Veðurfræðingur hvatti til sniðgöngu á vörum frá Kína Birgir Olgeirsson skrifar 2. janúar 2017 11:35 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og Brynhildur Davíðsdóttir, doktor í umhverfis- og orkufræði. Ef Íslendingar vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin ættu þeir eftir fremsta megni að kaupa vörur sem eru framleiddar nálægt þeim. Þetta segir Brynhildur Davíðsdóttir, doktor í umhverfis- og orkufræði, þegar hún er spurð út í orð veðurfræðingsins Einars Sveinbjörnssonar sem hafa vakið mikla athygli.Áður en Einar flutti landsmönnum veðurfréttir í Sjónvarpinu í gærkvöldi varpaði hann upp línuriti frá bresku veðurstofunni sem sýndi að hitastig á jörðinni hefur aldrei verið hærra frá upphafi mælinga en í fyrra.Flutningur gríðarlega mengandi Einar sagði Íslendinga geta lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn þessari þróun með því að sniðganga vörur sem eru framleiddar í Kína. Sagði hann Kínverja brenna kolum til að framleiða vörur og því væru allar vörur sem framleiddar eru í Kína óumhverfisvænar. Brynhildur segir þetta hárrétt hjá Einari en það þurfi að huga að mörgu þegar kemur að því að velja vöru með það að markmiði að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. „Það sem við þurfum að gera ar að bera saman kolefnisfótspor allra vara sem við erum að kaupa og kaupa það sem er með það minnsta,“ segir Brynhildur. Hún nefnir að flutningur vara geti verið gríðarlega mengandi, þá sérstaklega þær vörur sem eru fluttar til landsins með flugi. Þá sé gríðarleg neysla á vörum sem eru nánast einnota.Brenna kolum við framleiðslu „Við þurfum að draga úr því og velt fyrir okkur hvort við þurfum að fá vörurnar með svona miklum hraði og velta fyrir okkur hversu lengi vörurnar nýtast. E þær nýtast mjög stutt þarf að framleiða meira og það hefur sín áhrif,“ segir Brynhildur. Hún segir gott að kaupa vörur sem eru framleiddar nálægt okkur því þá er minna um flutninga. „Og það sem er framleitt á Íslandi er framleitt með rafmagni sem tengist orku sem er oft mun umhverfisvænni en annars staðar,“ segir Brynhildur og tekur fram að gríðarlega mikilvægt sé að hafa í huga að margt smátt gerir eitt stórt í þessum efnum.Rannsókn vísindamanna við háskólana í Kaliforníu, Harvard og Maryland leiddi nýverið í ljós að losun gróðurhúsalofttegunda við framleiðslu vara í Kína er umtalsvert hærri en annars staðar, og er það rakið til þess að Kínverjar brenna kolum við framleiðslu. Veður Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Ef Íslendingar vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin ættu þeir eftir fremsta megni að kaupa vörur sem eru framleiddar nálægt þeim. Þetta segir Brynhildur Davíðsdóttir, doktor í umhverfis- og orkufræði, þegar hún er spurð út í orð veðurfræðingsins Einars Sveinbjörnssonar sem hafa vakið mikla athygli.Áður en Einar flutti landsmönnum veðurfréttir í Sjónvarpinu í gærkvöldi varpaði hann upp línuriti frá bresku veðurstofunni sem sýndi að hitastig á jörðinni hefur aldrei verið hærra frá upphafi mælinga en í fyrra.Flutningur gríðarlega mengandi Einar sagði Íslendinga geta lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn þessari þróun með því að sniðganga vörur sem eru framleiddar í Kína. Sagði hann Kínverja brenna kolum til að framleiða vörur og því væru allar vörur sem framleiddar eru í Kína óumhverfisvænar. Brynhildur segir þetta hárrétt hjá Einari en það þurfi að huga að mörgu þegar kemur að því að velja vöru með það að markmiði að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. „Það sem við þurfum að gera ar að bera saman kolefnisfótspor allra vara sem við erum að kaupa og kaupa það sem er með það minnsta,“ segir Brynhildur. Hún nefnir að flutningur vara geti verið gríðarlega mengandi, þá sérstaklega þær vörur sem eru fluttar til landsins með flugi. Þá sé gríðarleg neysla á vörum sem eru nánast einnota.Brenna kolum við framleiðslu „Við þurfum að draga úr því og velt fyrir okkur hvort við þurfum að fá vörurnar með svona miklum hraði og velta fyrir okkur hversu lengi vörurnar nýtast. E þær nýtast mjög stutt þarf að framleiða meira og það hefur sín áhrif,“ segir Brynhildur. Hún segir gott að kaupa vörur sem eru framleiddar nálægt okkur því þá er minna um flutninga. „Og það sem er framleitt á Íslandi er framleitt með rafmagni sem tengist orku sem er oft mun umhverfisvænni en annars staðar,“ segir Brynhildur og tekur fram að gríðarlega mikilvægt sé að hafa í huga að margt smátt gerir eitt stórt í þessum efnum.Rannsókn vísindamanna við háskólana í Kaliforníu, Harvard og Maryland leiddi nýverið í ljós að losun gróðurhúsalofttegunda við framleiðslu vara í Kína er umtalsvert hærri en annars staðar, og er það rakið til þess að Kínverjar brenna kolum við framleiðslu.
Veður Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent