Freistingin er mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. janúar 2017 06:00 Daníel Ólason er prófessor í sálfræði við HÍ. Vísir/E.Stefán Reglulega berast fregnir af því að niðurstöðum íþróttaviðburða sé hagrætt í því skyni að hafa af því fjárhagslegan ávinning í gegnum veðmálastarfsemi. Engin íþrótt er óhult en vandamálið er einna stærst í knattspyrnu og er íslensk knattspyrna þar ekki undanskilin. Niðurstöður íslenskrar rannsóknar, þar sem þátttaka knattspyrnumanna á Íslandi í peningaspilum og getraunaleikjum var könnuð, voru kynntar á ráðstefnu í Háskóla Íslands í gær. Rúmlega 700 leikmenn svöruðu könnuninni og um sjö prósent þeirra viðurkenndu að hafa veðjað á úrslit eigin leikja.Sjá einnig:Grunur kviknað um hagræðingu í þessum þremur leikjum Daníel Ólason, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og einn aðstandenda rannsóknarinnar, segir að tæpleg 30 prósent karlkyns leikmanna sem svöruðu könnuninni stundi peningaspil vikulega eða oftar. „Í þeim hópi er það um fimmtungur sem viðurkennir að veðja á eigin leiki,“ segir Daníel við Fréttablaðið. Konur eru mun ólíklegri til að stunda peningaspil. Aðeins 2,3 prósent kvenna gera það vikulega. Og langflestir þeirra sem stunda peningaspil gera það á erlendum vefsíðum. Raunar hafði helmingur allra karlkyns leikmanna veðjað á úrslit knattspyrnuleikja á erlendum vefsíðum. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að 9,6 prósent leikmanna sem svöruðu sýna einkenni spilavanda. Samsvarandi hópur í þjóðarúrtaki er nokkru minni eða 2,5 prósent.Leikmenn mega ekki veðja „Rannsóknin segir ekkert um hvort úrslitum leikja á Íslandi hafi verið hagrætt,“ bendir Daníel á. „En freistingin er til staðar. Það eru miklir peningar undir og freistingin til að hafa áhrif á niðurstöðuna er til staðar.“ Hann segir að þó svo að heilt yfir sé ekki stór hópur leikmanna að veðja á úrslit eigin leikja sýni rannsóknin að hópurinn sé það stór að bregðast þurfi við. Samkvæmt reglum KSÍ mega samningsbundnir leikmenn á Íslandi ekki veðja á úrslit neinna leikja hér á landi – hvorki sinna eigin leikja eða annarra liða. Þorvaldur Ingimundarson er heilindafulltrúi KSÍ og segir að niðurstöðurnar komi sambandinu ekki á óvart. „Þetta eru vissulega háar tölur sem við sjáum í niðurstöðum rannsóknarinnar. Það staðfestir grun sem við höfum haft – að það er töluvert spilað og freistingin mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn,“ segir Þorvaldur.Aðeins tímaspursmál Rannsóknin er ein sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Daníel segir að í fyrra hafi verið framkvæmd rannsókn erlendis þar sem margar tegundir íþrótta voru skoðaðar. Þar kom í ljós að fjögur prósent leikmanna höfðu veðjað á eigin leiki. Niðurstaðan sýnir að það er mikil hætta á að veðmálahneyksli brjótist út á Íslandi, líkt og gerst hefur í nágrannalöndum Íslands. „Við verðum að horfast í augu við að það er líklegt að grunur vakni um óheilbrigða starfsemi af þessu tagi á Íslandi eins og annars staðar,“ segir Þorvaldur enn fremur. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Grunur kviknað um hagræðingu í þessum þremur leikjum Nokkur mál hafa komið upp á Íslandi undanfarin ár þar sem grunsemdir hafa vaknað um að leikmenn hafi veðjað á úrslit eigin leikja og úrslitum mögulega verið hagrætt. 4. janúar 2017 06:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Reglulega berast fregnir af því að niðurstöðum íþróttaviðburða sé hagrætt í því skyni að hafa af því fjárhagslegan ávinning í gegnum veðmálastarfsemi. Engin íþrótt er óhult en vandamálið er einna stærst í knattspyrnu og er íslensk knattspyrna þar ekki undanskilin. Niðurstöður íslenskrar rannsóknar, þar sem þátttaka knattspyrnumanna á Íslandi í peningaspilum og getraunaleikjum var könnuð, voru kynntar á ráðstefnu í Háskóla Íslands í gær. Rúmlega 700 leikmenn svöruðu könnuninni og um sjö prósent þeirra viðurkenndu að hafa veðjað á úrslit eigin leikja.Sjá einnig:Grunur kviknað um hagræðingu í þessum þremur leikjum Daníel Ólason, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og einn aðstandenda rannsóknarinnar, segir að tæpleg 30 prósent karlkyns leikmanna sem svöruðu könnuninni stundi peningaspil vikulega eða oftar. „Í þeim hópi er það um fimmtungur sem viðurkennir að veðja á eigin leiki,“ segir Daníel við Fréttablaðið. Konur eru mun ólíklegri til að stunda peningaspil. Aðeins 2,3 prósent kvenna gera það vikulega. Og langflestir þeirra sem stunda peningaspil gera það á erlendum vefsíðum. Raunar hafði helmingur allra karlkyns leikmanna veðjað á úrslit knattspyrnuleikja á erlendum vefsíðum. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að 9,6 prósent leikmanna sem svöruðu sýna einkenni spilavanda. Samsvarandi hópur í þjóðarúrtaki er nokkru minni eða 2,5 prósent.Leikmenn mega ekki veðja „Rannsóknin segir ekkert um hvort úrslitum leikja á Íslandi hafi verið hagrætt,“ bendir Daníel á. „En freistingin er til staðar. Það eru miklir peningar undir og freistingin til að hafa áhrif á niðurstöðuna er til staðar.“ Hann segir að þó svo að heilt yfir sé ekki stór hópur leikmanna að veðja á úrslit eigin leikja sýni rannsóknin að hópurinn sé það stór að bregðast þurfi við. Samkvæmt reglum KSÍ mega samningsbundnir leikmenn á Íslandi ekki veðja á úrslit neinna leikja hér á landi – hvorki sinna eigin leikja eða annarra liða. Þorvaldur Ingimundarson er heilindafulltrúi KSÍ og segir að niðurstöðurnar komi sambandinu ekki á óvart. „Þetta eru vissulega háar tölur sem við sjáum í niðurstöðum rannsóknarinnar. Það staðfestir grun sem við höfum haft – að það er töluvert spilað og freistingin mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn,“ segir Þorvaldur.Aðeins tímaspursmál Rannsóknin er ein sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Daníel segir að í fyrra hafi verið framkvæmd rannsókn erlendis þar sem margar tegundir íþrótta voru skoðaðar. Þar kom í ljós að fjögur prósent leikmanna höfðu veðjað á eigin leiki. Niðurstaðan sýnir að það er mikil hætta á að veðmálahneyksli brjótist út á Íslandi, líkt og gerst hefur í nágrannalöndum Íslands. „Við verðum að horfast í augu við að það er líklegt að grunur vakni um óheilbrigða starfsemi af þessu tagi á Íslandi eins og annars staðar,“ segir Þorvaldur enn fremur.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Grunur kviknað um hagræðingu í þessum þremur leikjum Nokkur mál hafa komið upp á Íslandi undanfarin ár þar sem grunsemdir hafa vaknað um að leikmenn hafi veðjað á úrslit eigin leikja og úrslitum mögulega verið hagrætt. 4. janúar 2017 06:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Grunur kviknað um hagræðingu í þessum þremur leikjum Nokkur mál hafa komið upp á Íslandi undanfarin ár þar sem grunsemdir hafa vaknað um að leikmenn hafi veðjað á úrslit eigin leikja og úrslitum mögulega verið hagrætt. 4. janúar 2017 06:30