Trump um rússnesku tölvuárásirnar: "Hafði engin áhrif á útkomu kosninganna“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2017 19:47 Donald Trump var töluvert kurteisari við forsvarsmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna. Vísir/EPA Verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump sat í gær fund með helstu stjórnendum leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna og fékk upplýsingar um meintar tölvuárásir Rússa sem meðal annars eru taldir hafa haft áhrif á úrslit kosninganna þar í landi. Upplýsingar þeirra benda til þess að tölvuárásir á bandarískar stofnanir fyrir kosningarnar megi rekja beint til rússneskra yfirvalda. CNN greinir frá. Fundurinn fór fram í háhýsi Trumps, Trump Tower og tók fundurinn um 90 mínútur. Þar voru meðal annars yfirmenn þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna ásamt yfirmönnum leyniþjónustunnar CIA og alríkislögreglunnar FBI. Þar var Trump upplýstur um að gögn þeirra bentu til þess að forseti Rússlands, Vladimír Pútín hefði sjálfur stjórnað rússneskum tölvuárásum sem beindust að bandarískum stofnunu fyrir kosningarnar. Trump gerði lítið úr þeim möguleika að tölvuárásir Rússa hefðu haft áhrif á niðurstöður forsetakosninganna sem fram fóru í nóvember síðastliðnum í tilkynningu eftir fundinn, jafnvel þrátt fyrir að útgefin skýrsla frá leyniþjónustustofnunum hefði gefið annað til kynna. ,,Á meðan Rússland, Kína, önnur lönd, jaðarhópar og einstaklingar eru stöðugt að reyna að brjótast inn í stafrænan gagnagrunn ríkisstofnana, fyrirtækja og samtaka, að þá hafði það engin áhrif á útkomu kosninganna, auk þess sem ekkert var átt við kosningavélar" sagði meðal annars í tilkynningunni. Trump gerði einnig tilraun til þess að gera lítið úr þeirri óvild sem talin er vera á milli hans og leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna eftir að hann hefur ítrekað hæðst að þeim á opinberum vettvangi. Trump hrósaði þeim eftir fundinn, sagðist dást að starfi þeirra og að fundurinn hafi verið mjög uppbyggilegur. Trump hyggst setja saman starfsteymi innan 90 daga sem vinna á að því að koma í veg fyrir erlendar tölvuárásir á bandarískar stofnanir. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Sjá meira
Verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump sat í gær fund með helstu stjórnendum leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna og fékk upplýsingar um meintar tölvuárásir Rússa sem meðal annars eru taldir hafa haft áhrif á úrslit kosninganna þar í landi. Upplýsingar þeirra benda til þess að tölvuárásir á bandarískar stofnanir fyrir kosningarnar megi rekja beint til rússneskra yfirvalda. CNN greinir frá. Fundurinn fór fram í háhýsi Trumps, Trump Tower og tók fundurinn um 90 mínútur. Þar voru meðal annars yfirmenn þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna ásamt yfirmönnum leyniþjónustunnar CIA og alríkislögreglunnar FBI. Þar var Trump upplýstur um að gögn þeirra bentu til þess að forseti Rússlands, Vladimír Pútín hefði sjálfur stjórnað rússneskum tölvuárásum sem beindust að bandarískum stofnunu fyrir kosningarnar. Trump gerði lítið úr þeim möguleika að tölvuárásir Rússa hefðu haft áhrif á niðurstöður forsetakosninganna sem fram fóru í nóvember síðastliðnum í tilkynningu eftir fundinn, jafnvel þrátt fyrir að útgefin skýrsla frá leyniþjónustustofnunum hefði gefið annað til kynna. ,,Á meðan Rússland, Kína, önnur lönd, jaðarhópar og einstaklingar eru stöðugt að reyna að brjótast inn í stafrænan gagnagrunn ríkisstofnana, fyrirtækja og samtaka, að þá hafði það engin áhrif á útkomu kosninganna, auk þess sem ekkert var átt við kosningavélar" sagði meðal annars í tilkynningunni. Trump gerði einnig tilraun til þess að gera lítið úr þeirri óvild sem talin er vera á milli hans og leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna eftir að hann hefur ítrekað hæðst að þeim á opinberum vettvangi. Trump hrósaði þeim eftir fundinn, sagðist dást að starfi þeirra og að fundurinn hafi verið mjög uppbyggilegur. Trump hyggst setja saman starfsteymi innan 90 daga sem vinna á að því að koma í veg fyrir erlendar tölvuárásir á bandarískar stofnanir.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila