Upplýsingar frá þingmönnum berast seint á hagsmunaskrá Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. janúar 2017 05:00 Myndin sýnir hverjir nýkjörinna þingmanna hafa skilað inn hagsmunaskráningu og hverjir ekki. grafík/guðmundur snær Af þeim 32 alþingismönnum, sem settust nýir inn á þing í desember, eiga fjórtán enn eftir að birta skrá yfir hagsmuni sína á vef Alþingis. Tólf þingmenn eru nú þegar búnir að skila og sex þingmenn hafa birt yfirlýsingu þess efnis að þeir hafi enga fjárhagslega hagsmuni sem reglurnar taka til.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingisvísir/e.ólÞeir þingmenn sem enn eiga eftir að skrá hagsmuni sína eru úr öllum flokkum nema Framsóknarflokki. Eini nýkjörni þingmaðurinn úr þeim flokki, Lilja Alfreðsdóttir, hefur birt upplýsingar. Þeir þingmenn sem telja sig ekki eiga neina hagsmuni sem þurfi að gera grein fyrir eru flestir, eða þrír úr röðum Pírata, einn úr VG og tveir úr Sjálfstæðisflokknum. Samkvæmt þingsköpum skulu alþingismenn, innan mánaðar frá því að nýkjörið þing kemur saman, gera opinberlega grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum og trúnaðarstörfum utan þings eftir nánari reglum sem forsætisnefnd setur. Nýtt þing kom saman 6. desember og því rennur fresturinn út á föstudaginn. Þingmenn hafa fengið útskýringar á reglunum. „Sá sem hefur umsjón með þessu, það er að segja forstöðumaður lagaskrifstofu, hefur sent ábendingar til þingmanna um hvaða reglur gilda,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Þetta hafi verið gert strax við upphaf þings. „Og svo var það gert að nýju núna skömmu fyrir jólin,“ segir Helgi. Á meðal þeirra upplýsinga sem þingmönnum ber að skrá eru upplýsingar um launaða starfsemi, svo sem stjórnarsetu eða starf, fjárhagslegan stuðning eða gjafir sem þingmaðurinn kann að hafa fengið eða eftirstöðvar skulda. Þá ber þingmanni að greina frá eignum sínum, öðrum en fasteignum til eigin nota, og samkomulagi við fyrrverandi eða verðandi vinnuveitendur sína. Þegar upplýsingarnar eru lesnar má sjá að þingmenn eiga ólíkra hagsmuna að gæta. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, situr til dæmis í stjórn Kynjabilsins sf. sem hann á 50% hlut í. Félagið hlaut styrk úr Jafnréttissjóði vorið 2016 til að vakta fréttatengda umræðuþætti í ljósvakamiðlum og gera þá tölfræði sem kemur út úr þeirri vöktun aðgengilega. Annað er ekki skráð á lista hjá Andrési. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er varamaður i stjórn tveggja einkahlutafélaga. Nichole Leigh Mosty gegnir ýmsum störfum fyrir Reykjavíkurborg og er í launalausu leyfi sem leikskólastjóri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Þegar skoðaður er listi þeirra þingmanna sem telur sig enga hagsmuni eiga, sést að flestir þeirra eru Píratar. Fréttablaðið/Anton Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Af þeim 32 alþingismönnum, sem settust nýir inn á þing í desember, eiga fjórtán enn eftir að birta skrá yfir hagsmuni sína á vef Alþingis. Tólf þingmenn eru nú þegar búnir að skila og sex þingmenn hafa birt yfirlýsingu þess efnis að þeir hafi enga fjárhagslega hagsmuni sem reglurnar taka til.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingisvísir/e.ólÞeir þingmenn sem enn eiga eftir að skrá hagsmuni sína eru úr öllum flokkum nema Framsóknarflokki. Eini nýkjörni þingmaðurinn úr þeim flokki, Lilja Alfreðsdóttir, hefur birt upplýsingar. Þeir þingmenn sem telja sig ekki eiga neina hagsmuni sem þurfi að gera grein fyrir eru flestir, eða þrír úr röðum Pírata, einn úr VG og tveir úr Sjálfstæðisflokknum. Samkvæmt þingsköpum skulu alþingismenn, innan mánaðar frá því að nýkjörið þing kemur saman, gera opinberlega grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum og trúnaðarstörfum utan þings eftir nánari reglum sem forsætisnefnd setur. Nýtt þing kom saman 6. desember og því rennur fresturinn út á föstudaginn. Þingmenn hafa fengið útskýringar á reglunum. „Sá sem hefur umsjón með þessu, það er að segja forstöðumaður lagaskrifstofu, hefur sent ábendingar til þingmanna um hvaða reglur gilda,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Þetta hafi verið gert strax við upphaf þings. „Og svo var það gert að nýju núna skömmu fyrir jólin,“ segir Helgi. Á meðal þeirra upplýsinga sem þingmönnum ber að skrá eru upplýsingar um launaða starfsemi, svo sem stjórnarsetu eða starf, fjárhagslegan stuðning eða gjafir sem þingmaðurinn kann að hafa fengið eða eftirstöðvar skulda. Þá ber þingmanni að greina frá eignum sínum, öðrum en fasteignum til eigin nota, og samkomulagi við fyrrverandi eða verðandi vinnuveitendur sína. Þegar upplýsingarnar eru lesnar má sjá að þingmenn eiga ólíkra hagsmuna að gæta. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, situr til dæmis í stjórn Kynjabilsins sf. sem hann á 50% hlut í. Félagið hlaut styrk úr Jafnréttissjóði vorið 2016 til að vakta fréttatengda umræðuþætti í ljósvakamiðlum og gera þá tölfræði sem kemur út úr þeirri vöktun aðgengilega. Annað er ekki skráð á lista hjá Andrési. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er varamaður i stjórn tveggja einkahlutafélaga. Nichole Leigh Mosty gegnir ýmsum störfum fyrir Reykjavíkurborg og er í launalausu leyfi sem leikskólastjóri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Þegar skoðaður er listi þeirra þingmanna sem telur sig enga hagsmuni eiga, sést að flestir þeirra eru Píratar. Fréttablaðið/Anton
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira