Trump um rússnesku tölvuárásirnar: "Hafði engin áhrif á útkomu kosninganna“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2017 19:47 Donald Trump var töluvert kurteisari við forsvarsmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna. Vísir/EPA Verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump sat í gær fund með helstu stjórnendum leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna og fékk upplýsingar um meintar tölvuárásir Rússa sem meðal annars eru taldir hafa haft áhrif á úrslit kosninganna þar í landi. Upplýsingar þeirra benda til þess að tölvuárásir á bandarískar stofnanir fyrir kosningarnar megi rekja beint til rússneskra yfirvalda. CNN greinir frá. Fundurinn fór fram í háhýsi Trumps, Trump Tower og tók fundurinn um 90 mínútur. Þar voru meðal annars yfirmenn þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna ásamt yfirmönnum leyniþjónustunnar CIA og alríkislögreglunnar FBI. Þar var Trump upplýstur um að gögn þeirra bentu til þess að forseti Rússlands, Vladimír Pútín hefði sjálfur stjórnað rússneskum tölvuárásum sem beindust að bandarískum stofnunu fyrir kosningarnar. Trump gerði lítið úr þeim möguleika að tölvuárásir Rússa hefðu haft áhrif á niðurstöður forsetakosninganna sem fram fóru í nóvember síðastliðnum í tilkynningu eftir fundinn, jafnvel þrátt fyrir að útgefin skýrsla frá leyniþjónustustofnunum hefði gefið annað til kynna. ,,Á meðan Rússland, Kína, önnur lönd, jaðarhópar og einstaklingar eru stöðugt að reyna að brjótast inn í stafrænan gagnagrunn ríkisstofnana, fyrirtækja og samtaka, að þá hafði það engin áhrif á útkomu kosninganna, auk þess sem ekkert var átt við kosningavélar" sagði meðal annars í tilkynningunni. Trump gerði einnig tilraun til þess að gera lítið úr þeirri óvild sem talin er vera á milli hans og leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna eftir að hann hefur ítrekað hæðst að þeim á opinberum vettvangi. Trump hrósaði þeim eftir fundinn, sagðist dást að starfi þeirra og að fundurinn hafi verið mjög uppbyggilegur. Trump hyggst setja saman starfsteymi innan 90 daga sem vinna á að því að koma í veg fyrir erlendar tölvuárásir á bandarískar stofnanir. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Sjá meira
Verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump sat í gær fund með helstu stjórnendum leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna og fékk upplýsingar um meintar tölvuárásir Rússa sem meðal annars eru taldir hafa haft áhrif á úrslit kosninganna þar í landi. Upplýsingar þeirra benda til þess að tölvuárásir á bandarískar stofnanir fyrir kosningarnar megi rekja beint til rússneskra yfirvalda. CNN greinir frá. Fundurinn fór fram í háhýsi Trumps, Trump Tower og tók fundurinn um 90 mínútur. Þar voru meðal annars yfirmenn þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna ásamt yfirmönnum leyniþjónustunnar CIA og alríkislögreglunnar FBI. Þar var Trump upplýstur um að gögn þeirra bentu til þess að forseti Rússlands, Vladimír Pútín hefði sjálfur stjórnað rússneskum tölvuárásum sem beindust að bandarískum stofnunu fyrir kosningarnar. Trump gerði lítið úr þeim möguleika að tölvuárásir Rússa hefðu haft áhrif á niðurstöður forsetakosninganna sem fram fóru í nóvember síðastliðnum í tilkynningu eftir fundinn, jafnvel þrátt fyrir að útgefin skýrsla frá leyniþjónustustofnunum hefði gefið annað til kynna. ,,Á meðan Rússland, Kína, önnur lönd, jaðarhópar og einstaklingar eru stöðugt að reyna að brjótast inn í stafrænan gagnagrunn ríkisstofnana, fyrirtækja og samtaka, að þá hafði það engin áhrif á útkomu kosninganna, auk þess sem ekkert var átt við kosningavélar" sagði meðal annars í tilkynningunni. Trump gerði einnig tilraun til þess að gera lítið úr þeirri óvild sem talin er vera á milli hans og leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna eftir að hann hefur ítrekað hæðst að þeim á opinberum vettvangi. Trump hrósaði þeim eftir fundinn, sagðist dást að starfi þeirra og að fundurinn hafi verið mjög uppbyggilegur. Trump hyggst setja saman starfsteymi innan 90 daga sem vinna á að því að koma í veg fyrir erlendar tölvuárásir á bandarískar stofnanir.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Sjá meira