Vopnahlé í Sýrlandi hangir á bláþræði Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. janúar 2017 07:00 Rússneski herinn hefur undanfarið unnið að því að fjarlægja jarðsprengjur úr austurhluta Aleppo-borgar, en uppreisnarmenn voru hraktir þaðan stuttu fyrir jól. vísir/epa Vopnahléið í Sýrlandi hefur ekki staðið í heila viku og gæti verið að renna út í sandinn vegna vopnahlésbrota sýrlenska stjórnarhersins. Uppreisnarmenn segja grundvöll vopnahlésins brostinn vegna þess að hvorki Sýrlandsstjórn né Rússar hafi staðið við sinn hluta. Árásir hafi haldið áfram á Wadi Barada og fleiri svæði sem uppreisnarmenn hafa á sínu valdi. Wadi Barada er dalur í næsta nágrenni höfuðborgarinnar Damaskus, en uppreisnarmennirnir segja í yfirlýsingu, sem birt er á vef fréttastöðvarinnar Al Jazeera, að árásir hafi einnig verið gerðar á austurhluta borgarinnar Ghouta, úthverfi Hama og á Daraa. Barada-dalurinn er sérlega mikilvægur vegna þess að áin Barada er mikilvægasta vatnsból höfuðborgarinnar, að því er fram kemur á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel. Átökin í dalnum hafa eyðilagt vatnsdælur þar. Bandaríkin eiga engan hlut að þessu vopnahléi, ólíkt fyrri tilraunum til vopnahlés í Sýrlandi. Það voru Rússar og Tyrkir sem höfðu milligöngu um það, en Rússar hafa stutt stjórn Bashars al Assad forseta og Tyrkir hafa stutt uppreisnina gegn Assad. Einungis hófsamir uppreisnarhópar eiga þó aðild að vopnahléinu. Öfgahópar á borð við Íslamska ríkið fá engin grið, hvorki frá sýrlenska stjórnarhernum, Rússum né Tyrkjum. Hersveitir Kúrda, sem barist hafa gegn Íslamska ríkinu og haft til þess einhvern stuðning frá Vesturlöndum, fá hins vegar ekki heldur aðild að vopnahléinu enda líta Tyrkir á Kúrda sem ógn við tyrkneska hagsmuni. Tyrknesk stjórnvöld krefjast þess nú að Donald Trump sjái til þess að Bandaríkin hætti að styðja Kúrdaherinn þegar hann tekur við embættinu síðar í þessum mánuði. Undirbúningsviðræður fyrir friðarsamninga áttu að hefjast í Astana, höfuðborg Kasakstans, síðar í þessum mánuði. Þangað áttu bæði fulltrúar uppreisnarmanna og Sýrlandsstjórnar að koma, ásamt fulltrúum frá Rússlandi, Tyrklandi og Íran. Íranar hafa stutt stjórn Assads, rétt eins og Rússar. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur staðið í nærri sex ár og kostað hundruð þúsunda lífið og hrakið milljónir manna á flótta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samið um vopnahlé í Sýrlandi Rússar, Tyrkir og Íranar ætla að hafa eftirlit með vopnahléi í Sýrlandi og tryggja frið til framtíðar. Pútín Rússlandsforseti skýrði frá þessu í gær. Vopnahléið nær þó ekki til öfgahreyfinga á borð við Daish. 30. desember 2016 07:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Vopnahléið í Sýrlandi hefur ekki staðið í heila viku og gæti verið að renna út í sandinn vegna vopnahlésbrota sýrlenska stjórnarhersins. Uppreisnarmenn segja grundvöll vopnahlésins brostinn vegna þess að hvorki Sýrlandsstjórn né Rússar hafi staðið við sinn hluta. Árásir hafi haldið áfram á Wadi Barada og fleiri svæði sem uppreisnarmenn hafa á sínu valdi. Wadi Barada er dalur í næsta nágrenni höfuðborgarinnar Damaskus, en uppreisnarmennirnir segja í yfirlýsingu, sem birt er á vef fréttastöðvarinnar Al Jazeera, að árásir hafi einnig verið gerðar á austurhluta borgarinnar Ghouta, úthverfi Hama og á Daraa. Barada-dalurinn er sérlega mikilvægur vegna þess að áin Barada er mikilvægasta vatnsból höfuðborgarinnar, að því er fram kemur á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel. Átökin í dalnum hafa eyðilagt vatnsdælur þar. Bandaríkin eiga engan hlut að þessu vopnahléi, ólíkt fyrri tilraunum til vopnahlés í Sýrlandi. Það voru Rússar og Tyrkir sem höfðu milligöngu um það, en Rússar hafa stutt stjórn Bashars al Assad forseta og Tyrkir hafa stutt uppreisnina gegn Assad. Einungis hófsamir uppreisnarhópar eiga þó aðild að vopnahléinu. Öfgahópar á borð við Íslamska ríkið fá engin grið, hvorki frá sýrlenska stjórnarhernum, Rússum né Tyrkjum. Hersveitir Kúrda, sem barist hafa gegn Íslamska ríkinu og haft til þess einhvern stuðning frá Vesturlöndum, fá hins vegar ekki heldur aðild að vopnahléinu enda líta Tyrkir á Kúrda sem ógn við tyrkneska hagsmuni. Tyrknesk stjórnvöld krefjast þess nú að Donald Trump sjái til þess að Bandaríkin hætti að styðja Kúrdaherinn þegar hann tekur við embættinu síðar í þessum mánuði. Undirbúningsviðræður fyrir friðarsamninga áttu að hefjast í Astana, höfuðborg Kasakstans, síðar í þessum mánuði. Þangað áttu bæði fulltrúar uppreisnarmanna og Sýrlandsstjórnar að koma, ásamt fulltrúum frá Rússlandi, Tyrklandi og Íran. Íranar hafa stutt stjórn Assads, rétt eins og Rússar. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur staðið í nærri sex ár og kostað hundruð þúsunda lífið og hrakið milljónir manna á flótta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samið um vopnahlé í Sýrlandi Rússar, Tyrkir og Íranar ætla að hafa eftirlit með vopnahléi í Sýrlandi og tryggja frið til framtíðar. Pútín Rússlandsforseti skýrði frá þessu í gær. Vopnahléið nær þó ekki til öfgahreyfinga á borð við Daish. 30. desember 2016 07:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Samið um vopnahlé í Sýrlandi Rússar, Tyrkir og Íranar ætla að hafa eftirlit með vopnahléi í Sýrlandi og tryggja frið til framtíðar. Pútín Rússlandsforseti skýrði frá þessu í gær. Vopnahléið nær þó ekki til öfgahreyfinga á borð við Daish. 30. desember 2016 07:00