lýsa efasemdum um þátttöku Rússa í sigri hans í bandarísku forsetakosningunum. Hann tjáði sig um þessi mál við fjölmiðla á síðasta kvöldi ársins. Guardian greinir frá. Trump sagði þar meðal annars að menn mættu ekki vera of fljótir að skella skuldinni á Rússa fyrir tölvuárásir sem verið hafa í umræðunni. Bandaríska alríkislögreglan, leyniþjónustan CIA, Homeland Security og aðrar stofnanir hafa áður haldið því fram að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum. Trump gefur hins vegar lítið fyrir það. ,,Ég vil bara að menn séu vissir, því þetta eru alvarlegar ásakanir” sagði Trump. “Ef þú lítur á dæmið með gereyðingarvopnin, að þá var það algjört klúður og þeir höfðu rangt fyrir sér” en þar átti Trump við gögn bandarísku leyniþjónustunnar sem sýndu fram á að gereyðingarvopn hefðu verið í Írak og notuð voru til að réttlæta innrás Bandaríkjanna í landið árið 2003 þrátt fyrir að síðar hefði komið í ljós að svo hefði ekki verið. Barack Obama, núverandi forseti hefur hins vegar tekið gögn leyniþjónustunnar alvarlega með því meðal annars að fyrirskipa brottrekstur 35 rússneskra erindreka úr landi. Trump hefur sett sig upp á móti ákvörðunum Obama. ,,Ég vil að þeir séu vissir. Ég held að þetta sé ósanngjarnt ef þeir vita það ekki. Ég veit mikið um tölvuárásir. Það er mjög erfitt að sanna hver stendur að baki slíkra árása. Ég veit líka hluti sem annað folk veit ekki svo við getum ekki verið viss.” Aðspurður um hvaða hlutir það væri sagði hann að hann myndi upplýsa fjölmiðla um það á þriðjudaginn eða miðvikudaginn. Trump hefur í langan tíma efast um sannleiksgildi upplýsinga bandarískra stofnanna um tölvuárásir Rússa og sagt að Kínverjar eða einstaklingar gætu allt eins verið að baki þeirra. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Sjá meira
Donald Trump hefur haldið áfram að lýsa efasemdum um þátttöku Rússa í sigri hans í bandarísku forsetakosningunum. Hann tjáði sig um þessi mál við fjölmiðla á síðasta kvöldi ársins. Guardian greinir frá. Trump sagði þar meðal annars að menn mættu ekki vera of fljótir að skella skuldinni á Rússa fyrir tölvuárásir sem verið hafa í umræðunni. Bandaríska alríkislögreglan, leyniþjónustan CIA, Homeland Security og aðrar stofnanir hafa áður haldið því fram að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum. Trump gefur hins vegar lítið fyrir það. ,,Ég vil bara að menn séu vissir, því þetta eru alvarlegar ásakanir” sagði Trump. “Ef þú lítur á dæmið með gereyðingarvopnin, að þá var það algjört klúður og þeir höfðu rangt fyrir sér” en þar átti Trump við gögn bandarísku leyniþjónustunnar sem sýndu fram á að gereyðingarvopn hefðu verið í Írak og notuð voru til að réttlæta innrás Bandaríkjanna í landið árið 2003 þrátt fyrir að síðar hefði komið í ljós að svo hefði ekki verið. Barack Obama, núverandi forseti hefur hins vegar tekið gögn leyniþjónustunnar alvarlega með því meðal annars að fyrirskipa brottrekstur 35 rússneskra erindreka úr landi. Trump hefur sett sig upp á móti ákvörðunum Obama. ,,Ég vil að þeir séu vissir. Ég held að þetta sé ósanngjarnt ef þeir vita það ekki. Ég veit mikið um tölvuárásir. Það er mjög erfitt að sanna hver stendur að baki slíkra árása. Ég veit líka hluti sem annað folk veit ekki svo við getum ekki verið viss.” Aðspurður um hvaða hlutir það væri sagði hann að hann myndi upplýsa fjölmiðla um það á þriðjudaginn eða miðvikudaginn. Trump hefur í langan tíma efast um sannleiksgildi upplýsinga bandarískra stofnanna um tölvuárásir Rússa og sagt að Kínverjar eða einstaklingar gætu allt eins verið að baki þeirra.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila