Gleðilegt siðbótarár Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 3. janúar 2017 11:00 Þann 21. október næstkomandi verða 500 ár liðin frá því að siðbót Marteins Lúthers hófst. Þann dag árið 1517 lagði hann fram 95 guðfræðikenningar, sem helgisögn segir að voru negldar á dómkirkjudyrnar í Wittenberg. Fáir hugsuðir hafa haft víðtækari áhrif á trú, menningu og samfélagsgerð Evrópu en Lúther. Óhætt er að fullyrða að hugsun hans hafi með beinum hætti lagt grundvöllinn að samfélagi Norður-Þýskalands og Skandinavíu og með óbeinum hætti haft áhrif á trú og menningu álfunnar allrar. Nokkrir þættir vega þar þyngst að áliti fræðimanna: Þar ber fyrst að nefna samfélagssýn hans um almennan prestdóm, sem afhelgaði preststarfið og helgaði störf allra stétta, er hafði afgerandi áhrif á vinnusiðgæði mótmælenda. Þá kall hans til samábyrgðar á þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu, sem lagði grunn að hugmyndum um velferðarríkið. Loks leiddi áhersla hans á læsi og aðgengi almennings að Biblíunni á þjóðtungum til helgihalds á íslensku, útgáfu biblíuþýðinga og lestrarkennslu almennings. Mikil gróska er í rannsóknum í háskólum beggja vegna Atlantshafsins í tilefni siðbótarafmælisins og víða eru hátíðarhöld í kirkjum sem rekja upphaf sitt til siðbótarinnar. Hápunktar siðbótarafmælisins eru annars vegar söguleg guðsþjónusta páfa og lúterska heimsambandsins í Lundardómkirkju á liðnu ári og hins vegar siðbótardagurinn í Þýskalandi á komandi ári, þar sem haldin verður hátíð með fjölbreyttum viðburðum um allt sambandslýðveldið. Undanfarið misseri hef ég lesið við Emory-háskóla í Bandaríkjunum og guðfræðibókasafn skólans, Pitts Theological Library, hefur í tilefni siðbótarafmælisins verið með sýningar á merkilegum safnkosti þess. Bókasafnið hefur lagt áherslu á að safna siðbótarritum frá tímabilinu 1517-1570 og býr yfir 3.500 bókum og fágætum handritum aðallega frá Þýskalandi. Núverandi sýning blandar saman frumhandritum Lúthers og tréristum Lucas Cranach en hann miðlaði hugmyndum Lúthers um lögmál og fagnaðarerindi í myndmáli í bókum siðbótarinnar. Sambærilegar sýningar er að finna í stærri guðfræðibókasöfnum um allan heim um þessar mundir. Mótmælin mörkuðu vatnaskilÞó tími og framfarir aðskilji okkur frá upphafi siðbótarinnar er arfleifð hennar hvorki úreld né óspennandi. Lúther var gagnrýninn á hugmyndafræði og auðskiptingu síns tíma og mótmæli hans mörkuðu vatnaskil í vestrænni hugsun. Hann var menntamaður sem nálgaðist samtíma sinn og trúararf með gagnrýnum augum og boðaði mannsmynd sem er í senn bjartsýn og raunsæ. Manneskjan er samkvæmt Lúther samtímis réttlát og syndug, megnug þess að velja hið góða með Guðs hjálp eða að lifa á eigin forsendum án tillits til annarra. Við erum í senn þrælbundin af afleiðingum gjörða okkar og alfrjáls til að velja og hafna þeirri ábyrgð. Mikilvægust er þó sú hugsun að verðgildi manneskjunnar byggir ekki á verkum hennar eða aðstæðum, heldur er hver manneskja elskuð og elskuverð á þeirri forsendu einni að vera sköpun Guðs. Sú hugsun er forsenda mannréttindahugmynda samtímans. Á afmælisári siðbótarinnar gefst einstakt tækifæri til að skoða og meta arfleifð Marteins Lúthers í sögu okkar og menningu. Íslenskir guðfræðingar hafa þegar sett af stað málþingaröð um siðbótarrannsóknir og kirkjur landsins munu með fjölbreyttum hætti minnast afmælisins á árinu. Það er full ástæða til að hvetja stofnanir og skóla landsins til að nota tækifærið og kynna siðbótina á komandi ári. Ekkert svið íslenskrar menningar er ósnortið af anda siðbótarinnar, þó þau áhrif séu svo sjálfgefin og samofin menningunni að þau eru oft hulin sjónum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 21. október næstkomandi verða 500 ár liðin frá því að siðbót Marteins Lúthers hófst. Þann dag árið 1517 lagði hann fram 95 guðfræðikenningar, sem helgisögn segir að voru negldar á dómkirkjudyrnar í Wittenberg. Fáir hugsuðir hafa haft víðtækari áhrif á trú, menningu og samfélagsgerð Evrópu en Lúther. Óhætt er að fullyrða að hugsun hans hafi með beinum hætti lagt grundvöllinn að samfélagi Norður-Þýskalands og Skandinavíu og með óbeinum hætti haft áhrif á trú og menningu álfunnar allrar. Nokkrir þættir vega þar þyngst að áliti fræðimanna: Þar ber fyrst að nefna samfélagssýn hans um almennan prestdóm, sem afhelgaði preststarfið og helgaði störf allra stétta, er hafði afgerandi áhrif á vinnusiðgæði mótmælenda. Þá kall hans til samábyrgðar á þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu, sem lagði grunn að hugmyndum um velferðarríkið. Loks leiddi áhersla hans á læsi og aðgengi almennings að Biblíunni á þjóðtungum til helgihalds á íslensku, útgáfu biblíuþýðinga og lestrarkennslu almennings. Mikil gróska er í rannsóknum í háskólum beggja vegna Atlantshafsins í tilefni siðbótarafmælisins og víða eru hátíðarhöld í kirkjum sem rekja upphaf sitt til siðbótarinnar. Hápunktar siðbótarafmælisins eru annars vegar söguleg guðsþjónusta páfa og lúterska heimsambandsins í Lundardómkirkju á liðnu ári og hins vegar siðbótardagurinn í Þýskalandi á komandi ári, þar sem haldin verður hátíð með fjölbreyttum viðburðum um allt sambandslýðveldið. Undanfarið misseri hef ég lesið við Emory-háskóla í Bandaríkjunum og guðfræðibókasafn skólans, Pitts Theological Library, hefur í tilefni siðbótarafmælisins verið með sýningar á merkilegum safnkosti þess. Bókasafnið hefur lagt áherslu á að safna siðbótarritum frá tímabilinu 1517-1570 og býr yfir 3.500 bókum og fágætum handritum aðallega frá Þýskalandi. Núverandi sýning blandar saman frumhandritum Lúthers og tréristum Lucas Cranach en hann miðlaði hugmyndum Lúthers um lögmál og fagnaðarerindi í myndmáli í bókum siðbótarinnar. Sambærilegar sýningar er að finna í stærri guðfræðibókasöfnum um allan heim um þessar mundir. Mótmælin mörkuðu vatnaskilÞó tími og framfarir aðskilji okkur frá upphafi siðbótarinnar er arfleifð hennar hvorki úreld né óspennandi. Lúther var gagnrýninn á hugmyndafræði og auðskiptingu síns tíma og mótmæli hans mörkuðu vatnaskil í vestrænni hugsun. Hann var menntamaður sem nálgaðist samtíma sinn og trúararf með gagnrýnum augum og boðaði mannsmynd sem er í senn bjartsýn og raunsæ. Manneskjan er samkvæmt Lúther samtímis réttlát og syndug, megnug þess að velja hið góða með Guðs hjálp eða að lifa á eigin forsendum án tillits til annarra. Við erum í senn þrælbundin af afleiðingum gjörða okkar og alfrjáls til að velja og hafna þeirri ábyrgð. Mikilvægust er þó sú hugsun að verðgildi manneskjunnar byggir ekki á verkum hennar eða aðstæðum, heldur er hver manneskja elskuð og elskuverð á þeirri forsendu einni að vera sköpun Guðs. Sú hugsun er forsenda mannréttindahugmynda samtímans. Á afmælisári siðbótarinnar gefst einstakt tækifæri til að skoða og meta arfleifð Marteins Lúthers í sögu okkar og menningu. Íslenskir guðfræðingar hafa þegar sett af stað málþingaröð um siðbótarrannsóknir og kirkjur landsins munu með fjölbreyttum hætti minnast afmælisins á árinu. Það er full ástæða til að hvetja stofnanir og skóla landsins til að nota tækifærið og kynna siðbótina á komandi ári. Ekkert svið íslenskrar menningar er ósnortið af anda siðbótarinnar, þó þau áhrif séu svo sjálfgefin og samofin menningunni að þau eru oft hulin sjónum okkar.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar