Þriggja hesta kapphlaup á nýju ári Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2017 06:00 Hlynur Bæringsson var frábær í síðasta leik á móti KR. Vísir/Ernir „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að Tindastóll gerði rétt með að skipta um þjálfara og fá sér annan útlending. Það eru Stólarnir búnir að sýna með því að vinna fimm leiki í röð og vera í efsta sætinu um jólin,“ segir Kristinn G. Friðriksson, fyrrverandi landsliðsmaður og sérfræðingur íþróttadeildar 365 um Domino’s-deild karla í körfunni, sem fer aftur af stað á nýju ári í kvöld. Stólarnir voru búnir að ná fjórum sigrum og tapa tveimur leikjum þegar þeir skiptu út Joe Costa fyrir Israel Martin í þjálfarastólnum og fengu Bandaríkjamanninn Antonio Hester. Síðan hefur liðið ekki tapað leik. Það er allt annað að sjá það. „Andrúmsloftið virðist líka hafa snarbreyst,“ segir Kristinn sem Fréttablaðið fékk til að horfa fram á veginn og rýna í seinni ellefu umferðirnar í deildinni áður en kemur að úrslitakeppninni. „Þar sem andrúmsloftið hefur breyst svona mikið grunar mig að undirliggjandi hafi verið kergja og það er erfitt að spila í þannig umhverfi. Ég þekki það vel enda lenti ég í nokkrum þannig liðum. Þessar breytingar hafa leyst eitthvað úr læðingi þarna og það kæmi mér verulega á óvart, í raun yrði ég bara fyrir vonbrigðum, ef Stólarnir fara ekki alla leið í úrslit.“Jón Arnór Stefánsson.Vísir/DaníelKR bíður eftir Jóni Arnóri Kristinn segir að þetta verði þriggja hesta kapphlaup að Íslandsmeistaratitlinum á milli Tindastóls, Stjörnunnar og KR en tvö síðarnefndu liðin eru í öðru og þriðja sæti deildarinnar. „Þau ættu öll að fara í lokaúrslitin en þangað komast bara tvö. Það er svekkjandi því eitt liðið verður að heltast úr lestinni á endanum,“ segir Kristinn. Stjarnan skipti út Bandaríkjamanninum Devon Austin fyrir nýjan bakvörð þar sem þeir hafa fengið styrk í kraftframherjastöðuna. Tímabilið ræðst á því hvað þessi nýi maður getur. „Fyrir mér er þetta einfalt. Þessi gæi „meikar eða breikar“ tímabilið hjá Stjörnunni. Ef hann er nógu góður þá er liðið nógu gott til að verða Íslandsmeistari. Þetta er áhætta sem Stjarnan er að taka en það er bara gott því líf án áhættu er sorglegt. Það er bara að vonast eftir því að þessi nýi gaur sé betri en skuggamaðurinn sem var fyrir áramót.“ En hvað með KR? „Þeir eru ekki enn búnir að skipta um Kana og eru bara að bíða eftir Jóni Arnóri. Það finnst mér mistök hjá þeim. Þeir eiga að vera í stakk búnir til að vinna titilinn án Jóns og svo fá hann bara inn þegar hann kemur inn. KR vann titilinn ekkert rosalega sannfærandi í fyrra og er núna án Craions þannig að mér finnst þetta viðhorf ekki nógu gott,“ segir Kristinn.Skallagrímsmenn.Vísir/ErnirNýliðarnir dala Grindavík er í fjórða sæti og þar telur Kristinn að liðið verði eftir 22 umferðir. Engin breyting verður á efstu fjórum en Haukarnir eiga eftir að koma upp á meðan nýliðarnir munu lenda í erfiðleikum. „Skallagrímur er búinn að vinna nokkra leiki án þess að vera að spila eitthvað rosalega vel. Skallarnir treysta svolítið á gamla menn eins og Magga Gunn og Darrell Flake sem er ekki nógu gott. Þeir munu dala verulega og Þór frá Akureyri missir flugið, held ég. Þorlákshafnar-Þórsarar og Haukar fara að vinna leiki og verða sterkari núna í seinni hlutanum,“ segir Kristinn.Jákvæðara en erfitt hjá Njarðvík Stórlið Njarðvíkur er í fallsæti eftir fyrri hlutann sem er fáheyrt og óboðlegt þar á bæ. Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari liðsins, þarf ekki lengur að vera með Bonneau-drauginn svífandi yfir sér því liðið er búið að fá Myron Dempsey sem áður spilaði með Tindastóli. „Danni er kominn með liðið sem hann fær þannig að hann þarf ekkert að vesenast í því lengur. Það er algjörlega fráleitt að halda að þetta lið núna sé ekki betra en það sem spilaði fyrir áramót,“ segir Kristinn en fljúga þeir grænu þá inn í úrslitakeppnina? „Þeir munu þurfa að hafa fyrir því að komast í úrslitakeppnina ef það verður rétt hjá mér að Haukarnir fari á flug. Þetta verður erfitt hjá Njarðvík en liðið ætti að komast í úrslitakeppnina með þessu nýja blóði,“ segir Kristinn G. Friðriksson. Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
„Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að Tindastóll gerði rétt með að skipta um þjálfara og fá sér annan útlending. Það eru Stólarnir búnir að sýna með því að vinna fimm leiki í röð og vera í efsta sætinu um jólin,“ segir Kristinn G. Friðriksson, fyrrverandi landsliðsmaður og sérfræðingur íþróttadeildar 365 um Domino’s-deild karla í körfunni, sem fer aftur af stað á nýju ári í kvöld. Stólarnir voru búnir að ná fjórum sigrum og tapa tveimur leikjum þegar þeir skiptu út Joe Costa fyrir Israel Martin í þjálfarastólnum og fengu Bandaríkjamanninn Antonio Hester. Síðan hefur liðið ekki tapað leik. Það er allt annað að sjá það. „Andrúmsloftið virðist líka hafa snarbreyst,“ segir Kristinn sem Fréttablaðið fékk til að horfa fram á veginn og rýna í seinni ellefu umferðirnar í deildinni áður en kemur að úrslitakeppninni. „Þar sem andrúmsloftið hefur breyst svona mikið grunar mig að undirliggjandi hafi verið kergja og það er erfitt að spila í þannig umhverfi. Ég þekki það vel enda lenti ég í nokkrum þannig liðum. Þessar breytingar hafa leyst eitthvað úr læðingi þarna og það kæmi mér verulega á óvart, í raun yrði ég bara fyrir vonbrigðum, ef Stólarnir fara ekki alla leið í úrslit.“Jón Arnór Stefánsson.Vísir/DaníelKR bíður eftir Jóni Arnóri Kristinn segir að þetta verði þriggja hesta kapphlaup að Íslandsmeistaratitlinum á milli Tindastóls, Stjörnunnar og KR en tvö síðarnefndu liðin eru í öðru og þriðja sæti deildarinnar. „Þau ættu öll að fara í lokaúrslitin en þangað komast bara tvö. Það er svekkjandi því eitt liðið verður að heltast úr lestinni á endanum,“ segir Kristinn. Stjarnan skipti út Bandaríkjamanninum Devon Austin fyrir nýjan bakvörð þar sem þeir hafa fengið styrk í kraftframherjastöðuna. Tímabilið ræðst á því hvað þessi nýi maður getur. „Fyrir mér er þetta einfalt. Þessi gæi „meikar eða breikar“ tímabilið hjá Stjörnunni. Ef hann er nógu góður þá er liðið nógu gott til að verða Íslandsmeistari. Þetta er áhætta sem Stjarnan er að taka en það er bara gott því líf án áhættu er sorglegt. Það er bara að vonast eftir því að þessi nýi gaur sé betri en skuggamaðurinn sem var fyrir áramót.“ En hvað með KR? „Þeir eru ekki enn búnir að skipta um Kana og eru bara að bíða eftir Jóni Arnóri. Það finnst mér mistök hjá þeim. Þeir eiga að vera í stakk búnir til að vinna titilinn án Jóns og svo fá hann bara inn þegar hann kemur inn. KR vann titilinn ekkert rosalega sannfærandi í fyrra og er núna án Craions þannig að mér finnst þetta viðhorf ekki nógu gott,“ segir Kristinn.Skallagrímsmenn.Vísir/ErnirNýliðarnir dala Grindavík er í fjórða sæti og þar telur Kristinn að liðið verði eftir 22 umferðir. Engin breyting verður á efstu fjórum en Haukarnir eiga eftir að koma upp á meðan nýliðarnir munu lenda í erfiðleikum. „Skallagrímur er búinn að vinna nokkra leiki án þess að vera að spila eitthvað rosalega vel. Skallarnir treysta svolítið á gamla menn eins og Magga Gunn og Darrell Flake sem er ekki nógu gott. Þeir munu dala verulega og Þór frá Akureyri missir flugið, held ég. Þorlákshafnar-Þórsarar og Haukar fara að vinna leiki og verða sterkari núna í seinni hlutanum,“ segir Kristinn.Jákvæðara en erfitt hjá Njarðvík Stórlið Njarðvíkur er í fallsæti eftir fyrri hlutann sem er fáheyrt og óboðlegt þar á bæ. Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari liðsins, þarf ekki lengur að vera með Bonneau-drauginn svífandi yfir sér því liðið er búið að fá Myron Dempsey sem áður spilaði með Tindastóli. „Danni er kominn með liðið sem hann fær þannig að hann þarf ekkert að vesenast í því lengur. Það er algjörlega fráleitt að halda að þetta lið núna sé ekki betra en það sem spilaði fyrir áramót,“ segir Kristinn en fljúga þeir grænu þá inn í úrslitakeppnina? „Þeir munu þurfa að hafa fyrir því að komast í úrslitakeppnina ef það verður rétt hjá mér að Haukarnir fari á flug. Þetta verður erfitt hjá Njarðvík en liðið ætti að komast í úrslitakeppnina með þessu nýja blóði,“ segir Kristinn G. Friðriksson.
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira