Eins og tónlist án alls texta Magnús Guðmundsson skrifar 7. janúar 2017 10:30 Jelena Antic, myndlistarkona á sýningu sinni í SÍM gallerí sem opnaði í vikunni. Fréttablaðið/Eyþór Jelena Antic er myndlistarmaður frá Belgrad í Serbíu en hún hefur nú búið og starfað á Íslandi í eitt ár. Síðastliðinn fimmtudag opnaði Jelena sína fyrstu einkasýningu á Íslandi en hún á að baki fjórar einkasýningar erlendis og hefur að auki tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýning Jelenu er í SÍM Galleríi í Hafnarstræti og stendur til 24. janúar.Vel tekið Spurð hvað hefði orðið til þess að hún er nú búsett á Íslandi segir Jelena einfaldlega: „Ég gifti mig“ og hlær svo glaðlega. „Þetta er auðvitað besta ástæðan til þess að skipta um land; ástin. Eiginmaður minn er íslenskur ríkisborgari og bjó hér í tæp tuttugu ár. Ég hitti hann svo í Serbíu þaðan sem hann er líka og eftir að við giftum okkur þá fórum við að skoða ýmsa möguleika. Skoða hvar við gætum fengið vinnu og hvar okkur langaði til þess að setjast að. Við pældum í því að flytjast til Danmerkur og fleiri möguleikar voru í stöðunni. En Ísland varð fyrir valinu og við sjáum ekki eftir því. Hér reyndist auðvelt fyrir mig að fá vinnu við hæfi og að auki þá komst ég strax inn í Samband íslenskra myndlistarmanna sem hefur reynst mér ákaflega vel. Meistaragráðan mín var strax viðurkennd og mér fannst strax að allt sem ég hafði gert og allt sem ég gerði væri metið að verðleikum. Það var mjög gott enda gladdi þetta mig mikið og ég vona að Íslendingar viti að ég er þakklát fyrir það hvað mér hefur verið vel tekið. Þegar ég kom þá þekkti ég engan og það er dálítið sérstakt þegar maður kemur inn í samfélag þar sem allir virðast þekkja alla. Allir virðast vera skyldir eða tengdir með einum eða öðrum hætti en samt var gott að vera utanaðkomandi. En svo kemur vonandi að því líka að ég þekki alla,“ segir Jelena og hlær.Kröftugt starf Jelena lærði í Belgrad og strax í menntaskóla hafði hún mikinn áhuga á hönnun og myndlist. Hún lauk menntaskólaprófi í grafískri hönnun og fór þaðan í listaskóla til þess að læra að mála. Hún hélt því námi áfram og tók meistaragráðu í myndlist en hún segir að það sé erfitt að vera myndlistarmaður í Serbíu. „Eftir ákveðinn tíma þá fannst mér ég vera tilbúin til þess að gera eitthvað annað til þess að hafa í mig og á. Ég sneri mér því aftur að grafískri hönnun og lærði líka að forrita fyrir heimasíður og hellti mér út í að búa til fullt af heimasíðum fyrir hina og þessa aðila. Þessi þekking og reynsla varð svo til þess að ég gat fengið vinnu við það þegar ég fluttist hingað og núna starfa ég sem viðmótsforritari og hef gert í tæpt ár. Ég reyni þó að sinna myndlistinni öllum stundum.“ Jelena segir að það sé ekkert endilega gjörólíkt að vera myndlistarmaður á Íslandi en í Serbíu en að munurinn liggi eiginlega í því hversu kröftugt myndlistarstarfið er á Íslandi.Passion and joy, 80x60 cm, acrylic on canvas, 2016.Vil tjá tilfinningu Jelena málar abstrakt myndir og hún segir að það eigi sér sína sögu. „Þetta er allt ákveðið ferli. Maður fer í skóla og þeir byrja á því að kenna manni að teikna líkamann og landslag og allt þetta sem byggir á nákvæmni og gríðarlegri æfingu. Síðan er maður látinn mála eins og gömlu meistararnir og það er líka mikið ferli. En svo kemur að því að maður verður helst að gleyma öllu sem maður hefur lært og finna sína eigin leið. Finna sitt málverk. Ég hafði aldrei mikinn áhuga á því að endurskapa það sem við sjáum. Vegna þess að þá væri myndavélin einfaldlega betri kostur en málverkið. Ég vildi miklu fremur tjá tilfinningu og krefja fólk um að finna eitthvað nýtt og jafnvel eitthvað annað en ég finn og upplifi. Þess vegna leitast ég við að gera málverk sem hægt er að lesa á mismunandi vegu. Hins vegar er það ekki markmiðið í sjálfu sér að ögra heldur einlæg aðdáun mín á þessu fyrirbæri. Ég hrífst af þeirri staðreynd að einn litur getur virst blár fyrir einhverjum á meðan aðrir sjá hann sem grænan. Með sama hætti er abstrakt málverk fyrir mér eins og instrumental tónlist – án texta, án lýsingar, án mynda – fremur ákveðin tilfinning þegar við horfum á málverkið eða hlustum á tónlistina. Því er ekki hægt að lýsa eða skilgreina nákvæmlega en það virðist sem við getum skynjað þá tilfinningu eða sögu sem listamaðurinn setur fram án þess að styðjast við söngtexta eða nákvæma mynd í málverkinu. Þetta er einmitt það sem ég vil undirstrika í list minni.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. janúar. Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Jelena Antic er myndlistarmaður frá Belgrad í Serbíu en hún hefur nú búið og starfað á Íslandi í eitt ár. Síðastliðinn fimmtudag opnaði Jelena sína fyrstu einkasýningu á Íslandi en hún á að baki fjórar einkasýningar erlendis og hefur að auki tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýning Jelenu er í SÍM Galleríi í Hafnarstræti og stendur til 24. janúar.Vel tekið Spurð hvað hefði orðið til þess að hún er nú búsett á Íslandi segir Jelena einfaldlega: „Ég gifti mig“ og hlær svo glaðlega. „Þetta er auðvitað besta ástæðan til þess að skipta um land; ástin. Eiginmaður minn er íslenskur ríkisborgari og bjó hér í tæp tuttugu ár. Ég hitti hann svo í Serbíu þaðan sem hann er líka og eftir að við giftum okkur þá fórum við að skoða ýmsa möguleika. Skoða hvar við gætum fengið vinnu og hvar okkur langaði til þess að setjast að. Við pældum í því að flytjast til Danmerkur og fleiri möguleikar voru í stöðunni. En Ísland varð fyrir valinu og við sjáum ekki eftir því. Hér reyndist auðvelt fyrir mig að fá vinnu við hæfi og að auki þá komst ég strax inn í Samband íslenskra myndlistarmanna sem hefur reynst mér ákaflega vel. Meistaragráðan mín var strax viðurkennd og mér fannst strax að allt sem ég hafði gert og allt sem ég gerði væri metið að verðleikum. Það var mjög gott enda gladdi þetta mig mikið og ég vona að Íslendingar viti að ég er þakklát fyrir það hvað mér hefur verið vel tekið. Þegar ég kom þá þekkti ég engan og það er dálítið sérstakt þegar maður kemur inn í samfélag þar sem allir virðast þekkja alla. Allir virðast vera skyldir eða tengdir með einum eða öðrum hætti en samt var gott að vera utanaðkomandi. En svo kemur vonandi að því líka að ég þekki alla,“ segir Jelena og hlær.Kröftugt starf Jelena lærði í Belgrad og strax í menntaskóla hafði hún mikinn áhuga á hönnun og myndlist. Hún lauk menntaskólaprófi í grafískri hönnun og fór þaðan í listaskóla til þess að læra að mála. Hún hélt því námi áfram og tók meistaragráðu í myndlist en hún segir að það sé erfitt að vera myndlistarmaður í Serbíu. „Eftir ákveðinn tíma þá fannst mér ég vera tilbúin til þess að gera eitthvað annað til þess að hafa í mig og á. Ég sneri mér því aftur að grafískri hönnun og lærði líka að forrita fyrir heimasíður og hellti mér út í að búa til fullt af heimasíðum fyrir hina og þessa aðila. Þessi þekking og reynsla varð svo til þess að ég gat fengið vinnu við það þegar ég fluttist hingað og núna starfa ég sem viðmótsforritari og hef gert í tæpt ár. Ég reyni þó að sinna myndlistinni öllum stundum.“ Jelena segir að það sé ekkert endilega gjörólíkt að vera myndlistarmaður á Íslandi en í Serbíu en að munurinn liggi eiginlega í því hversu kröftugt myndlistarstarfið er á Íslandi.Passion and joy, 80x60 cm, acrylic on canvas, 2016.Vil tjá tilfinningu Jelena málar abstrakt myndir og hún segir að það eigi sér sína sögu. „Þetta er allt ákveðið ferli. Maður fer í skóla og þeir byrja á því að kenna manni að teikna líkamann og landslag og allt þetta sem byggir á nákvæmni og gríðarlegri æfingu. Síðan er maður látinn mála eins og gömlu meistararnir og það er líka mikið ferli. En svo kemur að því að maður verður helst að gleyma öllu sem maður hefur lært og finna sína eigin leið. Finna sitt málverk. Ég hafði aldrei mikinn áhuga á því að endurskapa það sem við sjáum. Vegna þess að þá væri myndavélin einfaldlega betri kostur en málverkið. Ég vildi miklu fremur tjá tilfinningu og krefja fólk um að finna eitthvað nýtt og jafnvel eitthvað annað en ég finn og upplifi. Þess vegna leitast ég við að gera málverk sem hægt er að lesa á mismunandi vegu. Hins vegar er það ekki markmiðið í sjálfu sér að ögra heldur einlæg aðdáun mín á þessu fyrirbæri. Ég hrífst af þeirri staðreynd að einn litur getur virst blár fyrir einhverjum á meðan aðrir sjá hann sem grænan. Með sama hætti er abstrakt málverk fyrir mér eins og instrumental tónlist – án texta, án lýsingar, án mynda – fremur ákveðin tilfinning þegar við horfum á málverkið eða hlustum á tónlistina. Því er ekki hægt að lýsa eða skilgreina nákvæmlega en það virðist sem við getum skynjað þá tilfinningu eða sögu sem listamaðurinn setur fram án þess að styðjast við söngtexta eða nákvæma mynd í málverkinu. Þetta er einmitt það sem ég vil undirstrika í list minni.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. janúar.
Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira