Framlengingin er fastur liður í Domino's Körfuboltakvöldi.
Þar takast sérfræðingar þáttarins á um fimm málefni og oft skapast skemmtilegar umræður.
Þeir Hermann Hauksson og Kristinn Friðriksson voru gestir Kjartans Atla Kjartanssonar í síðasta þætti og þeir rökræddu um eftirfarandi atriði:
-Vandamál Njarðvíkur, hverju er um að kenna?
-Er Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, undir meiri pressu en áður?
-Hvaða lið fær besta stuðninginn?
-Hvaða sigur var stærstur í fyrstu umferðinni á árinu 2017?
-Stendur Kiddi við orð sín um Hauka?
Framlenginguna má sjá í spilaranum hér að ofan.
