Trump hæðist að bandarísku leyniþjónustunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. janúar 2017 21:18 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna heldur áfram að efast um lögmæti þeirra upplýsinga sem bandarískar leyniþjónustustofnanir telja sig hafa undir höndum varðandi tölvuárásir Rússa. Trump hefur nú notað tækifærið og hæðst að bandarísku leyniþjónustunni í tísti. CNN greinir frá. Bandarískar leyniþjónustustofnanir eru sammála um þátt Rússa í tölvuárásum á Bandaríkin fyrir forsetakosningarnar en Trump hefur efast um sannleiksgildi þeirra upplýsinga. Trump á að eigin sögn að mæta á föstudaginn á upplýsingafund um rússnesku tölvuárásirnar með forsvarsmönnum umræddra leyniþjónustustofnana. Samkvæmt Trump átti sá fundur hins vegar að fara fram í gær. Hann furðar sig á frestuninni á Twitter. Í umræddri Twitter færslu sinni nýtir Trump jafnframt tækifærið til að hæðast að viðkomandi stofnunum með því að setja kaldhæðnislegar gæsalappir utan um ensku orðin „intelligence“ og „russian hacking.“ Um leið ýjar Trump að því að fundinum hafi verið frestað vegna þess að viðkomandi stofnanir þurfi að finna fleiri sönnunargögn til að styðja mál sitt og segir að fresturinn sé furðulegur. Forsvarsmenn viðkomandi stofnanna hafa hins vegar sagt að tíst Trump sé afar furðulegt, þar sem enginn fundur hafi verið skipulagður á þriðjudaginn, heldur hafi fundurinn alltaf átt að fara fram síðar í vikunni og því hafi aldrei verið um neinn frest að ræða.The "Intelligence" briefing on so-called "Russian hacking" was delayed until Friday, perhaps more time needed to build a case. Very strange!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna heldur áfram að efast um lögmæti þeirra upplýsinga sem bandarískar leyniþjónustustofnanir telja sig hafa undir höndum varðandi tölvuárásir Rússa. Trump hefur nú notað tækifærið og hæðst að bandarísku leyniþjónustunni í tísti. CNN greinir frá. Bandarískar leyniþjónustustofnanir eru sammála um þátt Rússa í tölvuárásum á Bandaríkin fyrir forsetakosningarnar en Trump hefur efast um sannleiksgildi þeirra upplýsinga. Trump á að eigin sögn að mæta á föstudaginn á upplýsingafund um rússnesku tölvuárásirnar með forsvarsmönnum umræddra leyniþjónustustofnana. Samkvæmt Trump átti sá fundur hins vegar að fara fram í gær. Hann furðar sig á frestuninni á Twitter. Í umræddri Twitter færslu sinni nýtir Trump jafnframt tækifærið til að hæðast að viðkomandi stofnunum með því að setja kaldhæðnislegar gæsalappir utan um ensku orðin „intelligence“ og „russian hacking.“ Um leið ýjar Trump að því að fundinum hafi verið frestað vegna þess að viðkomandi stofnanir þurfi að finna fleiri sönnunargögn til að styðja mál sitt og segir að fresturinn sé furðulegur. Forsvarsmenn viðkomandi stofnanna hafa hins vegar sagt að tíst Trump sé afar furðulegt, þar sem enginn fundur hafi verið skipulagður á þriðjudaginn, heldur hafi fundurinn alltaf átt að fara fram síðar í vikunni og því hafi aldrei verið um neinn frest að ræða.The "Intelligence" briefing on so-called "Russian hacking" was delayed until Friday, perhaps more time needed to build a case. Very strange!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira