Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. janúar 2017 13:29 Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur ekki getað skorið leikmannahóp íslenska liðsins niður úr 23 leikmönnum enn þá vegna óljósrar stöðu á sumum meiddum leikmönnum þess. Eins og fram hefur komið eru Ásgeir Örn Hallgrímsson og Aron Pálmarsson enn mikil spurningamerki en fjórir aðrir leikmenn; Arnór Atlason, Guðmundur Hólmar Helgason, Aron Rafn Eðvarðsson og Bjarki Már Elísson, komu meiddir inn í undirbúninginn fyrir HM. Þeir eru þó á batavegi.Sjá einnig:Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Geir ætlar bara að taka 18 leikmenn með sér til Danmerkur á æfingamót sem hefst á fimmtudaginn en finnst honum ekkert þreytandi að umræðan núna snýst bara um meiðslin? „Þetta hljómar mjög neikvætt og auðvitað vill maður losna við allt þetta neikvæða en við þurfum að segja frá því hvernig staðan er. Við ætlum bara að reyna að vinna jákvætt úr þessu og svo kemur í ljós hverjir verða með og hverjir ekki. Þetta er ekki ákjósanleg umræða en svona er þetta bara,“ sagði Geir við Vísi eftir blaðamannafund HSÍ í Valshöllinni í dag. Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn hafa ekkert æft að undanförnu og eru stór spurningamerki fyrir HM. En ekki bara HM heldur líka fyrir æfingamótið þar sem strákarnir okkar mæta Dönum, Ungverjum og Egyptum. Mikilvæg æfing í kvöld mun segja meira til um stöðuna á Aroni og Ásgeiri. „Því miður höfum við ekki fengið skýrari svör en það, að við þurfum að prófa þá á æfingu í kvöld og sjá hver staðan er. Mér finnst ekki ólíklegt [að þeir fari með til Danmerkur] ekki nema að það komi í ljós að þeir eigi of langt í land. Þá erum við kannski ekki bara að afskrifa þá með Danmörku heldur líka HM í Frakklandi,“ sagði Geir.Sjá einnig:Geir tekur 18 með til Danmerkur „Við höfum verið að æfa án Arons og setja aðra menn inn í hans stöðu. Menn vita að hann er meiddur og að það getur ýmislegt gert. Í framhaldinu verður það sama í gangi í Danmörku. Ef hann getur ekki spilað þar gefst okkur tækifæri til þess að keyra aðra menn í stað Arons.“ „Því miður þurfum við að taka þetta svona skref fyrir skref. Það er ekki eins og Aron sé nýliði í þessu og viti ekki út á hvað þetta allt gengur og því verður hann fljótur að aðlagast ef hann kemur inn. Það mun samt ráðast tólfta janúar [á leikdegi gegn Spáni á HM] hvort hann geti spilað eða ekki,“ sagði Geir Sveinsson. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07 Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27 Geir tekur 18 með til Danmerkur Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti á fundi HSÍ í hádeginu að hann myndi skera leikmannahóp sinn niður úr 23 í 18 áður en liðið fer á æfingamót í Danmörku í vikunni. 2. janúar 2017 12:30 Firnasterkur hópur hjá Spánverjum Fyrstu andstæðingar Íslands á HM í Frakklandi verða Spánverjar og þeir mæta til leiks með gríðarlega öflugt lið eins og venjulega. 2. janúar 2017 18:45 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Sjá meira
Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur ekki getað skorið leikmannahóp íslenska liðsins niður úr 23 leikmönnum enn þá vegna óljósrar stöðu á sumum meiddum leikmönnum þess. Eins og fram hefur komið eru Ásgeir Örn Hallgrímsson og Aron Pálmarsson enn mikil spurningamerki en fjórir aðrir leikmenn; Arnór Atlason, Guðmundur Hólmar Helgason, Aron Rafn Eðvarðsson og Bjarki Már Elísson, komu meiddir inn í undirbúninginn fyrir HM. Þeir eru þó á batavegi.Sjá einnig:Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Geir ætlar bara að taka 18 leikmenn með sér til Danmerkur á æfingamót sem hefst á fimmtudaginn en finnst honum ekkert þreytandi að umræðan núna snýst bara um meiðslin? „Þetta hljómar mjög neikvætt og auðvitað vill maður losna við allt þetta neikvæða en við þurfum að segja frá því hvernig staðan er. Við ætlum bara að reyna að vinna jákvætt úr þessu og svo kemur í ljós hverjir verða með og hverjir ekki. Þetta er ekki ákjósanleg umræða en svona er þetta bara,“ sagði Geir við Vísi eftir blaðamannafund HSÍ í Valshöllinni í dag. Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn hafa ekkert æft að undanförnu og eru stór spurningamerki fyrir HM. En ekki bara HM heldur líka fyrir æfingamótið þar sem strákarnir okkar mæta Dönum, Ungverjum og Egyptum. Mikilvæg æfing í kvöld mun segja meira til um stöðuna á Aroni og Ásgeiri. „Því miður höfum við ekki fengið skýrari svör en það, að við þurfum að prófa þá á æfingu í kvöld og sjá hver staðan er. Mér finnst ekki ólíklegt [að þeir fari með til Danmerkur] ekki nema að það komi í ljós að þeir eigi of langt í land. Þá erum við kannski ekki bara að afskrifa þá með Danmörku heldur líka HM í Frakklandi,“ sagði Geir.Sjá einnig:Geir tekur 18 með til Danmerkur „Við höfum verið að æfa án Arons og setja aðra menn inn í hans stöðu. Menn vita að hann er meiddur og að það getur ýmislegt gert. Í framhaldinu verður það sama í gangi í Danmörku. Ef hann getur ekki spilað þar gefst okkur tækifæri til þess að keyra aðra menn í stað Arons.“ „Því miður þurfum við að taka þetta svona skref fyrir skref. Það er ekki eins og Aron sé nýliði í þessu og viti ekki út á hvað þetta allt gengur og því verður hann fljótur að aðlagast ef hann kemur inn. Það mun samt ráðast tólfta janúar [á leikdegi gegn Spáni á HM] hvort hann geti spilað eða ekki,“ sagði Geir Sveinsson. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07 Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27 Geir tekur 18 með til Danmerkur Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti á fundi HSÍ í hádeginu að hann myndi skera leikmannahóp sinn niður úr 23 í 18 áður en liðið fer á æfingamót í Danmörku í vikunni. 2. janúar 2017 12:30 Firnasterkur hópur hjá Spánverjum Fyrstu andstæðingar Íslands á HM í Frakklandi verða Spánverjar og þeir mæta til leiks með gríðarlega öflugt lið eins og venjulega. 2. janúar 2017 18:45 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Sjá meira
Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07
Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27
Geir tekur 18 með til Danmerkur Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti á fundi HSÍ í hádeginu að hann myndi skera leikmannahóp sinn niður úr 23 í 18 áður en liðið fer á æfingamót í Danmörku í vikunni. 2. janúar 2017 12:30
Firnasterkur hópur hjá Spánverjum Fyrstu andstæðingar Íslands á HM í Frakklandi verða Spánverjar og þeir mæta til leiks með gríðarlega öflugt lið eins og venjulega. 2. janúar 2017 18:45