Fleiri bætast við á Sónar Stefán Árni Pálsson skrifar 5. janúar 2017 15:00 Góð stemning hefur skapast á Sónar Reykjavík undanfarin ár. vísir/pjetur Red Bull Music Academy snýr aftur á Sónar Reykjavík, þriðja árið í röð og hafa framúrskarandi tónlistarmenn verið valdir til að koma fram í Kaldalóni í Hörpu á Sónar dagana 16. -18. febrúar. Meðal þeirra sem staðfest hefur verið að komi fram eru hip-hop goðsögnin Oddisee og teknó-og hávaðatröllið Vatican Shadow ásamt þeim Pan Daijing, Marie Davidson og Johan Caroe sem eiga það öll sameiginlegt að hafa útskrifast nýlega úr Red Bull Music Academy í Montreal, Kanada. Mörgum er það kannski minnisstætt að Auðunn Lúthersson (AUÐUR) útskrifaðist, fyrstur Íslendinga, einnig með þessum sama árgangi úr akademíunni eftir að hafa fengið inngöngu, meðal annars, á grundvelli frábærar frammistöðu á Sónar Reykjavík 2016. Íslenska tónlistarsenan gefur ekkert eftir og meðal meðlima úr henni sem koma fram á RBMA sviðinu í ár má nefna Örvar Smárason úr múm og FM Belfast sem mun frumflytja nýtt sólóverkefni sitt, HRNNR og Smjörvi, SiGRÚN og Cyber. Áður hefur verið tilkynnt um fjölda tónlistarmanna og kvenna sem koma fram á Sónar Reykjavík 2017 og meðal þeirra eru Fatboy Slim, Moderat, De La Soul, Ben Klock, Helena Hauff, Gus Gus, Sleigh Bells, Emmsjé Gauti, Aron Can, Glowie og Samaris ásamt mörgum öðrum. Sónar Tónlist Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Red Bull Music Academy snýr aftur á Sónar Reykjavík, þriðja árið í röð og hafa framúrskarandi tónlistarmenn verið valdir til að koma fram í Kaldalóni í Hörpu á Sónar dagana 16. -18. febrúar. Meðal þeirra sem staðfest hefur verið að komi fram eru hip-hop goðsögnin Oddisee og teknó-og hávaðatröllið Vatican Shadow ásamt þeim Pan Daijing, Marie Davidson og Johan Caroe sem eiga það öll sameiginlegt að hafa útskrifast nýlega úr Red Bull Music Academy í Montreal, Kanada. Mörgum er það kannski minnisstætt að Auðunn Lúthersson (AUÐUR) útskrifaðist, fyrstur Íslendinga, einnig með þessum sama árgangi úr akademíunni eftir að hafa fengið inngöngu, meðal annars, á grundvelli frábærar frammistöðu á Sónar Reykjavík 2016. Íslenska tónlistarsenan gefur ekkert eftir og meðal meðlima úr henni sem koma fram á RBMA sviðinu í ár má nefna Örvar Smárason úr múm og FM Belfast sem mun frumflytja nýtt sólóverkefni sitt, HRNNR og Smjörvi, SiGRÚN og Cyber. Áður hefur verið tilkynnt um fjölda tónlistarmanna og kvenna sem koma fram á Sónar Reykjavík 2017 og meðal þeirra eru Fatboy Slim, Moderat, De La Soul, Ben Klock, Helena Hauff, Gus Gus, Sleigh Bells, Emmsjé Gauti, Aron Can, Glowie og Samaris ásamt mörgum öðrum.
Sónar Tónlist Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira